Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júní 2018 06:00 Titringur er vegna myndlistar sem inniheldur nekt. VÍSIR/ANTON BRINK Innan Seðlabanka Íslands er nú til skoðunar með hvaða hætti skuli bregðast við kvörtun starfsmanns um að nektarmálverk sem prýða veggi bankans séu ósæmileg og beri að fjarlægja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið vakið nokkurn usla innan bankans þar sem skiptar skoðanir eru á réttmæti kvörtunarinnar. Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkuð safn klassískra myndlistarverka eftir, meðal annars, marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði starfsmaður bankans alvarlega athugasemd við nektarmyndirnar á vinnustaðnum, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin, sem kom í kjölfar #metoo-byltingarinnar og þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum hana, var tekin alvarlega og endaði inni á borði stjórnenda þar sem ákveðið var að setja málið í ákveðið ferli. Sú vinna stendur enn og liggja örlög nektarverka hinna gömlu meistara innan veggja Seðlabanka Íslands ekki fyrir.Hilmar Einarsson. vísir/GVA„Það er til umræðu innan bankans hvar málverkum af þessu tagi eftir gömlu meistarana á borð við Gunnlaug Blöndal verður best fyrir komið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, aðspurður um málið en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um það þar sem um starfsmannamál væri að ræða. Einn helsti listspekúlant landsins, Hilmar Einarsson í Morkinskinnu, segir aðspurður að sér hugnist þessi vegferð Seðlabankans illa. Vissulega geti fólk haft skoðun á því hvað sé góð og slæm myndlist en þegar umræðan, í þessu tilfelli #metoo, snúist um að ritskoða listina sé farið yfir strikið. „Nei, þetta kemur ekki til mála að mínu mati. Mér finnst þetta út úr kortinu, því hvar á þetta að enda? Hvar eigum við þá að draga mörkin? Við yrðum þá bara að elta uppi alla listasöguna eins og hún leggur sig ef þú ætlar inn á þessi svæði,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að myndir Gunnlaugs, sérstaklega þær sem skilgreindar eru frá Parísartímabili listamannsins, séu afar eftirsóttar og flottar. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Innan Seðlabanka Íslands er nú til skoðunar með hvaða hætti skuli bregðast við kvörtun starfsmanns um að nektarmálverk sem prýða veggi bankans séu ósæmileg og beri að fjarlægja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið vakið nokkurn usla innan bankans þar sem skiptar skoðanir eru á réttmæti kvörtunarinnar. Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkuð safn klassískra myndlistarverka eftir, meðal annars, marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði starfsmaður bankans alvarlega athugasemd við nektarmyndirnar á vinnustaðnum, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin, sem kom í kjölfar #metoo-byltingarinnar og þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum hana, var tekin alvarlega og endaði inni á borði stjórnenda þar sem ákveðið var að setja málið í ákveðið ferli. Sú vinna stendur enn og liggja örlög nektarverka hinna gömlu meistara innan veggja Seðlabanka Íslands ekki fyrir.Hilmar Einarsson. vísir/GVA„Það er til umræðu innan bankans hvar málverkum af þessu tagi eftir gömlu meistarana á borð við Gunnlaug Blöndal verður best fyrir komið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, aðspurður um málið en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um það þar sem um starfsmannamál væri að ræða. Einn helsti listspekúlant landsins, Hilmar Einarsson í Morkinskinnu, segir aðspurður að sér hugnist þessi vegferð Seðlabankans illa. Vissulega geti fólk haft skoðun á því hvað sé góð og slæm myndlist en þegar umræðan, í þessu tilfelli #metoo, snúist um að ritskoða listina sé farið yfir strikið. „Nei, þetta kemur ekki til mála að mínu mati. Mér finnst þetta út úr kortinu, því hvar á þetta að enda? Hvar eigum við þá að draga mörkin? Við yrðum þá bara að elta uppi alla listasöguna eins og hún leggur sig ef þú ætlar inn á þessi svæði,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að myndir Gunnlaugs, sérstaklega þær sem skilgreindar eru frá Parísartímabili listamannsins, séu afar eftirsóttar og flottar.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira