Gráar en góðlegar risaeðlur streyma út á göturnar Magnús Guðmundsson skrifar 31. maí 2018 09:00 Risaeðlurnar frá Close-Act Theater hafa heillað áhorfendur á götum borga vítt og breitt um heiminn, enda mikið sjónarspil. Marika Miniati Eftir tveggja ára bið er loks komið að því að Listahátíð í Reykjavík hefjist að nýju. Hátíðin hefst föstudaginn 1. júní en opnunarhátíðin fer fram á laugardaginn þegar götuleikhópurinn Close-Act Theater stormar út á göturnar og það eitt er víst að eftir því verður tekið. Á laugardaginn leggur götuleikhúsið af stað frá Iðnó klukkan tvö og fer um Lækjargötu, Austurstræti og Austurvöll. En á sunnudag kl. 11 ætlar Close-Act Theater að vera við Egilshöll í Grafarvogi í tilefni Grafarvogsdagsins.Götuleikhúsið heillar Close-Act Theater á að baki fjölda stórsýninga sem hópurinn hefur ferðast með um víða veröld en nýjasta sýning leikhópsins er mögulega ein þeirra stærsta og tilkomumesta til þessa. Hester Melief, listrænn stjórnandi sýningarinnar og stofnandi Close-Act Theater, segir að þó svo hún hafi lagt stund á grafíska hönnum á sínum tíma þá hafi götuleikhúsið bókstaflega verið henni í blóð borið. „Mamma er líka götulistamaður og þegar ég var barn þá fékk ég oft að fara með henni og fylgjast með. Þannig að þó svo ég hafi lært annað þá togaði götuleikhúsið alltaf í mig og það er ekki eins og ég hafi ekki vitað út í hvað ég var að fara þegar ég stofnaði Close-Act Theater fyrir 26 árum. Til að byrja með þá vorum þetta bara ég og Marja Wijnands, dansari og vinkona mín, en síðan hefur þetta svo sannarlega vaxið svo ekki sé meira sagt.“ Aðspurð um leiklistina segir Hester Melief að það hafi aldrei komið annað til greina en götuleikhús eftir að hún hafi ákveðið að feta þessa braut. „Ég elska götuleikhús. Það felur í sér svo miklu meira frelsi en hefðbundið innanhússleikhús því götuleikhúsinu halda engin bönd. Í hefðbundnu leikhúsi er allt skipulagðara og meira niður njörvað og það er í raun allt annar heimur sem er ekki hægt að bera saman við götuleikhúsið. Ekki síst vegna þess að aðkoma og viðbrögð áhorfenda eru allt önnur, sem ræðst af forsendunum. Í götuleikhúsi er það stundum þannig að áhorfendur eiga ekki von á þér þegar á götuna er komið en þeir sem fara í leikhús undirgangast með því ákveðinn sáttmála og vita nokkurn veginn við hverju er að búast. Að auki fær maður að ferðast og sjá heiminn með götuleikhúsi. Skoða ólíkar borgir og kynnast ólíkri menningu,“ segir Hester og brosir. Hún bætir við að þetta feli í sér að götuleikhúsið sé í eðli sínu mun gagnvirkara. „Viðbrögðin leika svo stóran þátt í götuleikhúsi og það er einmitt það sem heillar mig við formið.“Hester Melief hefur götuleikhúsið í blóðinu.Marika MiniatiRisaeðlur á ís Sýningin sem Close-Act Theater mætir með á Listahátíð í Reykjavík kallast Saurus. Sýningin felur það í sér að risaeðlur streyma um göturnar ásamt tón- og fjöllistamönnum svo úr verður mikið sjónarspil. Aðspurð um ástæðu þess að hópurinn hafi ákveðið að búa til sýningu þar sem risaeðlur eru í forgrunni segir Hester að það hafi lengi blundað í þeim að skapa eitthvað forsögulegt. „Það sem er svo það allra skemmtilegasta við þessa sýningu er hversu mikil en um leið fjölbreytt viðbrögð við fáum frá áhorfendum. Sérstaklega virðist þetta höfða til krakka því þetta kveikir hjá þeim fróðleiksþorsta um risaeðlurnar og náttúruna. Þau taka hann með sér heim og koma svo aftur á sýninguna og hafa þá mótað sér skoðanir. Stundum verða þau pínulítið hrædd vegna þess að risaeðlurnar okkar bera ekki sinn rétta lit heldur eru gráar og silfraðar sem gefur það til kynna að þær hafi tapað húðinni. En það sjá þó allir fljótt að það er ekkert að óttast enda eru þetta ljúfar og góðar grænmetisætur. Þannig að við erum afskaplega ánægð með að hafa skapað þessa sýningu enda höfum við fengið ákaflega jákvæð viðbrögð víða um heim.“ Hester Melief segir að útgáfan af sýningunni sem þau koma með til Íslands sé í raun sett upp sem skrúðganga.„Það er fjöldi fólks sem kemur að einni svona sýningu og það er dýrt að ferðast með þetta á milli landa þannig að við reynum að vera með misviðamiklar útfærslur í gangi. Ég er reyndar orðin mjög spennt fyrir því að koma til Íslands og hef verið að velta því fyrir mér hvort risaeðlurnar mínar þurfa þá að ganga á ís,“ segir Hester og hlær en bætir við: „Við gerðum það nefnilega einu sinni en það var í Noregi að vetrarlagi. Þá tókum við með okkur sérstakar stultur sem eru með broddum og það gekk bara alveg ljómandi vel. Risaeðlum á ís var vel tekið í Noregi.“Ólíkir menningarheimar Aðspurð hvort það sé mikill munur á viðtökum eftir því hvar leikhópurinn er staddur í heiminum segir Hester að það sé alveg óhætt að segja það. „Það er ótrúlega mikill munur. Þegar við förum og sýnum í Suður-Ameríku þá eru viðbrögðin gríðarleg. Fólkið verður alveg galið og lifir sig inn í þetta, dansar, hrópar og kallar. En í Asíulöndum á borð við Kína þá stendur fólk og klappar kurteislega og óneitanlega hvarflar að manni að því líki bara hreint ekki við sýninguna. En svo eftir sýninguna kemur fólk og þakkar þúsund sinnum fyrir og lýsir því hvað þetta hafi verið gaman. En það er alltaf gaman að fá viðbrögðin og líka skemmtilegt hversu ólík þau eru.“ En á hverju áttu þá von fyrir sýninguna á Íslandi á laugardaginn? „Ég á auðvitað í fyrsta lagi von á því að það verði sólskin og fallegt veður,“ svarar Hester og hlær. „En þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands þannig að það verður bara að koma í ljós hvernig Íslendingar taka okkur. Það eina sem ég veit er að við hlökkum gríðarlega mikið til því þetta verður alveg rosalega gaman.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira
Eftir tveggja ára bið er loks komið að því að Listahátíð í Reykjavík hefjist að nýju. Hátíðin hefst föstudaginn 1. júní en opnunarhátíðin fer fram á laugardaginn þegar götuleikhópurinn Close-Act Theater stormar út á göturnar og það eitt er víst að eftir því verður tekið. Á laugardaginn leggur götuleikhúsið af stað frá Iðnó klukkan tvö og fer um Lækjargötu, Austurstræti og Austurvöll. En á sunnudag kl. 11 ætlar Close-Act Theater að vera við Egilshöll í Grafarvogi í tilefni Grafarvogsdagsins.Götuleikhúsið heillar Close-Act Theater á að baki fjölda stórsýninga sem hópurinn hefur ferðast með um víða veröld en nýjasta sýning leikhópsins er mögulega ein þeirra stærsta og tilkomumesta til þessa. Hester Melief, listrænn stjórnandi sýningarinnar og stofnandi Close-Act Theater, segir að þó svo hún hafi lagt stund á grafíska hönnum á sínum tíma þá hafi götuleikhúsið bókstaflega verið henni í blóð borið. „Mamma er líka götulistamaður og þegar ég var barn þá fékk ég oft að fara með henni og fylgjast með. Þannig að þó svo ég hafi lært annað þá togaði götuleikhúsið alltaf í mig og það er ekki eins og ég hafi ekki vitað út í hvað ég var að fara þegar ég stofnaði Close-Act Theater fyrir 26 árum. Til að byrja með þá vorum þetta bara ég og Marja Wijnands, dansari og vinkona mín, en síðan hefur þetta svo sannarlega vaxið svo ekki sé meira sagt.“ Aðspurð um leiklistina segir Hester Melief að það hafi aldrei komið annað til greina en götuleikhús eftir að hún hafi ákveðið að feta þessa braut. „Ég elska götuleikhús. Það felur í sér svo miklu meira frelsi en hefðbundið innanhússleikhús því götuleikhúsinu halda engin bönd. Í hefðbundnu leikhúsi er allt skipulagðara og meira niður njörvað og það er í raun allt annar heimur sem er ekki hægt að bera saman við götuleikhúsið. Ekki síst vegna þess að aðkoma og viðbrögð áhorfenda eru allt önnur, sem ræðst af forsendunum. Í götuleikhúsi er það stundum þannig að áhorfendur eiga ekki von á þér þegar á götuna er komið en þeir sem fara í leikhús undirgangast með því ákveðinn sáttmála og vita nokkurn veginn við hverju er að búast. Að auki fær maður að ferðast og sjá heiminn með götuleikhúsi. Skoða ólíkar borgir og kynnast ólíkri menningu,“ segir Hester og brosir. Hún bætir við að þetta feli í sér að götuleikhúsið sé í eðli sínu mun gagnvirkara. „Viðbrögðin leika svo stóran þátt í götuleikhúsi og það er einmitt það sem heillar mig við formið.“Hester Melief hefur götuleikhúsið í blóðinu.Marika MiniatiRisaeðlur á ís Sýningin sem Close-Act Theater mætir með á Listahátíð í Reykjavík kallast Saurus. Sýningin felur það í sér að risaeðlur streyma um göturnar ásamt tón- og fjöllistamönnum svo úr verður mikið sjónarspil. Aðspurð um ástæðu þess að hópurinn hafi ákveðið að búa til sýningu þar sem risaeðlur eru í forgrunni segir Hester að það hafi lengi blundað í þeim að skapa eitthvað forsögulegt. „Það sem er svo það allra skemmtilegasta við þessa sýningu er hversu mikil en um leið fjölbreytt viðbrögð við fáum frá áhorfendum. Sérstaklega virðist þetta höfða til krakka því þetta kveikir hjá þeim fróðleiksþorsta um risaeðlurnar og náttúruna. Þau taka hann með sér heim og koma svo aftur á sýninguna og hafa þá mótað sér skoðanir. Stundum verða þau pínulítið hrædd vegna þess að risaeðlurnar okkar bera ekki sinn rétta lit heldur eru gráar og silfraðar sem gefur það til kynna að þær hafi tapað húðinni. En það sjá þó allir fljótt að það er ekkert að óttast enda eru þetta ljúfar og góðar grænmetisætur. Þannig að við erum afskaplega ánægð með að hafa skapað þessa sýningu enda höfum við fengið ákaflega jákvæð viðbrögð víða um heim.“ Hester Melief segir að útgáfan af sýningunni sem þau koma með til Íslands sé í raun sett upp sem skrúðganga.„Það er fjöldi fólks sem kemur að einni svona sýningu og það er dýrt að ferðast með þetta á milli landa þannig að við reynum að vera með misviðamiklar útfærslur í gangi. Ég er reyndar orðin mjög spennt fyrir því að koma til Íslands og hef verið að velta því fyrir mér hvort risaeðlurnar mínar þurfa þá að ganga á ís,“ segir Hester og hlær en bætir við: „Við gerðum það nefnilega einu sinni en það var í Noregi að vetrarlagi. Þá tókum við með okkur sérstakar stultur sem eru með broddum og það gekk bara alveg ljómandi vel. Risaeðlum á ís var vel tekið í Noregi.“Ólíkir menningarheimar Aðspurð hvort það sé mikill munur á viðtökum eftir því hvar leikhópurinn er staddur í heiminum segir Hester að það sé alveg óhætt að segja það. „Það er ótrúlega mikill munur. Þegar við förum og sýnum í Suður-Ameríku þá eru viðbrögðin gríðarleg. Fólkið verður alveg galið og lifir sig inn í þetta, dansar, hrópar og kallar. En í Asíulöndum á borð við Kína þá stendur fólk og klappar kurteislega og óneitanlega hvarflar að manni að því líki bara hreint ekki við sýninguna. En svo eftir sýninguna kemur fólk og þakkar þúsund sinnum fyrir og lýsir því hvað þetta hafi verið gaman. En það er alltaf gaman að fá viðbrögðin og líka skemmtilegt hversu ólík þau eru.“ En á hverju áttu þá von fyrir sýninguna á Íslandi á laugardaginn? „Ég á auðvitað í fyrsta lagi von á því að það verði sólskin og fallegt veður,“ svarar Hester og hlær. „En þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands þannig að það verður bara að koma í ljós hvernig Íslendingar taka okkur. Það eina sem ég veit er að við hlökkum gríðarlega mikið til því þetta verður alveg rosalega gaman.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira