Krefjandi verkefni bíða með minni frjósemi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Rúmlega fjögur þúsund börn fæddust á Íslandi á síðasta ári. Frjósemi fer á sama tíma minnkandi. Vísir/Getty Frjósemi kvenna á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Frjósemin er hins vegar enn með því mesta sem þekkist í Evrópu. Prófessor í félagsfræði segir að það verði athyglisvert að sjá hvernig hagkerfi sem byggist á vexti muni takast á við þessar breytingar. 4.071 barn fæddist hér á landi í fyrra sem er fjölgun frá árinu 2016. Frjósemi var hins vegar 1,71 barn á ævi hverrar konu samanborið við 1,75 barn á ævi hverrar konu árið á undan. Sú tala hefur aldrei mælst lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið um tvö börn á ævi hverrar konu en áætlað er að um 2,1 barn á ævi hverrar konu þurfi til að viðhalda fólksfjölda. „Fæðingartíðni eins og hún er mæld sem lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hefur verið sögulega lág á Íslandi frá árinu 1983 en á sama tíma hefur þessi tíðni verið há í evrópsku samhengi. Þannig hefði síðustu ár mátt glíma á sama tíma við spurninguna af hverju tíðnin var svona há í samanburði við flestöll önnur Evrópulönd og af hverju hún var svona lág í sögulegu íslensku ljósi,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt samhliða þróuninni. Um miðja síðustu öld og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en hefur nú hækkað upp í 27,8 ár. Það er þó enn undir meðaltali Evrópuríkja. „Lækkun fæðingartíðni frá 4,3 börnum árið 1960 í 2,1 barn árið 1983 hefur þegar haft mikil áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar eins og birtist í mannfjöldapíramída. Hlutfallsleg fjölgun eldri borgara síðustu ár, þróun sem er einnig fyrirsjáanleg næstu áratugi, er fyrst og fremst vegna lækkandi fæðingartíðni síðustu ára en mun minna vegna hækkandi meðalaldurs við fæðingu eða lífslíka fólks,“ segir Stefán Hrafn.Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði.Stefán segir margar leiðir færar til að bera saman fjölda fæðinga á milli landa og yfir tíma. Sú sem hefur gefið besta raun er lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Sú mælir þó ekki aðeins líffræðilega getu til barneigna heldur einnig viljann til þess. Gallinn þar kemur fram þegar fólk ákveður að fresta barneignum. „Þegar fólk hættir að fresta barneignum þá mun fæðingartíðnin hækka aftur. Þannig breyting hefur sést í mörgum Evrópulöndum að fæðingartíðnin er farin að hækka aftur eftir að hafa verið lág í áratugi. Íslendingar eru í raun mörgum árum á eftir mörgum öðrum Evrópulöndum að sjá þessar breytingar,“ segir Stefán. Það muni hafa afleiðingar í menntakerfinu og síðar hafa áhrif á fjölda þeirra sem starfa á vinnumarkaði. Hlutfallsleg aldursdreifing mun einnig breytast og mun hærra hlutfall eldri borgara verða áskorun fyrir stjórnvöld og hagkerfið í heild. „Það verður áhugavert að vita hvernig hagkerfi sem byggir á vexti mun takast á við þessar breytingar. Mannfækkun er samt ekki fyrirsjáanleg á næstu áratugum af ýmsum lýðfræðilegum ástæðum, meðal annars í ljósi búferlaflutninga. Næsta eðlilega spurning felst í því hvort og þá hversu vel Íslendingar eru í stakk búnir til að mæta þessum breytingum með því að auka við fjölda innflytjenda,“ segir Stefán. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Frjósemi kvenna á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Frjósemin er hins vegar enn með því mesta sem þekkist í Evrópu. Prófessor í félagsfræði segir að það verði athyglisvert að sjá hvernig hagkerfi sem byggist á vexti muni takast á við þessar breytingar. 4.071 barn fæddist hér á landi í fyrra sem er fjölgun frá árinu 2016. Frjósemi var hins vegar 1,71 barn á ævi hverrar konu samanborið við 1,75 barn á ævi hverrar konu árið á undan. Sú tala hefur aldrei mælst lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið um tvö börn á ævi hverrar konu en áætlað er að um 2,1 barn á ævi hverrar konu þurfi til að viðhalda fólksfjölda. „Fæðingartíðni eins og hún er mæld sem lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hefur verið sögulega lág á Íslandi frá árinu 1983 en á sama tíma hefur þessi tíðni verið há í evrópsku samhengi. Þannig hefði síðustu ár mátt glíma á sama tíma við spurninguna af hverju tíðnin var svona há í samanburði við flestöll önnur Evrópulönd og af hverju hún var svona lág í sögulegu íslensku ljósi,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt samhliða þróuninni. Um miðja síðustu öld og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en hefur nú hækkað upp í 27,8 ár. Það er þó enn undir meðaltali Evrópuríkja. „Lækkun fæðingartíðni frá 4,3 börnum árið 1960 í 2,1 barn árið 1983 hefur þegar haft mikil áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar eins og birtist í mannfjöldapíramída. Hlutfallsleg fjölgun eldri borgara síðustu ár, þróun sem er einnig fyrirsjáanleg næstu áratugi, er fyrst og fremst vegna lækkandi fæðingartíðni síðustu ára en mun minna vegna hækkandi meðalaldurs við fæðingu eða lífslíka fólks,“ segir Stefán Hrafn.Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði.Stefán segir margar leiðir færar til að bera saman fjölda fæðinga á milli landa og yfir tíma. Sú sem hefur gefið besta raun er lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Sú mælir þó ekki aðeins líffræðilega getu til barneigna heldur einnig viljann til þess. Gallinn þar kemur fram þegar fólk ákveður að fresta barneignum. „Þegar fólk hættir að fresta barneignum þá mun fæðingartíðnin hækka aftur. Þannig breyting hefur sést í mörgum Evrópulöndum að fæðingartíðnin er farin að hækka aftur eftir að hafa verið lág í áratugi. Íslendingar eru í raun mörgum árum á eftir mörgum öðrum Evrópulöndum að sjá þessar breytingar,“ segir Stefán. Það muni hafa afleiðingar í menntakerfinu og síðar hafa áhrif á fjölda þeirra sem starfa á vinnumarkaði. Hlutfallsleg aldursdreifing mun einnig breytast og mun hærra hlutfall eldri borgara verða áskorun fyrir stjórnvöld og hagkerfið í heild. „Það verður áhugavert að vita hvernig hagkerfi sem byggir á vexti mun takast á við þessar breytingar. Mannfækkun er samt ekki fyrirsjáanleg á næstu áratugum af ýmsum lýðfræðilegum ástæðum, meðal annars í ljósi búferlaflutninga. Næsta eðlilega spurning felst í því hvort og þá hversu vel Íslendingar eru í stakk búnir til að mæta þessum breytingum með því að auka við fjölda innflytjenda,“ segir Stefán.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44