SURA frumsýnir nýtt myndband á Vísi Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júní 2018 14:30 Þura Stína er glæsileg í myndbandinu. „Ég samdi textann við lagið um leið og ég heyrði það. Var varla búin að fá það í hendurnar,“ segir tónlistarkonan Þura Stína sem gefur frá sér nýtt lag og myndband í samstarfi við Whyrun í dag. Listamannsnafn hennar er SURA og ber lagið nafnið Alltaf strax. „Þetta small bara strax og ég hafði samband við Ými og fékk lagið hjá honum. Það er ótrúlega fyndið hvað þetta einhvern veginn small bara strax. Vinnslan við myndbandið og síðan eftirvinnslan tóku svolítið á en ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og útgáfuna. Ég er búin að vera í mjög miklu sumarskapi í allri rigningunni við lokaferlið á laginu,“ segir Þura en Whyrun er einmitt framleiðandinn Ýmir Rúnarsson. Þura segir að sagan á bakvið myndbandið taki mið af textanum í laginu en hér að neðan má lesa viðlagið:Hringi og bið þig að komaÞú kemur alltaf straxSegi þér síðan að faraNenni ekki meir í dagÞú hringir, á ég að koma?Kem ekki alltaf straxEr orðin leið á að svaraSendu mér bara snapp „Myndbandið var unnið af leikstjóranum Álfheiði Mörtu og heimurinn í því var unninn af okkur saman. Öll smáatriði og konsept voru líka í höndum förðunarfræðingsins Helgu Sæunnar Þorkelsdóttur, stílistans Díönu Rós Breckmann og proppsarans Ólöf Rut Stefánsdóttir. Það var hugsað þvílíkt vel út í alla ramma og allt skipti máli sem skilar sér í heildarmyndinni.“ SURA kemur fram á Secret Solstice í sumar. „Þar verður allt efnið mitt spilað í fyrsta skipti, svo eru fleiri stærri verkefni bókuð í sumar sem á eftir að tilkynna. Með haustinu kemur svo platan mín út og Iceland Airwaves er svo einnig í haust.“ Hér að neðan má sjá nýja myndbandið með Þuru Stínu við lagið Alltaf strax. Menning Tengdar fréttir Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég samdi textann við lagið um leið og ég heyrði það. Var varla búin að fá það í hendurnar,“ segir tónlistarkonan Þura Stína sem gefur frá sér nýtt lag og myndband í samstarfi við Whyrun í dag. Listamannsnafn hennar er SURA og ber lagið nafnið Alltaf strax. „Þetta small bara strax og ég hafði samband við Ými og fékk lagið hjá honum. Það er ótrúlega fyndið hvað þetta einhvern veginn small bara strax. Vinnslan við myndbandið og síðan eftirvinnslan tóku svolítið á en ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og útgáfuna. Ég er búin að vera í mjög miklu sumarskapi í allri rigningunni við lokaferlið á laginu,“ segir Þura en Whyrun er einmitt framleiðandinn Ýmir Rúnarsson. Þura segir að sagan á bakvið myndbandið taki mið af textanum í laginu en hér að neðan má lesa viðlagið:Hringi og bið þig að komaÞú kemur alltaf straxSegi þér síðan að faraNenni ekki meir í dagÞú hringir, á ég að koma?Kem ekki alltaf straxEr orðin leið á að svaraSendu mér bara snapp „Myndbandið var unnið af leikstjóranum Álfheiði Mörtu og heimurinn í því var unninn af okkur saman. Öll smáatriði og konsept voru líka í höndum förðunarfræðingsins Helgu Sæunnar Þorkelsdóttur, stílistans Díönu Rós Breckmann og proppsarans Ólöf Rut Stefánsdóttir. Það var hugsað þvílíkt vel út í alla ramma og allt skipti máli sem skilar sér í heildarmyndinni.“ SURA kemur fram á Secret Solstice í sumar. „Þar verður allt efnið mitt spilað í fyrsta skipti, svo eru fleiri stærri verkefni bókuð í sumar sem á eftir að tilkynna. Með haustinu kemur svo platan mín út og Iceland Airwaves er svo einnig í haust.“ Hér að neðan má sjá nýja myndbandið með Þuru Stínu við lagið Alltaf strax.
Menning Tengdar fréttir Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Frelsandi að gefa út efni ein Tónlistarkonan SURA hefur komið víða við en gefur í dag út lag í fyrsta skipti ein síns liðs. 24. apríl 2018 14:00