Gagnrýna laun bæjarstjóra í jafn litlum bæ og Seltjarnarnesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Launin sem Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, fær þykja ótæk. Vísir/GVA Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, fékk 1.939 þúsund krónur á mánuði í laun í fyrra og hækkuðu laun hennar um 150 þúsund krónur á mánuði milli ára. Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur kallað eftir því að launakjör bæjarstjórans verði endurskoðuð þar sem þau séu allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi fékk í fyrra greiddar 1.711.159 krónur á mánuði fyrir að gegna starfi bæjarstjóra, 208 þúsund krónur rúmar fyrir setu í bæjarstjórn og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í nefndum bæjarins. Alls rúmlega 1.939 þúsund krónur samanborið við 1.790 þúsund krónur árið 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu óskað eftir sundurliðun á launalið bæjarstjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þótt laun Ásgerðar hafi ekki hækkað jafnmikið og margra annarra bæjarstjóra milli ára, þá er hún enn á meðal þeirra launahæstu á landinu. Aðeins bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og borgarstjóri Reykjavíkur eru með hærri laun. Bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar og Mosfellsbæjar eru á nánast sömu launum. Algeng bæjarstjóralaun á Íslandi eru annars á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Hæstu launin eru í mörgum tilfellum hærri en hjá borgarstjórum stórborga úti í heimi.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi.Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýndi launakjör bæjarstjórans á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði. Bentu bæjarfulltrúar flokksins á að laun bæjarstjórnenda hefðu hækkað um rúm 30 prósent á kjörtímabilinu öllu. Bæjarfulltrúar hafi afþakkað launahækkun kjararáðs og tengt sig við almenna launavísitölu. Launakjör bæjarstjórans tækju þó áfram mið af launum ráðuneytisstjóra. Bókuninni fylgdi áskorun á nýja bæjarstjórn, sem nú liggur fyrir að verður óbreyttur meirihluti Sjálfstæðisflokks, að endurskoða þessa launatengingu. „Enda teljum við ótækt að framkvæmdastjóri í jafn litlu sveitarfélagi og Seltjarnarnesbæ sé með rúmlega sexföld laun lægst launaða starfsmanns sveitarfélagsins ásamt bílastyrk og annarra stjórnarlauna,“ sögðu Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar, í bókun sinni. Íbúar á Seltjarnarnesi eru um 4.500 talsins. Ásgerður svaraði því og sagði að engin tillaga hefði komið frá minnihlutanum á kjörtímabilinu um að endurskoða launin, fyrr en þarna, rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Laun bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hækkuðu sömuleiðis lítið eitt milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt upplýsingum frá bænum. Laun bæjarstjórnar námu alls 19,4 milljónum í fyrra samanborið við 18,5 milljónir árið áður. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, fékk 1.939 þúsund krónur á mánuði í laun í fyrra og hækkuðu laun hennar um 150 þúsund krónur á mánuði milli ára. Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur kallað eftir því að launakjör bæjarstjórans verði endurskoðuð þar sem þau séu allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi fékk í fyrra greiddar 1.711.159 krónur á mánuði fyrir að gegna starfi bæjarstjóra, 208 þúsund krónur rúmar fyrir setu í bæjarstjórn og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í nefndum bæjarins. Alls rúmlega 1.939 þúsund krónur samanborið við 1.790 þúsund krónur árið 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu óskað eftir sundurliðun á launalið bæjarstjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þótt laun Ásgerðar hafi ekki hækkað jafnmikið og margra annarra bæjarstjóra milli ára, þá er hún enn á meðal þeirra launahæstu á landinu. Aðeins bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og borgarstjóri Reykjavíkur eru með hærri laun. Bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar og Mosfellsbæjar eru á nánast sömu launum. Algeng bæjarstjóralaun á Íslandi eru annars á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Hæstu launin eru í mörgum tilfellum hærri en hjá borgarstjórum stórborga úti í heimi.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi.Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýndi launakjör bæjarstjórans á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði. Bentu bæjarfulltrúar flokksins á að laun bæjarstjórnenda hefðu hækkað um rúm 30 prósent á kjörtímabilinu öllu. Bæjarfulltrúar hafi afþakkað launahækkun kjararáðs og tengt sig við almenna launavísitölu. Launakjör bæjarstjórans tækju þó áfram mið af launum ráðuneytisstjóra. Bókuninni fylgdi áskorun á nýja bæjarstjórn, sem nú liggur fyrir að verður óbreyttur meirihluti Sjálfstæðisflokks, að endurskoða þessa launatengingu. „Enda teljum við ótækt að framkvæmdastjóri í jafn litlu sveitarfélagi og Seltjarnarnesbæ sé með rúmlega sexföld laun lægst launaða starfsmanns sveitarfélagsins ásamt bílastyrk og annarra stjórnarlauna,“ sögðu Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar, í bókun sinni. Íbúar á Seltjarnarnesi eru um 4.500 talsins. Ásgerður svaraði því og sagði að engin tillaga hefði komið frá minnihlutanum á kjörtímabilinu um að endurskoða launin, fyrr en þarna, rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Laun bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hækkuðu sömuleiðis lítið eitt milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt upplýsingum frá bænum. Laun bæjarstjórnar námu alls 19,4 milljónum í fyrra samanborið við 18,5 milljónir árið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00
Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00