Rocky Horror heldur áfram í haust Benedikt Bóas skrifar 7. júní 2018 06:00 Hópurinn að baki Rocky Horror skemmti landsmönnum og gestum Grímuhátíðarinnar í gær en sýningin var tilnefnd til tvennra verðlauna. Meðal annars Páll Óskar í hlutverki sínu sem Frank-N-Furter. Vísir/sigtryggur „Það er búið að vera uppselt og sýningin átti að vera númer 49. Við vorum að ákveða að halda áfram og hún verður sýnd 8. september. Það er mikill áhugi og við erum ánægð með að geta haldið áfram,“ segir Vignir Egill Vigfússon, markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Fella þurfti niður sýningu á Rocky Horror í gær vegna veikinda og verður síðasta sýning þann 10. júní. Þá fara leikarar í sumarfrí frá sýningunni en þráðurinn verður tekinn upp aftur í september. Sýningin fékk tvær tilnefningar á Grímunni, Páll Óskar sem söngvari ársins og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikkona í aukahlutverki. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi en forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar forðum daga þegar um 4.500 miðar seldust á einum sólarhring. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með hlutverk Frank-N-Furter í sýningunni eins og hann gerði síðast fyrir um 27 árum í uppfærslu MH á verkinu. Baksviðs er oft mikill handagangur í öskjunni og að mörgu að hyggja. Hér er Páll Óskar í sminkstólnum að gera sig kláran. Vísir/AntonAuk hans eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem er sögumaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss. Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal leikstjóri, Jón Ólafsson tónlistarstjóri, Lee Proud danshönnuður, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir, búninga- og leikgervahönnuður, og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnuður. Það er því einvalalið sem stendur á sviðinu og einnig þau sem eru baksviðs. „Þetta fer í 53 sýningar og verður byrjað aftur í september og mikil spenna fyrir því. Ég veit að leikararnir eru spenntir fyrir að gera þetta áfram. Það er gaman að sýna þetta og Páll Óskar verður með. Þetta gerist ekki án hans,“ segir Vignir kátur þrátt fyrir að hafa þurft að fella niður sýningu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
„Það er búið að vera uppselt og sýningin átti að vera númer 49. Við vorum að ákveða að halda áfram og hún verður sýnd 8. september. Það er mikill áhugi og við erum ánægð með að geta haldið áfram,“ segir Vignir Egill Vigfússon, markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Fella þurfti niður sýningu á Rocky Horror í gær vegna veikinda og verður síðasta sýning þann 10. júní. Þá fara leikarar í sumarfrí frá sýningunni en þráðurinn verður tekinn upp aftur í september. Sýningin fékk tvær tilnefningar á Grímunni, Páll Óskar sem söngvari ársins og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikkona í aukahlutverki. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi en forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar forðum daga þegar um 4.500 miðar seldust á einum sólarhring. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með hlutverk Frank-N-Furter í sýningunni eins og hann gerði síðast fyrir um 27 árum í uppfærslu MH á verkinu. Baksviðs er oft mikill handagangur í öskjunni og að mörgu að hyggja. Hér er Páll Óskar í sminkstólnum að gera sig kláran. Vísir/AntonAuk hans eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem er sögumaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss. Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal leikstjóri, Jón Ólafsson tónlistarstjóri, Lee Proud danshönnuður, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir, búninga- og leikgervahönnuður, og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnuður. Það er því einvalalið sem stendur á sviðinu og einnig þau sem eru baksviðs. „Þetta fer í 53 sýningar og verður byrjað aftur í september og mikil spenna fyrir því. Ég veit að leikararnir eru spenntir fyrir að gera þetta áfram. Það er gaman að sýna þetta og Páll Óskar verður með. Þetta gerist ekki án hans,“ segir Vignir kátur þrátt fyrir að hafa þurft að fella niður sýningu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30