Hetjur PoppTíví kynslóðarinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. júní 2018 19:30 Stjarna Birgittu skein skært á Eldborgarsviðinu í Hörpu á laugardagskvöldið. Mummi Lú Það er eitthvað fallegt og gott sem gerist þegar hópur fólks kemur saman og hefur það eitt að markmiði að hafa gaman. Það er það sem gerðist í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld þegar Írafár kom saman í fyrsta skipti í þrettán ár og hélt tvenna tónleika í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar. Það var fólk á öllum aldri og af öllum kynjum samankomið á fyrri tónleikum Írafárs á laugardag. Allt frá ömmum og öfum, 101 hipsterum og niður í fólk sem hefur líklega verið í fyrstu bekkjum grunnskóla þegar hljómsveitin hætti árið 2005. Þessar ætluðu greinilega hvergi annars staðar að vera á laugardagskvöldið.Mummi Lú Það var eins og að stíga út úr mjög skrítinni tímavél að labba inn í Hörpuna. FM957 var með fyrirpartíið, að sjálfsögðu. Brynjar Már spilaði Linkin Park á meðan fólk skilaði sér í hús. Allt eins og það átti að vera. Á meðan troðfullur Eldborgarsalur kom sér fyrir var sýnt slide-show af gömlum myndum af sveitinni. Myndir úr matarboðum, hinni frægu ferð sveitarinnar til Flórída og áður óséðar myndir úr myndatökum. Og svo slokknuðu ljósin, tónlistin byrjaði, tjaldið féll og þarna voru þau. Birgitta Haukdal var alltaf óumdeilanlega stjarna hljómsveitarinnar og varð fyrirmynd nánast heillar kynslóðar ungra íslenskra stúlkna. Og hún var sannarlega skærasta stjarnan á sviðinu í Eldborg. Bókstaflega, í glitrandi glimmersamfesting. Öllu var til tjaldað í endurkomunni.Mummi Lú Síðast þegar undirrituð sá Írafár á tónleikum var árið 2003 og sveitin hélt útgáfutónleika á Akureyri. Örlítið smærra í sniðum en líklega svipaður salur. Spennan var á sínum stað, aðdáunin á söngkonunni sú sama og öskrin, maður minn. Helsti munurinn er líklega að núna eru aðdáendur Írafárs allir komnir með aldur til að versla áfengi og stemningin því aðeins öðruvísi. Sveitin hefur greinilega engu gleymt. Flutningurinn var þéttur og falleg vinátta Birgittu og Vignis ennþá áberandi. Nokkrir tæknilegir örðugleikar komu upp í byrjun en sveitin skautaði í gegnum þá af mikilli snilld. Birgitta hlýtur þó að teljast einhver einlægasti flytjandi landsins og sagði salnum frá ef eitthvað klikkaði. „Aldrei segja frá mistökum,” heyrðist þá frá Vigni. Oftar en einu sinn spurði Birgitta „Er ekki gaman?!“ og það var erfitt að sjá hver skemmti sér betur, hljómsveitin á sviðinu eða fólkið úti í sal. Sviðið var tilkomumikið. Fyrir miðju framarlega var nánasta fjölskylda og vinir Birgittu sem kunnu vel að meta sína konu.Mummi Lú Leynigestur kvöldsins var Jón Jónsson sem lék eins og frægt er orðið í tónlistarmyndbandinu við lagið Lífið. Birgitta og Jón hljóta að vera einhverjir lífsglöðustu og jákvæðustu popparar sem þetta land hefur alið og það var hressandi að sjá alla þá einlægu gleði á sviðinu. Jón hoppaði og skoppaði um sviðið eins og fulltrúi áhorfenda, hreinlega gat ekki hamið sig, loksins kominn á svið með Írafári. Þetta er stöff sem gerist bara í dagdraumum. Seinni helmingur tónleikanna var þó án alls vafa hápunktur kvöldsins. Hver slagarinn á fætur öðrum fékk alla 1800 gestina til að stökkva upp úr sætunum og öskursyngja með. Þar stóð upp úr lagið Ég sjálf. Girl power lofsöngur okkar Íslendinga frá stelpustelpunni í strákaheimi sveitaballanna. Það er sérstök tegund af gæsahúð sem fylgir því að heyra tæplega tvö þúsund manns syngja: Ég vil ekki vera svona, ekki sitj’ og bíð’ og vona því ég vil bara vera ég sjálf Það voru fataskipti og gítarsóló og trommusóló, danssporin hennar Birgittu og þrettán ár af spennu aðdáenda sem fengu útrás í hrópum eins og „Ég elska þig Birgitta!“ og „Viggi þú ert bestur!“ Og að íslenskum sið var einn vinahópur fyrir miðjum sal sem var ögn hressari en rest. Það voru bara tveir hlutir sem vantaði. Annars vegar Eurovision lag Birgittu, Open Your Heart, og hins vegar hinar goðsagnakenndu útvíðu mjaðmabuxur og blómaskreytingin í hárið. Annars var yfir litlu að kvarta. Félagar í fleiri fleiri ár.Mummi Lú Þegar tónleikarnir voru búnir lá leið fólks frá Hörpu og úr öllum áttum mátti heyra fólk á sama máli: „Röddin hennar! Hún syngur ennþá svo vel!” „Þetta var fullkomið“ „Ég er að fara á Jay-Z og Beyoncé og það mun ekki toppa þetta!“Og á götuhornum öskursöng fólk Írafár og landslið Íslands í fótbolta, sem er á leið á heimsmeistarsmótið, náði ekki að fylla Laugardalsvöllinn. Hetjur PoppTíví kynslóðarinnar voru nefnilega annars staðar í bænum þetta kvöld.Að neðan má sjá myndband á bak við tjöldin á laugardaginn. Tónlist Tónlistargagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það er eitthvað fallegt og gott sem gerist þegar hópur fólks kemur saman og hefur það eitt að markmiði að hafa gaman. Það er það sem gerðist í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld þegar Írafár kom saman í fyrsta skipti í þrettán ár og hélt tvenna tónleika í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar. Það var fólk á öllum aldri og af öllum kynjum samankomið á fyrri tónleikum Írafárs á laugardag. Allt frá ömmum og öfum, 101 hipsterum og niður í fólk sem hefur líklega verið í fyrstu bekkjum grunnskóla þegar hljómsveitin hætti árið 2005. Þessar ætluðu greinilega hvergi annars staðar að vera á laugardagskvöldið.Mummi Lú Það var eins og að stíga út úr mjög skrítinni tímavél að labba inn í Hörpuna. FM957 var með fyrirpartíið, að sjálfsögðu. Brynjar Már spilaði Linkin Park á meðan fólk skilaði sér í hús. Allt eins og það átti að vera. Á meðan troðfullur Eldborgarsalur kom sér fyrir var sýnt slide-show af gömlum myndum af sveitinni. Myndir úr matarboðum, hinni frægu ferð sveitarinnar til Flórída og áður óséðar myndir úr myndatökum. Og svo slokknuðu ljósin, tónlistin byrjaði, tjaldið féll og þarna voru þau. Birgitta Haukdal var alltaf óumdeilanlega stjarna hljómsveitarinnar og varð fyrirmynd nánast heillar kynslóðar ungra íslenskra stúlkna. Og hún var sannarlega skærasta stjarnan á sviðinu í Eldborg. Bókstaflega, í glitrandi glimmersamfesting. Öllu var til tjaldað í endurkomunni.Mummi Lú Síðast þegar undirrituð sá Írafár á tónleikum var árið 2003 og sveitin hélt útgáfutónleika á Akureyri. Örlítið smærra í sniðum en líklega svipaður salur. Spennan var á sínum stað, aðdáunin á söngkonunni sú sama og öskrin, maður minn. Helsti munurinn er líklega að núna eru aðdáendur Írafárs allir komnir með aldur til að versla áfengi og stemningin því aðeins öðruvísi. Sveitin hefur greinilega engu gleymt. Flutningurinn var þéttur og falleg vinátta Birgittu og Vignis ennþá áberandi. Nokkrir tæknilegir örðugleikar komu upp í byrjun en sveitin skautaði í gegnum þá af mikilli snilld. Birgitta hlýtur þó að teljast einhver einlægasti flytjandi landsins og sagði salnum frá ef eitthvað klikkaði. „Aldrei segja frá mistökum,” heyrðist þá frá Vigni. Oftar en einu sinn spurði Birgitta „Er ekki gaman?!“ og það var erfitt að sjá hver skemmti sér betur, hljómsveitin á sviðinu eða fólkið úti í sal. Sviðið var tilkomumikið. Fyrir miðju framarlega var nánasta fjölskylda og vinir Birgittu sem kunnu vel að meta sína konu.Mummi Lú Leynigestur kvöldsins var Jón Jónsson sem lék eins og frægt er orðið í tónlistarmyndbandinu við lagið Lífið. Birgitta og Jón hljóta að vera einhverjir lífsglöðustu og jákvæðustu popparar sem þetta land hefur alið og það var hressandi að sjá alla þá einlægu gleði á sviðinu. Jón hoppaði og skoppaði um sviðið eins og fulltrúi áhorfenda, hreinlega gat ekki hamið sig, loksins kominn á svið með Írafári. Þetta er stöff sem gerist bara í dagdraumum. Seinni helmingur tónleikanna var þó án alls vafa hápunktur kvöldsins. Hver slagarinn á fætur öðrum fékk alla 1800 gestina til að stökkva upp úr sætunum og öskursyngja með. Þar stóð upp úr lagið Ég sjálf. Girl power lofsöngur okkar Íslendinga frá stelpustelpunni í strákaheimi sveitaballanna. Það er sérstök tegund af gæsahúð sem fylgir því að heyra tæplega tvö þúsund manns syngja: Ég vil ekki vera svona, ekki sitj’ og bíð’ og vona því ég vil bara vera ég sjálf Það voru fataskipti og gítarsóló og trommusóló, danssporin hennar Birgittu og þrettán ár af spennu aðdáenda sem fengu útrás í hrópum eins og „Ég elska þig Birgitta!“ og „Viggi þú ert bestur!“ Og að íslenskum sið var einn vinahópur fyrir miðjum sal sem var ögn hressari en rest. Það voru bara tveir hlutir sem vantaði. Annars vegar Eurovision lag Birgittu, Open Your Heart, og hins vegar hinar goðsagnakenndu útvíðu mjaðmabuxur og blómaskreytingin í hárið. Annars var yfir litlu að kvarta. Félagar í fleiri fleiri ár.Mummi Lú Þegar tónleikarnir voru búnir lá leið fólks frá Hörpu og úr öllum áttum mátti heyra fólk á sama máli: „Röddin hennar! Hún syngur ennþá svo vel!” „Þetta var fullkomið“ „Ég er að fara á Jay-Z og Beyoncé og það mun ekki toppa þetta!“Og á götuhornum öskursöng fólk Írafár og landslið Íslands í fótbolta, sem er á leið á heimsmeistarsmótið, náði ekki að fylla Laugardalsvöllinn. Hetjur PoppTíví kynslóðarinnar voru nefnilega annars staðar í bænum þetta kvöld.Að neðan má sjá myndband á bak við tjöldin á laugardaginn.
Tónlist Tónlistargagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira