Á morgun, Sjómannadag, dregur hratt úr vindi og léttir jafnvel til sunnanlands, en áfram er útlit fyrir súld og svalt veður norðvestantil. Fyrrihluta vikunnar er svo útlit fyrir bjartviðri og hlýindi víða á landinu, en meiri óvissa er með seinni hluta vikunnar undir næstu helgi.
Veðurhorfur á landinu í dag
Suðvestan 8-15 m/s, en heldur hægari SV-lands. Hvassara til fjalla NV-til í kvöld og nótt. Skýjað um landið V-vert með dálítilli vætu og 5 til 12 stiga hita, en léttskýjað A-til og hiti allt að 20 stigum.Dregur úr vindi í fyrramálið, léttir smám saman til sunnan heiða og hlýnar þar, en áfram lítilsháttar súld NV-til.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og hiti 10 til 18 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Hæg suðlæg átt og skýjað með köflum S-lands, en að mestu bjart fyrir norðan. Hlýnar heldur.
Á fimmtudag:
Hæg suðlæg átt. Bjartviðri og hlýindi á austanverðu landinu en skýjað og svalara um landið sunnan og vestanvert.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og lítilsháttar vætu S- og V-lands, en bjart NA-til. Kólnar lítillega.