Ræða þurfi lífeyrismál út frá kynjajafnrétti Sighvatur skrifar 5. júní 2018 06:00 Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Vísir/GVa „Það er mjög mikilvægt að skoða lífeyrisréttindi út frá kynja- og jafnréttissjónarmiði. Þetta er þarft umræðuefni sem mér finnst við Íslendingar ekki hafa fjallað nægilega mikið um,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Þessi mál voru rædd á Evrópuráðstefnu á vegum alþjóðasamtaka almannatryggingastofnana sem fór fram í Reykjavík á dögunum. Thore Hansen, frá norsku almannatryggingastofnuninni NAV, kynnti á ráðstefnunni leiðir sem Norðmenn hafa farið til að jafna lífeyrisréttindi kynjanna. „Flest almannatryggingakerfi eru þannig uppbyggð að lífeyrisgreiðslur haldast í hendur við þær tekjur sem einstaklingar afla um ævina. Þar sem hallar á konur þegar kemur að atvinnuþátttöku og tekjum þýðir þetta að lífeyrisgreiðslur þeirra eru líka lægri.“ Thore segir að Norðmenn hafi endurskoðað sitt kerfi 2011 og kynnt til sögunnar ýmsar sértækar aðgerðir í því skyni að jafna þennan mun. Til að mynda safna foreldrar sem eru heima með börnum upp að sex ára aldri réttindum til lífeyrisgreiðslna, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. „Samkvæmt rannsóknum mun nýja kerfið, þegar það er komið að fullu til framkvæmda, leiða til þess að konur munu að jafnaði fá 7% lægri lífeyrisgreiðslur heldur en karlar í stað 27% munar sem er nú. Hefðum við alls engin jöfnunarúrræði í kerfinu væri munurinn 43%.“ Á Íslandi var þessi munur 20% árið 2014 samkvæmt tölum frá OECD.Ekki gagnrýnislaus Sigríður Lillý segir nálgun Norðmanna áhugaverða. „Þessi leið er þó ekki gagnrýnislaus. Það hefur verið bent á að með þessu sé verið að festa óbreytt ástand í sessi. Aðrir vilja frekar eyða launamun og gera það sem þarf til að jafna atvinnuþátttöku kvenna.“ Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni var Spánverjinn Miguel de la Corte sem starfar sem sérfræðingur í jafnréttisteymi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann segir áskoranirnar margar þegar kemur að kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Í drögum að tilskipun um jafnvægi milli vinnu og einkalífs eru meðal annars lagðar til breytingar á foreldraorlofi í ríkjum sambandsins og fyrirmyndir sóttar til Íslands og hinna Norðurlandanna. „Ég er mjög hrifinn af ykkar kerfi þar sem ákveðinn hluti orlofsins er ætlaður feðrum eingöngu. Þið hafið séð árangurinn, hér ríkir meira jafnrétti á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka kvenna er meiri en í ESB.“ De la Corta segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða nú til að stuðla að jafnari réttindum kynjanna til lífeyrisgreiðslna í framtíðinni. „Það er mjög mikilvægt að bæði kynin starfi á öllum sviðum vinnumarkaðarins, núna eru konur í meirihluta í greinum þar sem laun eru lægri. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu. Við þurfum að byrja á menntuninni og breyta hugarfari fólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að skoða lífeyrisréttindi út frá kynja- og jafnréttissjónarmiði. Þetta er þarft umræðuefni sem mér finnst við Íslendingar ekki hafa fjallað nægilega mikið um,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Þessi mál voru rædd á Evrópuráðstefnu á vegum alþjóðasamtaka almannatryggingastofnana sem fór fram í Reykjavík á dögunum. Thore Hansen, frá norsku almannatryggingastofnuninni NAV, kynnti á ráðstefnunni leiðir sem Norðmenn hafa farið til að jafna lífeyrisréttindi kynjanna. „Flest almannatryggingakerfi eru þannig uppbyggð að lífeyrisgreiðslur haldast í hendur við þær tekjur sem einstaklingar afla um ævina. Þar sem hallar á konur þegar kemur að atvinnuþátttöku og tekjum þýðir þetta að lífeyrisgreiðslur þeirra eru líka lægri.“ Thore segir að Norðmenn hafi endurskoðað sitt kerfi 2011 og kynnt til sögunnar ýmsar sértækar aðgerðir í því skyni að jafna þennan mun. Til að mynda safna foreldrar sem eru heima með börnum upp að sex ára aldri réttindum til lífeyrisgreiðslna, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. „Samkvæmt rannsóknum mun nýja kerfið, þegar það er komið að fullu til framkvæmda, leiða til þess að konur munu að jafnaði fá 7% lægri lífeyrisgreiðslur heldur en karlar í stað 27% munar sem er nú. Hefðum við alls engin jöfnunarúrræði í kerfinu væri munurinn 43%.“ Á Íslandi var þessi munur 20% árið 2014 samkvæmt tölum frá OECD.Ekki gagnrýnislaus Sigríður Lillý segir nálgun Norðmanna áhugaverða. „Þessi leið er þó ekki gagnrýnislaus. Það hefur verið bent á að með þessu sé verið að festa óbreytt ástand í sessi. Aðrir vilja frekar eyða launamun og gera það sem þarf til að jafna atvinnuþátttöku kvenna.“ Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni var Spánverjinn Miguel de la Corte sem starfar sem sérfræðingur í jafnréttisteymi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann segir áskoranirnar margar þegar kemur að kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Í drögum að tilskipun um jafnvægi milli vinnu og einkalífs eru meðal annars lagðar til breytingar á foreldraorlofi í ríkjum sambandsins og fyrirmyndir sóttar til Íslands og hinna Norðurlandanna. „Ég er mjög hrifinn af ykkar kerfi þar sem ákveðinn hluti orlofsins er ætlaður feðrum eingöngu. Þið hafið séð árangurinn, hér ríkir meira jafnrétti á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka kvenna er meiri en í ESB.“ De la Corta segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða nú til að stuðla að jafnari réttindum kynjanna til lífeyrisgreiðslna í framtíðinni. „Það er mjög mikilvægt að bæði kynin starfi á öllum sviðum vinnumarkaðarins, núna eru konur í meirihluta í greinum þar sem laun eru lægri. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu. Við þurfum að byrja á menntuninni og breyta hugarfari fólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent