Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 15:05 Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún. Vísir/Vilhelm „Þetta var náttúrlega bara ömurleg aðkoma,“ segir Óli Jóhann Daníelsson en brotist var inn í skartgripabúð hans Gullsmiðja Óla í Hamraborg í Kópavogi í nótt. Óli fékk símtal frá Securitas rétt rúmlega fjögur í nótt þar sem honum er tilkynnt að brotist hafi verið inn. Þegar hann mætir á vettvang nokkrum mínútum sér hann að innbrotsþjófarnir höfðu brotið tvær rúður og farið inn þar sem þeir brutu allt og brömluðu með kúbeini. „Þeir brutu útsetningarskápa, turna og afgreiðsluborð. Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ segir Óli.Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þeim gripum sem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki.Vísir/VilhelmHann segir þjófana hafa gripið skartgripabakka og fleygt þeim í töskur áður en þeir forðuðu sér út eftir að hafa verið inni í versluninni í nokkrar mínútur.Sex innbrot á 25 árum Gullsmiðja Óla verðu 25 ára gömul þegar kvennafrídagurinn gengur í garð nítjánda júní næstkomandi. Óli hefur rekið verslunina ásamt eiginkonu sinni Eygló Sif Steinþórsdóttur og hafa dætur hans Eygló Mjöll, Hanna Rún og Unnur Kristín aðstoðað þau.Atgangurinn hefur verið mikill.Vísir/VilhelmÁ þessum 25 árum hefur sex sinnum verið brotist inn í verslunina en Óli segir innbrotið í nótt minna sig á þegar Rúmeni braust inn í fjórar skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu árið 2000, þar á meðal verslunina hans Óla. Hlaut maðurinn dóm og sat inni. „Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli.Óli segist þakka fyrir að um fyrirtæki sé að ræða en ekki heimili, þó málið sé ömurlegt.Vísir/VilhelmMikið tjón Hann segir heildarverð skartgripanna sem var stolið nema einhverjum milljónum væntanlega. Þá eru innréttingar ónýtir og margt sem á eftir að fara í gegnum. Til dæmis skartgripi sem þjófarnir tóku ekki en skemmdust í hamaganginum þegar þeir brutu glerskápa þannig að glerbrotum rigndi yfir skartgripina. Óli er gullsmiður og einnig dóttir hans Unnur Kristín en þau hafa tekið að sér að sérsmíða skartgripi fyrir viðskiptavina ásamt því að sinna viðgerðum.Þjófarnir brutu tvær rúður til að komast inn í verslunina í nótt.Vísir/VilhelmÓmetanlegir hlutir í peningaskáp Hann segir gripir sem þau gera við hafi oft mikið tilfinningalegt gildi fyrir viðskiptavinina og sé í raun ekki hægt að bæta þá ef þeim yrði stolið. Hann segir alla slíka gripi geymda inni í læstum peningaskáp í versluninni. „Það er allt lokað og læst inni á góðum stað og það fer enginn þangað inn. Maður er alltaf hræddastur við það en þegar maður sér að það er allt í lagi þá er þungu fargi af manni létt, því hitt eru dauðir hlutir,“ segir Óli og tekur fram að þau hafi aldrei glatað slíkum hlutum í öllum þessum innbrotum. Hann segir reksturinn halda áfram og ganga sinn vanagang þrátt fyrir þetta innbrot. „Það er til dæmis viðskiptavinur að bíða eftir mér á meðan ég tala við þig,“ segir Óli. „Við erum með fullt af verkefnum sem við þurfum að klára og afhenda á morgun, til dæmis fyrir brúðkaup. Þannig að það verður bara unnið í nótt.“ Tengdar fréttir Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
„Þetta var náttúrlega bara ömurleg aðkoma,“ segir Óli Jóhann Daníelsson en brotist var inn í skartgripabúð hans Gullsmiðja Óla í Hamraborg í Kópavogi í nótt. Óli fékk símtal frá Securitas rétt rúmlega fjögur í nótt þar sem honum er tilkynnt að brotist hafi verið inn. Þegar hann mætir á vettvang nokkrum mínútum sér hann að innbrotsþjófarnir höfðu brotið tvær rúður og farið inn þar sem þeir brutu allt og brömluðu með kúbeini. „Þeir brutu útsetningarskápa, turna og afgreiðsluborð. Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ segir Óli.Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þeim gripum sem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki.Vísir/VilhelmHann segir þjófana hafa gripið skartgripabakka og fleygt þeim í töskur áður en þeir forðuðu sér út eftir að hafa verið inni í versluninni í nokkrar mínútur.Sex innbrot á 25 árum Gullsmiðja Óla verðu 25 ára gömul þegar kvennafrídagurinn gengur í garð nítjánda júní næstkomandi. Óli hefur rekið verslunina ásamt eiginkonu sinni Eygló Sif Steinþórsdóttur og hafa dætur hans Eygló Mjöll, Hanna Rún og Unnur Kristín aðstoðað þau.Atgangurinn hefur verið mikill.Vísir/VilhelmÁ þessum 25 árum hefur sex sinnum verið brotist inn í verslunina en Óli segir innbrotið í nótt minna sig á þegar Rúmeni braust inn í fjórar skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu árið 2000, þar á meðal verslunina hans Óla. Hlaut maðurinn dóm og sat inni. „Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli.Óli segist þakka fyrir að um fyrirtæki sé að ræða en ekki heimili, þó málið sé ömurlegt.Vísir/VilhelmMikið tjón Hann segir heildarverð skartgripanna sem var stolið nema einhverjum milljónum væntanlega. Þá eru innréttingar ónýtir og margt sem á eftir að fara í gegnum. Til dæmis skartgripi sem þjófarnir tóku ekki en skemmdust í hamaganginum þegar þeir brutu glerskápa þannig að glerbrotum rigndi yfir skartgripina. Óli er gullsmiður og einnig dóttir hans Unnur Kristín en þau hafa tekið að sér að sérsmíða skartgripi fyrir viðskiptavina ásamt því að sinna viðgerðum.Þjófarnir brutu tvær rúður til að komast inn í verslunina í nótt.Vísir/VilhelmÓmetanlegir hlutir í peningaskáp Hann segir gripir sem þau gera við hafi oft mikið tilfinningalegt gildi fyrir viðskiptavinina og sé í raun ekki hægt að bæta þá ef þeim yrði stolið. Hann segir alla slíka gripi geymda inni í læstum peningaskáp í versluninni. „Það er allt lokað og læst inni á góðum stað og það fer enginn þangað inn. Maður er alltaf hræddastur við það en þegar maður sér að það er allt í lagi þá er þungu fargi af manni létt, því hitt eru dauðir hlutir,“ segir Óli og tekur fram að þau hafi aldrei glatað slíkum hlutum í öllum þessum innbrotum. Hann segir reksturinn halda áfram og ganga sinn vanagang þrátt fyrir þetta innbrot. „Það er til dæmis viðskiptavinur að bíða eftir mér á meðan ég tala við þig,“ segir Óli. „Við erum með fullt af verkefnum sem við þurfum að klára og afhenda á morgun, til dæmis fyrir brúðkaup. Þannig að það verður bara unnið í nótt.“
Tengdar fréttir Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“