Vesturbæingar þreyttir á ofsaakstri með pitsur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2018 06:00 „Það er sko kominn tími til að stoppa þetta áhættuatriði,“ segir í Facebook-hópnum Vesturbærinn um aksturslag Domino's-bíla. Vísir/eyþór Meðlimir Facebook-hópsins Vesturbærinn eru ósáttir við aksturslag pitsusendla Domino’s. „Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum,“ skrifar Björn Þór Jóhannsson sem hóf umræðuna. „Oft ég hef, bæði sem gangandi vegfarandi og akandi, lent í hér um bil í slysi þar sem gáleysi sendlanna er algjört!“ Margir taka síðan þátt í umræðunni. Einn segir ástandið hafa lagast. „En inn á milli sér maður þetta því miður viðgangast enn þá.“ Annar segir pitsusendlana ítrekað hafa ekið á móti umferð á Víðimel. „Sendi inn ábendingu og hef ekki séð þetta síðan.“ Flestir segja sögur af hraðakstri. „Þeir keyra svo hratt að mér stendur hreint ekki á sama með mína tvo þriggja og fjögurra ára,“ skrifar einn. „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ upplýsir annar. En einn rifjar upp þegar hann stoppaði fyrir ketti á Hjarðarhaga. „Þá snarhentist fram úr mér á móti umferð Dominosbíllinn sem hafði verið fyrir aftan mig og nærri flatti út köttinn.“ Einn bendir á að hægt sé að koma boðum til Domino’s. „Veit fyrir víst að þeir taka þessi mál mjög alvarlega,“ segir sá og undir það tekur Egill Þorsteinsson, starfsmaður Domino’s.Brunað með bökur.Vísir/eyþór„Og að sjálfsögðu vinnum við statt og stöðugt í því að reyna að koma í veg fyrir glæfraakstur. Við verðum að treysta okkar starfsfólki en auðvitað getum við ekki fylgst með öllum bílunum okkar sem eru á götunum í einu og öllu,“ segir Egill. Þá undirstrikar Egill að fyrirmæli til bílstjóranna séu þau að virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. „Okkar mottó hefur verið að koma því til okkar starfsmanna að við flýtum okkur inn og út úr bílunum en ekki meðan við erum inni í þeim – en auðvitað eru svartir sauðir í öllu fé,“ segir hann. Ef gripið er aftur niður í Facebook-umræðuna má sjá að fólk hefur áhyggjur af börnum. Til dæmis kona sem var að ganga yfir Framnesveg með son sinn. „Ég rétt næ að stoppa en þá þaut Dominosbíll fram hjá okkur og bílstjórinn var að horfa á símann sinn. Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var næstum því búinn að keyra yfir okkur,“ skrifar móðir. „Maður bíður með öndina í hálsinum að heyra að þeir hafi keyrt yfir barn,“ segir annar. „Var einmitt með dóttur mína í æfingaakstri í fyrrakvöld og sá ástæðu til að ræða við hana sérstaklega um hættuna af Dominos sendlum í umferðinni,“ segir enn annar, í öðru innleggi. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Meðlimir Facebook-hópsins Vesturbærinn eru ósáttir við aksturslag pitsusendla Domino’s. „Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum,“ skrifar Björn Þór Jóhannsson sem hóf umræðuna. „Oft ég hef, bæði sem gangandi vegfarandi og akandi, lent í hér um bil í slysi þar sem gáleysi sendlanna er algjört!“ Margir taka síðan þátt í umræðunni. Einn segir ástandið hafa lagast. „En inn á milli sér maður þetta því miður viðgangast enn þá.“ Annar segir pitsusendlana ítrekað hafa ekið á móti umferð á Víðimel. „Sendi inn ábendingu og hef ekki séð þetta síðan.“ Flestir segja sögur af hraðakstri. „Þeir keyra svo hratt að mér stendur hreint ekki á sama með mína tvo þriggja og fjögurra ára,“ skrifar einn. „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ upplýsir annar. En einn rifjar upp þegar hann stoppaði fyrir ketti á Hjarðarhaga. „Þá snarhentist fram úr mér á móti umferð Dominosbíllinn sem hafði verið fyrir aftan mig og nærri flatti út köttinn.“ Einn bendir á að hægt sé að koma boðum til Domino’s. „Veit fyrir víst að þeir taka þessi mál mjög alvarlega,“ segir sá og undir það tekur Egill Þorsteinsson, starfsmaður Domino’s.Brunað með bökur.Vísir/eyþór„Og að sjálfsögðu vinnum við statt og stöðugt í því að reyna að koma í veg fyrir glæfraakstur. Við verðum að treysta okkar starfsfólki en auðvitað getum við ekki fylgst með öllum bílunum okkar sem eru á götunum í einu og öllu,“ segir Egill. Þá undirstrikar Egill að fyrirmæli til bílstjóranna séu þau að virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. „Okkar mottó hefur verið að koma því til okkar starfsmanna að við flýtum okkur inn og út úr bílunum en ekki meðan við erum inni í þeim – en auðvitað eru svartir sauðir í öllu fé,“ segir hann. Ef gripið er aftur niður í Facebook-umræðuna má sjá að fólk hefur áhyggjur af börnum. Til dæmis kona sem var að ganga yfir Framnesveg með son sinn. „Ég rétt næ að stoppa en þá þaut Dominosbíll fram hjá okkur og bílstjórinn var að horfa á símann sinn. Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var næstum því búinn að keyra yfir okkur,“ skrifar móðir. „Maður bíður með öndina í hálsinum að heyra að þeir hafi keyrt yfir barn,“ segir annar. „Var einmitt með dóttur mína í æfingaakstri í fyrrakvöld og sá ástæðu til að ræða við hana sérstaklega um hættuna af Dominos sendlum í umferðinni,“ segir enn annar, í öðru innleggi.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira