Persónukjör hyglar körlum í sveitarstjórnarkosningum Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2018 09:00 Úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar á síðasta kjörtímabili hvar sátu sjö konur og fjórir karla. Fréttablaðið/GVA Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið er minna þar sem persónukjör var viðhaft. Konur eru um 47 prósent kjörinna sveitarstjórnarmanna á landinu. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir konur ekki eiga eins mikla möguleika á að komast í stjórn sveitarfélaga þar sem persónukjör er viðhaft. Í þeim sveitarfélögum sem kjósendur gátu valið á milli framboðslista í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum náðu konur óvenju góðri kosningu. Þar eru konur 47,8 prósent kjörinna fulltrúa. Hins vegar er hlutfall kvenna minna í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör var viðhaft. Þar er hlutfall kvenna 42,8 prósent. Persónukjör var í fimmtán sveitarfélögum. „Í alþjóðlegum samanburði erum við með mjög hátt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og erum alveg við toppinn þar og því ber að fagna,“ segir Eva Marín. „En það er alveg rétt að konur hafa átt erfiðara uppdráttar í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör er viðhaft. Einnig verður að hafa í huga að þar er um að ræða afar fámenn sveitarfélög. Við höfum séð tengsl milli stærðar sveitarfélaga og hlutfalls kvenna í sveitarstjórnum. Konur ná betur inn í sveitarstjórnir eftir því sem sveitarfélögin verða stærri.“Eva Marín HlynsdóttirAthygli vekur þó að aðeins tvær konur náðu kjöri í tveimur stórum sveitarfélögum á íslenskan mælikvarða, Mosfellsbæ og Árborg. Hins vegar munu sjö karlar sitja í þessum sveitarstjórnum á næsta kjörtímabili. „Það virðist líka vera að karlar séu oftar oddvitar sinna framboða. Ef svo gerist að margir flokkar ná inn oddvitum þá skekkist hlutfall kynjanna mikið,“ segir Eva Marín. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir mikilvægt að konur standi einnig í stafni sinna flokka til að tryggja að bæði kynin komi að borðinu. „Ef við ætlum að ná sem jöfnustu hlutfalli innan hvers sveitarfélags fyrir sig þá eru fléttulistar besta leiðin að mínu mati og að konur séu í oddvitasætum til jafns á við karla,“ segir Katrín Björg. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessu er samt sem áður erfitt að stjórna enda margt sem getur haft áhrif en í þessum efnum eins og mörgum öðrum þá er það meðvitund þeirra sem velja á lista sem skiptir höfuðmáli og að leitað sé jafnt til kvenna og karla. Í óhlutbundnum kosningum er málið auðvitað flóknara. Þar skiptir þó líka máli meðvitundin um að kjósa þurfi bæði konur og karla því auðvitað viljum við að sveitarstjórnir endurspegli þau samfélög sem þeim er falið að stjórna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið er minna þar sem persónukjör var viðhaft. Konur eru um 47 prósent kjörinna sveitarstjórnarmanna á landinu. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir konur ekki eiga eins mikla möguleika á að komast í stjórn sveitarfélaga þar sem persónukjör er viðhaft. Í þeim sveitarfélögum sem kjósendur gátu valið á milli framboðslista í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum náðu konur óvenju góðri kosningu. Þar eru konur 47,8 prósent kjörinna fulltrúa. Hins vegar er hlutfall kvenna minna í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör var viðhaft. Þar er hlutfall kvenna 42,8 prósent. Persónukjör var í fimmtán sveitarfélögum. „Í alþjóðlegum samanburði erum við með mjög hátt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og erum alveg við toppinn þar og því ber að fagna,“ segir Eva Marín. „En það er alveg rétt að konur hafa átt erfiðara uppdráttar í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör er viðhaft. Einnig verður að hafa í huga að þar er um að ræða afar fámenn sveitarfélög. Við höfum séð tengsl milli stærðar sveitarfélaga og hlutfalls kvenna í sveitarstjórnum. Konur ná betur inn í sveitarstjórnir eftir því sem sveitarfélögin verða stærri.“Eva Marín HlynsdóttirAthygli vekur þó að aðeins tvær konur náðu kjöri í tveimur stórum sveitarfélögum á íslenskan mælikvarða, Mosfellsbæ og Árborg. Hins vegar munu sjö karlar sitja í þessum sveitarstjórnum á næsta kjörtímabili. „Það virðist líka vera að karlar séu oftar oddvitar sinna framboða. Ef svo gerist að margir flokkar ná inn oddvitum þá skekkist hlutfall kynjanna mikið,“ segir Eva Marín. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir mikilvægt að konur standi einnig í stafni sinna flokka til að tryggja að bæði kynin komi að borðinu. „Ef við ætlum að ná sem jöfnustu hlutfalli innan hvers sveitarfélags fyrir sig þá eru fléttulistar besta leiðin að mínu mati og að konur séu í oddvitasætum til jafns á við karla,“ segir Katrín Björg. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessu er samt sem áður erfitt að stjórna enda margt sem getur haft áhrif en í þessum efnum eins og mörgum öðrum þá er það meðvitund þeirra sem velja á lista sem skiptir höfuðmáli og að leitað sé jafnt til kvenna og karla. Í óhlutbundnum kosningum er málið auðvitað flóknara. Þar skiptir þó líka máli meðvitundin um að kjósa þurfi bæði konur og karla því auðvitað viljum við að sveitarstjórnir endurspegli þau samfélög sem þeim er falið að stjórna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira