Drottning Vestfjarða í söluferli Benedikt Bóas skrifar 5. júní 2018 06:00 Vindmyllan í eynni er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Eins og sjá má er náttúrufegurðin stórkostleg og vindmyllan skemmir ekki útsýnið Fasteignasalan Borg „Við erum bara orðin fullorðin og erum að bregða búi. Við erum búin að búa hér í rúm 40 ár,“ segir Salvar Baldursson sem hefur sett hina sögufrægu eyju Vigur í sölu. Hann vill ekki ræða verð en vill fá tilboð í gegnum fasteignasöluna Borg. „Þetta er dálítil ákvörðun að taka, alveg eins og þegar við tókum þá ákvörðun að flytja hingað á sínum tíma. Það þarf alltaf að taka ákvörðun í lífinu,“ segir Salvar. Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að verið sé að skoða hvort hreppurinn hafi forkaupsrétt að eyjunni og þá hvort hann muni nýta sér þann rétt. Það muni allt koma í ljós.Sjá má frekari upplýsingar og myndir á fasteignavef VísisVigur er mikil náttúruparadís.Fasteignasalan BorgPétur segir að eyjan sé mikil náttúruparadís og fornfræg. „Ég segi fyrir mitt leyti að þá á Vigur sér sérstakan stað. Það eru margir staðir fallegir á Vestfjörðum en Vigur er dálítil drottning á svæðinu. Þarna eru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og með ríka sögu með vindmylluna og bátinn.“ Vindmyllan sem Pétur ræðir um er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Þá er einnig elsti bátur landsins, Vigur Breiður, áttæringur sem smíðaður var um 1800, og var notaður allt til ársins 2000 til að flytja sauðfé milli lands og eyjar. Fuglalíf er afar fjölskrúðugt. Salvar segir að um 10 þúsund ferðamenn hafi komið í eyjuna á síðasta ári. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, segir að fyrirspurnir hafi þegar borist.Húsakosturinn er ekkert slor.Fasteignasalan BorgVigur Eyjan er um 45 hektarar og rækuð tún um 10 hektarar. Húsakostur er vel yfir 700 m2. Yfir 10 þúsund gestir heimsækja staðinn árlega. Eyjan selst í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Íbúðarhús er skráð 207,8 m2, er á tveimur hæðum með 10 svefn herbergjum. Fjósið var tekið í gegn fyrir fjórum árum. Í dag er þar veitingasalur sem tekur 80 manns í sæti og fullbúið eldhús. Hlaða: Hlaðan er sambyggð fjósinu og er 107 m2 að stærð. Viktoríuhúsið er eign Þjóðminjasafnsins. Vélageymsla: Verkstæði og vélageymsla þar sem dúnhreinsun fer fram. Myllan er eign Þjóðminjasafnsins. Kælihús: Þar er 12 kw Lister-vararafstöð, kælir og frystir. Reykhús stendur við fjöruborðið og er um 14 m2 að stærð. Hjallur stendur nálægt íbúðarhúsinu og er með geymslulofti. Stærð 26,7 m2. Fjárhús fyrir 70 til 80 kindur (72 m2) og hlaða sem er um 30 m2. Æðarvarpið gefur í kringum 50 -60 kíló á ári af hreinsuðum dún eftir því hvernig árar. Um 10 mínútur tekur að sigla á hraðbáti frá Súðavík í Vigur í góðu veðriVigur Breiður, sögufrægur áttæringur.Fasteignasalan BorgÞað væsir ekki um neinn í eynni.Fasteignasalan Borg Birtist í Fréttablaðinu Súðavík Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Sjá meira
„Við erum bara orðin fullorðin og erum að bregða búi. Við erum búin að búa hér í rúm 40 ár,“ segir Salvar Baldursson sem hefur sett hina sögufrægu eyju Vigur í sölu. Hann vill ekki ræða verð en vill fá tilboð í gegnum fasteignasöluna Borg. „Þetta er dálítil ákvörðun að taka, alveg eins og þegar við tókum þá ákvörðun að flytja hingað á sínum tíma. Það þarf alltaf að taka ákvörðun í lífinu,“ segir Salvar. Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að verið sé að skoða hvort hreppurinn hafi forkaupsrétt að eyjunni og þá hvort hann muni nýta sér þann rétt. Það muni allt koma í ljós.Sjá má frekari upplýsingar og myndir á fasteignavef VísisVigur er mikil náttúruparadís.Fasteignasalan BorgPétur segir að eyjan sé mikil náttúruparadís og fornfræg. „Ég segi fyrir mitt leyti að þá á Vigur sér sérstakan stað. Það eru margir staðir fallegir á Vestfjörðum en Vigur er dálítil drottning á svæðinu. Þarna eru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og með ríka sögu með vindmylluna og bátinn.“ Vindmyllan sem Pétur ræðir um er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Þá er einnig elsti bátur landsins, Vigur Breiður, áttæringur sem smíðaður var um 1800, og var notaður allt til ársins 2000 til að flytja sauðfé milli lands og eyjar. Fuglalíf er afar fjölskrúðugt. Salvar segir að um 10 þúsund ferðamenn hafi komið í eyjuna á síðasta ári. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, segir að fyrirspurnir hafi þegar borist.Húsakosturinn er ekkert slor.Fasteignasalan BorgVigur Eyjan er um 45 hektarar og rækuð tún um 10 hektarar. Húsakostur er vel yfir 700 m2. Yfir 10 þúsund gestir heimsækja staðinn árlega. Eyjan selst í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Íbúðarhús er skráð 207,8 m2, er á tveimur hæðum með 10 svefn herbergjum. Fjósið var tekið í gegn fyrir fjórum árum. Í dag er þar veitingasalur sem tekur 80 manns í sæti og fullbúið eldhús. Hlaða: Hlaðan er sambyggð fjósinu og er 107 m2 að stærð. Viktoríuhúsið er eign Þjóðminjasafnsins. Vélageymsla: Verkstæði og vélageymsla þar sem dúnhreinsun fer fram. Myllan er eign Þjóðminjasafnsins. Kælihús: Þar er 12 kw Lister-vararafstöð, kælir og frystir. Reykhús stendur við fjöruborðið og er um 14 m2 að stærð. Hjallur stendur nálægt íbúðarhúsinu og er með geymslulofti. Stærð 26,7 m2. Fjárhús fyrir 70 til 80 kindur (72 m2) og hlaða sem er um 30 m2. Æðarvarpið gefur í kringum 50 -60 kíló á ári af hreinsuðum dún eftir því hvernig árar. Um 10 mínútur tekur að sigla á hraðbáti frá Súðavík í Vigur í góðu veðriVigur Breiður, sögufrægur áttæringur.Fasteignasalan BorgÞað væsir ekki um neinn í eynni.Fasteignasalan Borg
Birtist í Fréttablaðinu Súðavík Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Sjá meira