Ótrúleg orka sem streymir í mig og til áhorfenda 2. júní 2018 12:00 Gaelynn Lea segir að margar af hennar fyrstu minningum snúist um tónlist á æfingum hjá foreldrum hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tónlistarkonan Gaelynn Lea kemur fram á Listahátíð á mánudagskvöld ásamt gítarleikaranum Al Church. Hún segist aldrei hafa ætlað sér að verða tónlistarkona en að það veiti henni tilfinningu sem er engu lík. Gaelynn Lea er einn fjölmargra spennandi listamanna sem heimsækja Listahátíð í Reykjavík. Hún hefur þó þá sérstöðu að hún er fædd með sjúkdóm sem kallast Osteogenesis Imperfecta, ástand sem veldur því að bein og útlimir þroskast ekki með eðlilegum hætti. En Gaelynn Lea er ekki manneskja sem lætur það aftra sér eða koma í veg fyrir að hún upplifi sína drauma, þvert á móti. Hún er einstök tónlistarkona; fiðluleikari, söngkona, laga- og textahöfundur sem hingað er komin ásamt gítarleikaranum Al Church. Aðspurð segist Gaelynn Lea koma frá Duluth í Minnesota, við Lake Superior. „Þetta er fallegur lítill hafnarbær því þetta vatn er svo stórt að það er dálítið eins og úthaf. Þarna eru aðstæður ekki alveg ólíkar því sem þið þekkið hérna á Íslandi. Ætli að við eigum í hið minnsta ekki sameiginlegt að vita vel hvað vetur er,“ segir hún og brosir.Tónlistin tók yfir Gaelynn Lea byrjaði að læra og spila á fiðlu þegar hún var tíu ára gömul. Hún segir að hún hafi verið heppin með kennara sem hafa hjálpað henni að laga hennar stíl að því hversu smágerð hún er. „Ég spila á fiðluna upprétta eins og aðrir myndu spila á selló. Kennarinn minn sem leysti þetta fyrir mig var ákaflega skapandi og skemmtileg kona og ég er þakklát fyrir að hafa haft slíkan kennara. Í dag er eg búin að vera að spila í 24 ár og það sér ekki fyrir endann á því ævintýri.“ Gaelynn Lea segir að hún hafi þó lengi vel ekki gert ráð fyrir að gera tónlistina að ævistarfi, enda sé margt annað sem veki áhuga hennar. „Ég hef líka áhuga á sálfræði, stjórnmálafræði og ýmsu fleiru og fór í háskóla til þess að nema þessar greinar en ekki tónlistina. En 2013 byrjaði ég svo að kenna á fiðlu, ásamt því að vera í svona hinum og þessum störfum, og þar virkilega fann ég fyrir ástríðunni fyrir tónlistinni. Að kenna veitti mér mikla gleði og nemendur mínir hvöttu mig til þess að taka þátt í stórri samkeppni hjá National Public Radio. Það voru sex þúsund manns sem tóku þátt í þessari samkeppni en ég vann og opnaði þennan heim fyrir mér. Ég fékk fjöldann allan af tilboðum um að koma og spila og þetta var svona upphafið að þessu. Síðan þá höfum við, ég og Paul eiginmaður minn, verið meira og minna á ferðinni níu mánuði á ári og ég kem fram allt að tvö hundruð sinnum á ári. Þetta hefur alveg verið erfitt og auðvitað saknar maður oft fjölskyldunnar og jafnvel hundsins sem foreldrar mínir passa fyrir okkur. En umfram allt þá hefur þetta verið skemmtilegur tími.“ Gaelynn Lea kemur af tónelsku fólki og hún segir að það hafi vissulega átt sinn þátt í að hún hafi farið þessa leið í lífinu. „Foreldrar mínir reka leikhóp sem sérhæfir sig í söngleikjum og hafa gert í tuttugu ár, auk þess sem mamma stjórnar kirkjukór. Ein af mínum fyrstu minningum snýst um það að fá að koma með á æfingar og hlusta á tónlistina og auðvitað hefur það haft áhrif. En eins og ég nefndi þá ætlaði ég mér aldrei að verða tónlistarkona, enda hef ég mikinn áhuga á stjórnmálafræði og réttindum fatlaða, en tónlistin bara tók yfir. Þegar ég var krakki kom einu sinni stór hljómsveit og spilaði í skólanum og eftir að ég sá og heyrði fiðlurnar þá var það eitthvað sem ég vissi að ég yrði að prófa. Þetta heillaði mig samstundis og þess vegna reyni ég að spila í skólum þegar ég get til þess að ná til krakka og kynna fyrir þeim tónlist sem þau vita kannski ekki einu sinni að er til.“Harmur og von Fyrst um sinn lærði Gaelynn Lea klassískan fiðluleik og hún segir að það hafi vissulega verið verðmætur grunnur fyrir það sem kom síðar. „Seinna fékk ég svo mikinn áhuga á keltnesku þjóðlagasenunni og á meðal þeirra sem ég hef verið að vinna með þar er Alan Sparhawk sem er þekktastur fyrir hljómsveit sína Low. Þetta var 2011 og við erum enn að vinna saman að ákveðnum verkefnum en það mikilvægasta sem kom út úr þessu fyrir mig er að þarna fann ég þörfina og neistann til að semja lög og texta sem ég hef verið að fást við alla tíð síðan.“ Margir hafa átt erfitt með að lýsa tónlist Gaelynn Lea en allir eiga það þó sameiginlegt að nota stór lýsingarorð og hrifningin er mikil. Sjálf segir hún að tæknilega séð noti hún mikið lúppur til að byggja upp lög af hljóðum. „Ég bæði spila og syng og er að auki með gítarleikara með mér. En ég elska líka orð og fyrir vikið þá skiptir textinn mig miklu máli. Melódían skiptir mig líka miklu máli og samspil hennar við texta lagsins og það er eitthvað sem ég vinn alltaf út frá. Þetta er fer líka alltaf eftir því með hverjum ég er að vinna hverju sinni. En mín tónlist er vissulega ákveðin framsetning á því hver ég er og fyrir vikið er þar vonandi að finna ákveðna sorg eða harm og von í sömu andrá.Tónlistin og tilfinningar Það er margt sem brennur á Gaelynn Lea og hún tekur sér fyrir hendur. Á meðal þess er að tala opinberlega um stöðu fatlaðra í Bandaríkjunum og fræða fólk um allt það sem betur mætti fara. Henni verður tíðrætt um hversu slæmt ástandið sé í Bandaríkjunum þar sem opinberrar heilbrigðisþjónustu nýtur ekki og hún segist fara víða til að ræða þessi mál. Þann 5. júní næstkomandi kl. 12 ætlar hún að halda fyrirlestur í Klúbbi Listahátíðar. Þar ætlar hún að segja frá nokkrum af þeim áskorunum sem mæta jaðarsettri tónlistarkonu í heimi þar sem listirnar ættu að vera öllum aðgengilegar. Hún segist takast á við þetta verkefni ekki síst vegna þess hversu mikilvægur þáttur tónlistin er í hennar lífi. Og eins og hún hefur á orði, hvernig henni líður þegar hún spilar. „Þegar ég spila tónlist þá einhvern veginn hvíli ég algjörlega í sjálfri mér. Einbeitingin og tilfinningin yfirtekur allt. Allt annað hverfur. Ég er ekki góð í því að hugleiða og persónuleiki minn er þannig að mér hættir til með að vera upp um alla veggi. Einbeitingin á það til að vera skelfileg,“ segir hún og hlær. Hún hugsar sig síðan um í dágóða stund og bætir við: „En að spila er reynsla sem gefur mér einhverja jarðtengingu. Öll mín skilningarvit eru á fullu og þetta minnir mig dálítið á það hvernig orka getur streymt á milli fólks. En þegar tónlistin er annars vegar er eins og það komi með henni einhver æðri orka. Eitthvað sem streymir að ofan, í mig og þaðan til áhorfenda. Þessi tengsl sem tónlistin myndar við annað fólk er engu lík. Það getur verið munur á þessari orku og þessari tilfinningu á milli tónleika og jafnvel á milli laga en þetta er samt alltaf eitthvað sem nær mér og kjarnar mig ef svo má segja. Þetta er dásamleg tilfinning.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tónlistarkonan Gaelynn Lea kemur fram á Listahátíð á mánudagskvöld ásamt gítarleikaranum Al Church. Hún segist aldrei hafa ætlað sér að verða tónlistarkona en að það veiti henni tilfinningu sem er engu lík. Gaelynn Lea er einn fjölmargra spennandi listamanna sem heimsækja Listahátíð í Reykjavík. Hún hefur þó þá sérstöðu að hún er fædd með sjúkdóm sem kallast Osteogenesis Imperfecta, ástand sem veldur því að bein og útlimir þroskast ekki með eðlilegum hætti. En Gaelynn Lea er ekki manneskja sem lætur það aftra sér eða koma í veg fyrir að hún upplifi sína drauma, þvert á móti. Hún er einstök tónlistarkona; fiðluleikari, söngkona, laga- og textahöfundur sem hingað er komin ásamt gítarleikaranum Al Church. Aðspurð segist Gaelynn Lea koma frá Duluth í Minnesota, við Lake Superior. „Þetta er fallegur lítill hafnarbær því þetta vatn er svo stórt að það er dálítið eins og úthaf. Þarna eru aðstæður ekki alveg ólíkar því sem þið þekkið hérna á Íslandi. Ætli að við eigum í hið minnsta ekki sameiginlegt að vita vel hvað vetur er,“ segir hún og brosir.Tónlistin tók yfir Gaelynn Lea byrjaði að læra og spila á fiðlu þegar hún var tíu ára gömul. Hún segir að hún hafi verið heppin með kennara sem hafa hjálpað henni að laga hennar stíl að því hversu smágerð hún er. „Ég spila á fiðluna upprétta eins og aðrir myndu spila á selló. Kennarinn minn sem leysti þetta fyrir mig var ákaflega skapandi og skemmtileg kona og ég er þakklát fyrir að hafa haft slíkan kennara. Í dag er eg búin að vera að spila í 24 ár og það sér ekki fyrir endann á því ævintýri.“ Gaelynn Lea segir að hún hafi þó lengi vel ekki gert ráð fyrir að gera tónlistina að ævistarfi, enda sé margt annað sem veki áhuga hennar. „Ég hef líka áhuga á sálfræði, stjórnmálafræði og ýmsu fleiru og fór í háskóla til þess að nema þessar greinar en ekki tónlistina. En 2013 byrjaði ég svo að kenna á fiðlu, ásamt því að vera í svona hinum og þessum störfum, og þar virkilega fann ég fyrir ástríðunni fyrir tónlistinni. Að kenna veitti mér mikla gleði og nemendur mínir hvöttu mig til þess að taka þátt í stórri samkeppni hjá National Public Radio. Það voru sex þúsund manns sem tóku þátt í þessari samkeppni en ég vann og opnaði þennan heim fyrir mér. Ég fékk fjöldann allan af tilboðum um að koma og spila og þetta var svona upphafið að þessu. Síðan þá höfum við, ég og Paul eiginmaður minn, verið meira og minna á ferðinni níu mánuði á ári og ég kem fram allt að tvö hundruð sinnum á ári. Þetta hefur alveg verið erfitt og auðvitað saknar maður oft fjölskyldunnar og jafnvel hundsins sem foreldrar mínir passa fyrir okkur. En umfram allt þá hefur þetta verið skemmtilegur tími.“ Gaelynn Lea kemur af tónelsku fólki og hún segir að það hafi vissulega átt sinn þátt í að hún hafi farið þessa leið í lífinu. „Foreldrar mínir reka leikhóp sem sérhæfir sig í söngleikjum og hafa gert í tuttugu ár, auk þess sem mamma stjórnar kirkjukór. Ein af mínum fyrstu minningum snýst um það að fá að koma með á æfingar og hlusta á tónlistina og auðvitað hefur það haft áhrif. En eins og ég nefndi þá ætlaði ég mér aldrei að verða tónlistarkona, enda hef ég mikinn áhuga á stjórnmálafræði og réttindum fatlaða, en tónlistin bara tók yfir. Þegar ég var krakki kom einu sinni stór hljómsveit og spilaði í skólanum og eftir að ég sá og heyrði fiðlurnar þá var það eitthvað sem ég vissi að ég yrði að prófa. Þetta heillaði mig samstundis og þess vegna reyni ég að spila í skólum þegar ég get til þess að ná til krakka og kynna fyrir þeim tónlist sem þau vita kannski ekki einu sinni að er til.