Ekki þarf alltaf að vísa í veskið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2018 09:00 Sex risaeðlur ætla að heilsa upp á almenning í miðbænum um helgina. Þær eru komnar til þess að skoða mannlífið og Ísland. Þær eru hins vegar grænmetisætur svo engan mun saka. Ekki þarf alltaf að taka upp veskið til að fá að skoða og upplifa list. Listahátíð í Reykjavík samanstendur af 80 viðburðum og drjúgur hluti að kostnaðarlausu. Af nógu er að taka, allt frá sex stórum risaeðlum sem ráfa um götur miðbæjarins yfir í tónlistarverk sem samansett er út frá GPS-hnitum og allt þar á milli. „Í listrænni sýn hátíðarinnar kemur fram að listir séu ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra og ég vona að dagskráin í ár beri því vitni. Ég vil ekki að fólk þurfi að taka upp veskið í hvert skipti sem það nýtur lista, þó það sé bæði nauðsynlegt og skiljanlegt inn á milli,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Listahátíð er rekin að stærstum hluta fyrir almannafé. Ég lít á það sem skyldu hátíðarinnar að mæta sem fjölbreyttustum hópi og til þess þarf að beita alls konar leiðum bæði í verkefnavali, framsetningu og kynningu.“Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík.Vigdís segir að hugsunin með hátíðinni í ár hafi einnig verið sú að fólk ætti ekki að þurfa í hvert sinn að setja sig í sérstakar stellingar eða fara inn ákveðnar byggingar til að fá listræna upplifun. „Hátíðin ber merki þessa. Hún er dreifð um borgina og reyndar upp um fjöll og firnindi líka! Fólk getur átt von á að mæta hátíðinni á óvæntum stöðum og tímum. Þannig stefnumót geta hreyft við okkur á allt annan hátt og verið dýrmæt upplifun,“ segir Vigdís. „Samtalið sem við getum átt í gegnum listina er svo dýrmætt og það þurfa fleiri að hafa tækifæri til að koma að því borði. Ein af hindrununum hvað það varðar er efnahagur. Fyrir Listahátíð, sem er að stóru leyti styrkt fyrir almannafé, er mögulegt að rjúfa að minnsta kosti þann vegg að hluta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
Ekki þarf alltaf að taka upp veskið til að fá að skoða og upplifa list. Listahátíð í Reykjavík samanstendur af 80 viðburðum og drjúgur hluti að kostnaðarlausu. Af nógu er að taka, allt frá sex stórum risaeðlum sem ráfa um götur miðbæjarins yfir í tónlistarverk sem samansett er út frá GPS-hnitum og allt þar á milli. „Í listrænni sýn hátíðarinnar kemur fram að listir séu ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra og ég vona að dagskráin í ár beri því vitni. Ég vil ekki að fólk þurfi að taka upp veskið í hvert skipti sem það nýtur lista, þó það sé bæði nauðsynlegt og skiljanlegt inn á milli,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Listahátíð er rekin að stærstum hluta fyrir almannafé. Ég lít á það sem skyldu hátíðarinnar að mæta sem fjölbreyttustum hópi og til þess þarf að beita alls konar leiðum bæði í verkefnavali, framsetningu og kynningu.“Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík.Vigdís segir að hugsunin með hátíðinni í ár hafi einnig verið sú að fólk ætti ekki að þurfa í hvert sinn að setja sig í sérstakar stellingar eða fara inn ákveðnar byggingar til að fá listræna upplifun. „Hátíðin ber merki þessa. Hún er dreifð um borgina og reyndar upp um fjöll og firnindi líka! Fólk getur átt von á að mæta hátíðinni á óvæntum stöðum og tímum. Þannig stefnumót geta hreyft við okkur á allt annan hátt og verið dýrmæt upplifun,“ segir Vigdís. „Samtalið sem við getum átt í gegnum listina er svo dýrmætt og það þurfa fleiri að hafa tækifæri til að koma að því borði. Ein af hindrununum hvað það varðar er efnahagur. Fyrir Listahátíð, sem er að stóru leyti styrkt fyrir almannafé, er mögulegt að rjúfa að minnsta kosti þann vegg að hluta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira