Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 15:05 Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún. Vísir/Vilhelm „Þetta var náttúrlega bara ömurleg aðkoma,“ segir Óli Jóhann Daníelsson en brotist var inn í skartgripabúð hans Gullsmiðja Óla í Hamraborg í Kópavogi í nótt. Óli fékk símtal frá Securitas rétt rúmlega fjögur í nótt þar sem honum er tilkynnt að brotist hafi verið inn. Þegar hann mætir á vettvang nokkrum mínútum sér hann að innbrotsþjófarnir höfðu brotið tvær rúður og farið inn þar sem þeir brutu allt og brömluðu með kúbeini. „Þeir brutu útsetningarskápa, turna og afgreiðsluborð. Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ segir Óli.Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þeim gripum sem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki.Vísir/VilhelmHann segir þjófana hafa gripið skartgripabakka og fleygt þeim í töskur áður en þeir forðuðu sér út eftir að hafa verið inni í versluninni í nokkrar mínútur.Sex innbrot á 25 árum Gullsmiðja Óla verðu 25 ára gömul þegar kvennafrídagurinn gengur í garð nítjánda júní næstkomandi. Óli hefur rekið verslunina ásamt eiginkonu sinni Eygló Sif Steinþórsdóttur og hafa dætur hans Eygló Mjöll, Hanna Rún og Unnur Kristín aðstoðað þau.Atgangurinn hefur verið mikill.Vísir/VilhelmÁ þessum 25 árum hefur sex sinnum verið brotist inn í verslunina en Óli segir innbrotið í nótt minna sig á þegar Rúmeni braust inn í fjórar skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu árið 2000, þar á meðal verslunina hans Óla. Hlaut maðurinn dóm og sat inni. „Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli.Óli segist þakka fyrir að um fyrirtæki sé að ræða en ekki heimili, þó málið sé ömurlegt.Vísir/VilhelmMikið tjón Hann segir heildarverð skartgripanna sem var stolið nema einhverjum milljónum væntanlega. Þá eru innréttingar ónýtir og margt sem á eftir að fara í gegnum. Til dæmis skartgripi sem þjófarnir tóku ekki en skemmdust í hamaganginum þegar þeir brutu glerskápa þannig að glerbrotum rigndi yfir skartgripina. Óli er gullsmiður og einnig dóttir hans Unnur Kristín en þau hafa tekið að sér að sérsmíða skartgripi fyrir viðskiptavina ásamt því að sinna viðgerðum.Þjófarnir brutu tvær rúður til að komast inn í verslunina í nótt.Vísir/VilhelmÓmetanlegir hlutir í peningaskáp Hann segir gripir sem þau gera við hafi oft mikið tilfinningalegt gildi fyrir viðskiptavinina og sé í raun ekki hægt að bæta þá ef þeim yrði stolið. Hann segir alla slíka gripi geymda inni í læstum peningaskáp í versluninni. „Það er allt lokað og læst inni á góðum stað og það fer enginn þangað inn. Maður er alltaf hræddastur við það en þegar maður sér að það er allt í lagi þá er þungu fargi af manni létt, því hitt eru dauðir hlutir,“ segir Óli og tekur fram að þau hafi aldrei glatað slíkum hlutum í öllum þessum innbrotum. Hann segir reksturinn halda áfram og ganga sinn vanagang þrátt fyrir þetta innbrot. „Það er til dæmis viðskiptavinur að bíða eftir mér á meðan ég tala við þig,“ segir Óli. „Við erum með fullt af verkefnum sem við þurfum að klára og afhenda á morgun, til dæmis fyrir brúðkaup. Þannig að það verður bara unnið í nótt.“ Tengdar fréttir Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þetta var náttúrlega bara ömurleg aðkoma,“ segir Óli Jóhann Daníelsson en brotist var inn í skartgripabúð hans Gullsmiðja Óla í Hamraborg í Kópavogi í nótt. Óli fékk símtal frá Securitas rétt rúmlega fjögur í nótt þar sem honum er tilkynnt að brotist hafi verið inn. Þegar hann mætir á vettvang nokkrum mínútum sér hann að innbrotsþjófarnir höfðu brotið tvær rúður og farið inn þar sem þeir brutu allt og brömluðu með kúbeini. „Þeir brutu útsetningarskápa, turna og afgreiðsluborð. Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ segir Óli.Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þeim gripum sem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki.Vísir/VilhelmHann segir þjófana hafa gripið skartgripabakka og fleygt þeim í töskur áður en þeir forðuðu sér út eftir að hafa verið inni í versluninni í nokkrar mínútur.Sex innbrot á 25 árum Gullsmiðja Óla verðu 25 ára gömul þegar kvennafrídagurinn gengur í garð nítjánda júní næstkomandi. Óli hefur rekið verslunina ásamt eiginkonu sinni Eygló Sif Steinþórsdóttur og hafa dætur hans Eygló Mjöll, Hanna Rún og Unnur Kristín aðstoðað þau.Atgangurinn hefur verið mikill.Vísir/VilhelmÁ þessum 25 árum hefur sex sinnum verið brotist inn í verslunina en Óli segir innbrotið í nótt minna sig á þegar Rúmeni braust inn í fjórar skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu árið 2000, þar á meðal verslunina hans Óla. Hlaut maðurinn dóm og sat inni. „Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli.Óli segist þakka fyrir að um fyrirtæki sé að ræða en ekki heimili, þó málið sé ömurlegt.Vísir/VilhelmMikið tjón Hann segir heildarverð skartgripanna sem var stolið nema einhverjum milljónum væntanlega. Þá eru innréttingar ónýtir og margt sem á eftir að fara í gegnum. Til dæmis skartgripi sem þjófarnir tóku ekki en skemmdust í hamaganginum þegar þeir brutu glerskápa þannig að glerbrotum rigndi yfir skartgripina. Óli er gullsmiður og einnig dóttir hans Unnur Kristín en þau hafa tekið að sér að sérsmíða skartgripi fyrir viðskiptavina ásamt því að sinna viðgerðum.Þjófarnir brutu tvær rúður til að komast inn í verslunina í nótt.Vísir/VilhelmÓmetanlegir hlutir í peningaskáp Hann segir gripir sem þau gera við hafi oft mikið tilfinningalegt gildi fyrir viðskiptavinina og sé í raun ekki hægt að bæta þá ef þeim yrði stolið. Hann segir alla slíka gripi geymda inni í læstum peningaskáp í versluninni. „Það er allt lokað og læst inni á góðum stað og það fer enginn þangað inn. Maður er alltaf hræddastur við það en þegar maður sér að það er allt í lagi þá er þungu fargi af manni létt, því hitt eru dauðir hlutir,“ segir Óli og tekur fram að þau hafi aldrei glatað slíkum hlutum í öllum þessum innbrotum. Hann segir reksturinn halda áfram og ganga sinn vanagang þrátt fyrir þetta innbrot. „Það er til dæmis viðskiptavinur að bíða eftir mér á meðan ég tala við þig,“ segir Óli. „Við erum með fullt af verkefnum sem við þurfum að klára og afhenda á morgun, til dæmis fyrir brúðkaup. Þannig að það verður bara unnið í nótt.“
Tengdar fréttir Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22