Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta hækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2018 19:00 Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta launahækkun samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerir einnig ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. Ljósmæður telja atkvæðagreiðsluna um samninginn tvísýna og einhverjar hyggjast ekki að draga uppsagnir til baka. Samningurinn var kynntur félagsmönnum síðdegis í gær og atkvæðagreiðslan, sem stendur yfir í tíu daga, hófst í morgun. Ljósmæður hafa verið samningslausar í níu mánuði og gildir kjarasamningurinn sem var undirritaður á þriðjudag fram til loka marsmánaðar á næsta ári, eða í níu mánuði.Ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag voru ekkert sérstaklega ánægðar með samninginn og töldu tvísýnt hvort hann yrði samþykktur. Formaður Ljósmæðrafélagsins segir tilfinningarnar blendnar. „Það eru engin brjáluð fagnaðarlæti. En í þessum samningi eru ákveðnir möguleikar sem sumir meta en aðrir ekki," segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn felur í sér 4,21 prósenta miðlæga launahækkun og nokkrar bókanir en sú helsta gerir ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það kemur ákveðin innspýting frá ráðuneytinu sem er til útfærslu á ýmsum breytingum. Til dæmis að við lækkum ekki, því eins og er þá lækkum við við útskriftina. Það er breytt inntak í starfinu og það ýmislegt svona sem er verið að viðurkenna að hafi ekki verið metið," segir Áslaug. Þessi atriði verða útfærð nánar þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir en nokkrar ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag töldu að skýra þyrfti hvort gert væri ráð fyrir fjölgun stöðugilda til þess að draga úr álagi vegna undirmönnunnar. Fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt upp störfum og segjast sumar þeirra ekki ætla að draga uppsagnir til baka en aðrar höfðu ekki ákveðið sig. Flestar uppsagnir taka gildi um næstu mánaðarmót og telur Áslaug óvíst hvort samningurinn dugi til að halda þeim í starfi. „Þolinmæði ljósmæðra er algjörlega á þrotum. Þær eru búnar að vera undir miklu álagi, standa í miklum deilum og veseni undanfarin ár. Þeim finnst þær ekki metnar að verðleikum og mér finnst það reyndar ekki heldur. Þannig ég veit ekki hvað verður," segir Áslaug. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta launahækkun samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerir einnig ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. Ljósmæður telja atkvæðagreiðsluna um samninginn tvísýna og einhverjar hyggjast ekki að draga uppsagnir til baka. Samningurinn var kynntur félagsmönnum síðdegis í gær og atkvæðagreiðslan, sem stendur yfir í tíu daga, hófst í morgun. Ljósmæður hafa verið samningslausar í níu mánuði og gildir kjarasamningurinn sem var undirritaður á þriðjudag fram til loka marsmánaðar á næsta ári, eða í níu mánuði.Ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag voru ekkert sérstaklega ánægðar með samninginn og töldu tvísýnt hvort hann yrði samþykktur. Formaður Ljósmæðrafélagsins segir tilfinningarnar blendnar. „Það eru engin brjáluð fagnaðarlæti. En í þessum samningi eru ákveðnir möguleikar sem sumir meta en aðrir ekki," segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn felur í sér 4,21 prósenta miðlæga launahækkun og nokkrar bókanir en sú helsta gerir ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það kemur ákveðin innspýting frá ráðuneytinu sem er til útfærslu á ýmsum breytingum. Til dæmis að við lækkum ekki, því eins og er þá lækkum við við útskriftina. Það er breytt inntak í starfinu og það ýmislegt svona sem er verið að viðurkenna að hafi ekki verið metið," segir Áslaug. Þessi atriði verða útfærð nánar þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir en nokkrar ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag töldu að skýra þyrfti hvort gert væri ráð fyrir fjölgun stöðugilda til þess að draga úr álagi vegna undirmönnunnar. Fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt upp störfum og segjast sumar þeirra ekki ætla að draga uppsagnir til baka en aðrar höfðu ekki ákveðið sig. Flestar uppsagnir taka gildi um næstu mánaðarmót og telur Áslaug óvíst hvort samningurinn dugi til að halda þeim í starfi. „Þolinmæði ljósmæðra er algjörlega á þrotum. Þær eru búnar að vera undir miklu álagi, standa í miklum deilum og veseni undanfarin ár. Þeim finnst þær ekki metnar að verðleikum og mér finnst það reyndar ekki heldur. Þannig ég veit ekki hvað verður," segir Áslaug.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira