Reyndi að tengjast voninni hjá þeim sem komust af Benedikt Bóas skrifar 4. júní 2018 06:00 Birgir Hilmarsson í stúdíóinu sínu þar sem hann samdi verkið fyrir myndina. Vísir/Sigtryggur „Verkið nálgaðist ég þannig að ég reyndi að tengjast viðfangsefninu tilfinningalega en líka voninni hjá þeim sem komust af,“ segir tónskáldið Biggi Hilmars en hann semur tónlistina í heimildarmynd um brunann í Grenfell fjölbýlishúsinu í Kensington hverfinu sem Jonathan Rudd leikstýrir. Bruninn vakti heimsathygli enda fuðraði fjölbýlishúsið upp á undraskömmum tíma. Alls létust 72 í eldhafinu og enn er verið að rétta í málinu. Myndin kallast Grenfell Our Home og er framleidd í sýndarveruleika. Bíógestir fá þannig sýndarveruleikagleraugu og fá að skyggnast inn í bygginguna eins og hún leit út og upplifa stemninguna í húsinu, skelfinguna í kringum brunann, ásamt því að heyra viðtöl við eftirlifendur. Myndin verður frumsýnd á Sheffield Doc Festival í næsta mánuði og fer í framhaldinu á ferðalag um heiminn. Grenfell turninn sem stóð í Kensington hverfinu var 24 hæðir og fóru um 200 slökkviliðsmenn á vettvang til að slökkva eldhafið. Fréttablaðið/EPABiggi segir sköpunarferlið hafa verið athyglisvert, því hann hafi ekki séð mikið af myndinni enda tekur mjög langan tíma að framleiða hana í sýndarveruleika. „Ég fékk tímalínu og pínu bút úr myndinni og viðtölum til að sjá. Sýndarveruleiki er mjög nýtt fyrirbæri og dýrt í framkvæmd, en fyrirtækið sem gerir hana er mjög framarlega í þessu. Þau náðu að gera nokkrar sekúndur á dag með stóru teymi. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert verkefni, en jafnframt krefjandi því maður upplifði svo mikla sorg í gegnum sögur og upplifanir þeirra sem eftir lifðu. Ég samdi af fingrum fram undir það sem ég var með í höndunum og út komu verk sem einkennast af einhvers konar tregablandinni fegurð, sorg og von þeirra sem eftir lifðu.” Birtist í Fréttablaðinu Bruni í Grenfell-turni Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
„Verkið nálgaðist ég þannig að ég reyndi að tengjast viðfangsefninu tilfinningalega en líka voninni hjá þeim sem komust af,“ segir tónskáldið Biggi Hilmars en hann semur tónlistina í heimildarmynd um brunann í Grenfell fjölbýlishúsinu í Kensington hverfinu sem Jonathan Rudd leikstýrir. Bruninn vakti heimsathygli enda fuðraði fjölbýlishúsið upp á undraskömmum tíma. Alls létust 72 í eldhafinu og enn er verið að rétta í málinu. Myndin kallast Grenfell Our Home og er framleidd í sýndarveruleika. Bíógestir fá þannig sýndarveruleikagleraugu og fá að skyggnast inn í bygginguna eins og hún leit út og upplifa stemninguna í húsinu, skelfinguna í kringum brunann, ásamt því að heyra viðtöl við eftirlifendur. Myndin verður frumsýnd á Sheffield Doc Festival í næsta mánuði og fer í framhaldinu á ferðalag um heiminn. Grenfell turninn sem stóð í Kensington hverfinu var 24 hæðir og fóru um 200 slökkviliðsmenn á vettvang til að slökkva eldhafið. Fréttablaðið/EPABiggi segir sköpunarferlið hafa verið athyglisvert, því hann hafi ekki séð mikið af myndinni enda tekur mjög langan tíma að framleiða hana í sýndarveruleika. „Ég fékk tímalínu og pínu bút úr myndinni og viðtölum til að sjá. Sýndarveruleiki er mjög nýtt fyrirbæri og dýrt í framkvæmd, en fyrirtækið sem gerir hana er mjög framarlega í þessu. Þau náðu að gera nokkrar sekúndur á dag með stóru teymi. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert verkefni, en jafnframt krefjandi því maður upplifði svo mikla sorg í gegnum sögur og upplifanir þeirra sem eftir lifðu. Ég samdi af fingrum fram undir það sem ég var með í höndunum og út komu verk sem einkennast af einhvers konar tregablandinni fegurð, sorg og von þeirra sem eftir lifðu.”
Birtist í Fréttablaðinu Bruni í Grenfell-turni Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30
Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24
Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54