JóiPé og Króli „handteknir“ á Blönduósi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 18:45 JóiPé og Króli hitta hér Emmsjé Gauta eftir að löggan var búin að stoppa þá. Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn. Í gærkvöldi var komið að tónleikum á Blönduósi en þar komu þeir JóiPé og Króli fram með Gauta, þrátt fyrir að hann hefði „handtekið“ þá fyrr um daginn. „Allir bæir eru þekktir fyrir eitthvað eitt og það sem Blönduós er lang þekktastur fyrir er lögreglan á svæðinu. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að kíkja á strákana á stöðinni. Höskuldur varðstjóri dressaði mig upp í búning og sendi mig út á þjóðveg eitt. Það var gaman að fá að fylgjast með þeim og taka þátt í alvöru steak out-i. Það var síðan heiður að fá að taka þátt í líklegast fyrstu og síðustu handtöku á JóaPé og Króla,“ segir Gauti sem var búinn að vera í sambandi við Henný sem var að skutla JóaPé og Króla norður. „Hún vissi að við ætluðum að láta stoppa bílinn. En þrátt fyrir það fór hún í kerfi þegar hún var stoppuð og Höskuldur varðstjóri fór að spyrja hvort hún væri undir áhrifum. Ef öll Blönduósarlöggan er eins og þeir Höskuldur og Svanur sem við tókum vaktina með, þá hefur einhver verið að ljúga að mér í öll þessi ár að löggan á Blönduósi sé eitthvað rugluð. Þeir voru þvílíkt hressir og liðlegir,“ segir Gauti. Hann segir giggið um kvöldið í félagsheimilinu á Blönduósi síðan hafa verið frábært. „Ég hef aldrei spilað hérna áður og húsið er ógeðslega skemmtilegt. Við ætluðum síðan að tjalda á tjaldsvæðinu um kvöldið en Björn Valur neitaði að sofa utandyra svo við enduðum á að tjalda á sviðinu á sýningarsal félagsheimilisinsi. Það gaf okkur smá svona tilfinningu eins og við værum allavega smá útivistartýpur.“ Gauti segir að mestu vonbrigði dagsins hafi verið þau að hann þurfti að skila lögregluskyrtunni eftir tökur. „Ég var farinn að kunna vel við mig í henni. Ef einhverju lögregluumdæmi vantar mann í afleysingar þá er ég klár. Ég get bara alls ekki lofað því að ég muni festast á einhverju power trippi.Næst eru það æskuslóðir Úlfur Úlfur, Sauðárkrókur, þar sem þeir ætla að vera með okkur um kvöldið. Hlökkum til að sjá alla þar og við lofum rugluðu kvöldi. Keli kemur endurnærður og úthvíldur úr grínpásunni sinni,“ segir Gauti en tónleikarnir á Sauðárkróki eru í kvöld. Blönduós Tengdar fréttir Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15 Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30 Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn. Í gærkvöldi var komið að tónleikum á Blönduósi en þar komu þeir JóiPé og Króli fram með Gauta, þrátt fyrir að hann hefði „handtekið“ þá fyrr um daginn. „Allir bæir eru þekktir fyrir eitthvað eitt og það sem Blönduós er lang þekktastur fyrir er lögreglan á svæðinu. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að kíkja á strákana á stöðinni. Höskuldur varðstjóri dressaði mig upp í búning og sendi mig út á þjóðveg eitt. Það var gaman að fá að fylgjast með þeim og taka þátt í alvöru steak out-i. Það var síðan heiður að fá að taka þátt í líklegast fyrstu og síðustu handtöku á JóaPé og Króla,“ segir Gauti sem var búinn að vera í sambandi við Henný sem var að skutla JóaPé og Króla norður. „Hún vissi að við ætluðum að láta stoppa bílinn. En þrátt fyrir það fór hún í kerfi þegar hún var stoppuð og Höskuldur varðstjóri fór að spyrja hvort hún væri undir áhrifum. Ef öll Blönduósarlöggan er eins og þeir Höskuldur og Svanur sem við tókum vaktina með, þá hefur einhver verið að ljúga að mér í öll þessi ár að löggan á Blönduósi sé eitthvað rugluð. Þeir voru þvílíkt hressir og liðlegir,“ segir Gauti. Hann segir giggið um kvöldið í félagsheimilinu á Blönduósi síðan hafa verið frábært. „Ég hef aldrei spilað hérna áður og húsið er ógeðslega skemmtilegt. Við ætluðum síðan að tjalda á tjaldsvæðinu um kvöldið en Björn Valur neitaði að sofa utandyra svo við enduðum á að tjalda á sviðinu á sýningarsal félagsheimilisinsi. Það gaf okkur smá svona tilfinningu eins og við værum allavega smá útivistartýpur.“ Gauti segir að mestu vonbrigði dagsins hafi verið þau að hann þurfti að skila lögregluskyrtunni eftir tökur. „Ég var farinn að kunna vel við mig í henni. Ef einhverju lögregluumdæmi vantar mann í afleysingar þá er ég klár. Ég get bara alls ekki lofað því að ég muni festast á einhverju power trippi.Næst eru það æskuslóðir Úlfur Úlfur, Sauðárkrókur, þar sem þeir ætla að vera með okkur um kvöldið. Hlökkum til að sjá alla þar og við lofum rugluðu kvöldi. Keli kemur endurnærður og úthvíldur úr grínpásunni sinni,“ segir Gauti en tónleikarnir á Sauðárkróki eru í kvöld.
Blönduós Tengdar fréttir Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15 Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30 Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15
Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30
Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53