Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júní 2018 18:30 Slakað var á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni í kjölfar efnahagshrunsins og hafa þau ekki verið hækkuð aftur. Verkfræðingur segir ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, ekki vera gott. Tildrög banaslysins á Vesturlandsvegi við Enni í fyrradag eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa en samkvæmt síðustu fréttum liggja tveir af þeim níu sem slösuðust í árekstrinum enn á gjörgæsludeild, einn á almennri deild og sex hafa verið útskrifaðir. Slysið í fyrradag var annað banaslysið á nánast sama stað á veginum á fimm mánuðum. Í kjölfar banaslyssins í janúar skapaðist mikil umræða um ástand vegarins um Kjalarnes og þá brýnu nauðsyn að tvöfalda veginn. Síðan þá hefur ekkert gerst. Kjöraðstæður voru þegar slysið varð. Þurrt, bjart og lítill vindur. Við rannsókn umferðarslysa er meðal annars horft til þessara þátta, ástand vegar og fleiri atriða. Að minnsta kosti sex ár síðan viðhaldsframkvæmdir voru gerðar á þessum vegarkafla og hafa íbúar á Kjalarnesi og Akranesi kvartað mikið undan ástandi hans. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru framlög til viðhalds vega og öryggisviðmið lækkuð vegna efnahagshrunsins 2009, þar með talið malbikunarframkvæmdir. Þessi viðmið hafa ekki verið hækkuð aftur. Fyrir hrun var horft til þess að hjólför í malbiki væru ekki dýpri er 35 mm, svo farið væri í viðhaldsframkvæmdir, en var hækkað er 50 mm vegna aðhalds í rekstri. Samkvæmt mælingum á vettvangi slyssins í fyrradag eru voru hjólförin í malbikinu nær 40 mm. Hjá nágrannaþjóð okkar Finnum er viðmiðið 15mm á hraðbrautum, svo farið sé í framkvæmdir.Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá VegagerðinniVísir/Stöð 2„Fyrst núna þegar við erum að fá aukið fjármagn í viðhald getum við farið að vinna markvisst í að útrýma þessum hjólförum,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Hvernig metið þið ástandið á þessum vegi eins og staðan er í dag? „Þær mælingar sem ég hafði voru þrír og hálfur sentimetri (35mm) sem er töluvert mikið og ástandið er ekki gott,“ segir Birkir. Farið verður í viðhaldsframkvæmdir á þessu stað eftir um tvær vikur en framtíðarlausn er þó í sjónmáli þar sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samþykkti í dag nýtt deiliskipulag um tvöföldun vegarins. Málið er nú komið í hendur Borgarráðs sem afgreiðir það svo áfram til Skipulagsstofnunnar sem heimilar framkvæmdir sem gætu hafist á næsta ári. Samgöngur Tengdar fréttir Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Slakað var á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni í kjölfar efnahagshrunsins og hafa þau ekki verið hækkuð aftur. Verkfræðingur segir ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, ekki vera gott. Tildrög banaslysins á Vesturlandsvegi við Enni í fyrradag eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa en samkvæmt síðustu fréttum liggja tveir af þeim níu sem slösuðust í árekstrinum enn á gjörgæsludeild, einn á almennri deild og sex hafa verið útskrifaðir. Slysið í fyrradag var annað banaslysið á nánast sama stað á veginum á fimm mánuðum. Í kjölfar banaslyssins í janúar skapaðist mikil umræða um ástand vegarins um Kjalarnes og þá brýnu nauðsyn að tvöfalda veginn. Síðan þá hefur ekkert gerst. Kjöraðstæður voru þegar slysið varð. Þurrt, bjart og lítill vindur. Við rannsókn umferðarslysa er meðal annars horft til þessara þátta, ástand vegar og fleiri atriða. Að minnsta kosti sex ár síðan viðhaldsframkvæmdir voru gerðar á þessum vegarkafla og hafa íbúar á Kjalarnesi og Akranesi kvartað mikið undan ástandi hans. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru framlög til viðhalds vega og öryggisviðmið lækkuð vegna efnahagshrunsins 2009, þar með talið malbikunarframkvæmdir. Þessi viðmið hafa ekki verið hækkuð aftur. Fyrir hrun var horft til þess að hjólför í malbiki væru ekki dýpri er 35 mm, svo farið væri í viðhaldsframkvæmdir, en var hækkað er 50 mm vegna aðhalds í rekstri. Samkvæmt mælingum á vettvangi slyssins í fyrradag eru voru hjólförin í malbikinu nær 40 mm. Hjá nágrannaþjóð okkar Finnum er viðmiðið 15mm á hraðbrautum, svo farið sé í framkvæmdir.Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá VegagerðinniVísir/Stöð 2„Fyrst núna þegar við erum að fá aukið fjármagn í viðhald getum við farið að vinna markvisst í að útrýma þessum hjólförum,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Hvernig metið þið ástandið á þessum vegi eins og staðan er í dag? „Þær mælingar sem ég hafði voru þrír og hálfur sentimetri (35mm) sem er töluvert mikið og ástandið er ekki gott,“ segir Birkir. Farið verður í viðhaldsframkvæmdir á þessu stað eftir um tvær vikur en framtíðarlausn er þó í sjónmáli þar sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samþykkti í dag nýtt deiliskipulag um tvöföldun vegarins. Málið er nú komið í hendur Borgarráðs sem afgreiðir það svo áfram til Skipulagsstofnunnar sem heimilar framkvæmdir sem gætu hafist á næsta ári.
Samgöngur Tengdar fréttir Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34