“Harmur og von Fyrst um sinn lærði Gaelynn Lea klassískan fiðluleik og hún segir að það hafi vissulega verið verðmætur grunnur fyrir það sem kom síðar. „Seinna fékk ég svo mikinn áhuga á keltnesku þjóðlagasenunni og á meðal þeirra sem ég hef verið að vinna með þar er Alan Sparhawk sem er þekktastur fyrir hljómsveit sína Low. Þetta var 2011 og við erum enn að vinna saman að ákveðnum verkefnum en það mikilvægasta sem kom út úr þessu fyrir mig er að þarna fann ég þörfina og neistann til að semja lög og texta sem ég hef verið að fást við alla tíð síðan.“ Margir hafa átt erfitt með að lýsa tónlist Gaelynn Lea en allir eiga það þó sameiginlegt að nota stór lýsingarorð og hrifningin er mikil. Sjálf segir hún að tæknilega séð noti hún mikið lúppur til að byggja upp lög af hljóðum. „Ég bæði spila og syng og er að auki með gítarleikara með mér. En ég elska líka orð og fyrir vikið þá skiptir textinn mig miklu máli. Melódían skiptir mig líka miklu máli og samspil hennar við texta lagsins og það er eitthvað sem ég vinn alltaf út frá. Þetta er fer líka alltaf eftir því með hverjum ég er að vinna hverju sinni. En mín tónlist er vissulega ákveðin framsetning á því hver ég er og fyrir vikið er þar vonandi að finna ákveðna sorg eða harm og von í sömu andrá.Tónlistin og tilfinningar Það er margt sem brennur á Gaelynn Lea og hún tekur sér fyrir hendur. Á meðal þess er að tala opinberlega um stöðu fatlaðra í Bandaríkjunum og fræða fólk um allt það sem betur mætti fara. Henni verður tíðrætt um hversu slæmt ástandið sé í Bandaríkjunum þar sem opinberrar heilbrigðisþjónustu nýtur ekki og hún segist fara víða til að ræða þessi mál. Þann 5. júní næstkomandi kl. 12 ætlar hún að halda fyrirlestur í Klúbbi Listahátíðar. Þar ætlar hún að segja frá nokkrum af þeim áskorunum sem mæta jaðarsettri tónlistarkonu í heimi þar sem listirnar ættu að vera öllum aðgengilegar. Hún segist takast á við þetta verkefni ekki síst vegna þess hversu mikilvægur þáttur tónlistin er í hennar lífi. Og eins og hún hefur á orði, hvernig henni líður þegar hún spilar. „Þegar ég spila tónlist þá einhvern veginn hvíli ég algjörlega í sjálfri mér. Einbeitingin og tilfinningin yfirtekur allt. Allt annað hverfur. Ég er ekki góð í því að hugleiða og persónuleiki minn er þannig að mér hættir til með að vera upp um alla veggi. Einbeitingin á það til að vera skelfileg,“ segir hún og hlær. Hún hugsar sig síðan um í dágóða stund og bætir við: „En að spila er reynsla sem gefur mér einhverja jarðtengingu. Öll mín skilningarvit eru á fullu og þetta minnir mig dálítið á það hvernig orka getur streymt á milli fólks. En þegar tónlistin er annars vegar er eins og það komi með henni einhver æðri orka. Eitthvað sem streymir að ofan, í mig og þaðan til áhorfenda. Þessi tengsl sem tónlistin myndar við annað fólk er engu lík. Það getur verið munur á þessari orku og þessari tilfinningu á milli tónleika og jafnvel á milli laga en þetta er samt alltaf eitthvað sem nær mér og kjarnar mig ef svo má segja. Þetta er dásamleg tilfinning.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira