Óttast um líf sitt og limi við vegalagningu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júní 2018 08:00 Frá vegavinnu við Sæbraut í gær. Skammt er síðan ökumaður ók á skilti sambærilegt sem hér sést þar sem hann var ekki með hugann við aksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sýni ökumenn ekki nægilegt tillit við akstur fram hjá vegaframkvæmdum getur komið til greina að loka fyrir umferð á meðan vinna stendur yfir. Verktaki segir að oft hafi litlu mátt muna að slys yrðu á starfsfólki. Í vor samþykkti ríkisstjórnin að verja á árinu fjórum milljörðum króna í brýnar vegaframkvæmdir. Fjármunirnir komu úr almennum varasjóði fjármála- og efnahagsráðherra. Sökum þessa hefur verið meira um vegaframkvæmdir en fyrri ár enda viðhaldsþörfin mikil víða. Ekki eru þó allir sem sýna útlagningarmönnum það tillit sem þeir þurfa til að vinna vinnu sína örugglega.„Dag eftir dag og nótt eftir nótt hafa ökumenn sýnt okkur þvílíka óvirðingu.“ „Margir hverjir hafa ekið hratt og ógætilega. Sem betur fer hafa allir sloppið heilir frá þessu en við höfum verið skíthræddir um líf okkar,“ segir Pétur Ármann Hjaltason, öryggisstjóri hjá Hlaðbæ Colas. Sem dæmi um alvarleg atvik sem hafa orðið á síðustu vikum nefnir Pétur meðal annars þegar starfsmenn fyrirtækisins voru við störf við Mosfellsbæ. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Við upphaf framkvæmdasvæðisins var ljósakerra sem beindi ökumönnum á þá akrein sem ekki var verið að vinna við. Þar fann ökumaður ekki leið fram hjá kerrunni og endaði á að aka á hana. Í sömu viku valt bifreið inn á athafnasvæði og þá mátti litlu muna að flutningabíll æki á starfsmenn við vinnu á Reykjanesbraut. „Það minnti okkur óþægilega mikið á atvik sem varð fyrir tveimur árum þegar starfsmaður okkar varð fyrir spegli langferðabíls sem ók fram hjá,“ segir Pétur. Að hans sögn er það samdóma álit vegavinnufólks að atvinnubílstjórar aki ógætilegast fram hjá framkvæmdasvæðum. „Við erum boðnir og búnir til að vinna þessi verk en við ætlum ekki að fórna lífi og limum. Ef það næst ekki að fólk hagi sér þá er okkur sá kostur nauðugur að loka götum meðan unnið er með tilheyrandi töfum og truflunum á umferð,“ segir Pétur. Nafni hans G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, tekur í sama streng. Um viðvarandi vandamál sé að ræða en þó beri meira á því nú sökum fjölgunar framkvæmda og aukinnar umferðar. „Erlendis hefur sú leið einnig verið farin að hækka sektir fyrir brot sem verða á vinnusvæðum eða að taka upp ljósastýringu. Besta leiðin fyrir alla er hins vegar ef vegfarendur virða hraðatakmarkanir við vinnusvæði,“ segir Pétur. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Sýni ökumenn ekki nægilegt tillit við akstur fram hjá vegaframkvæmdum getur komið til greina að loka fyrir umferð á meðan vinna stendur yfir. Verktaki segir að oft hafi litlu mátt muna að slys yrðu á starfsfólki. Í vor samþykkti ríkisstjórnin að verja á árinu fjórum milljörðum króna í brýnar vegaframkvæmdir. Fjármunirnir komu úr almennum varasjóði fjármála- og efnahagsráðherra. Sökum þessa hefur verið meira um vegaframkvæmdir en fyrri ár enda viðhaldsþörfin mikil víða. Ekki eru þó allir sem sýna útlagningarmönnum það tillit sem þeir þurfa til að vinna vinnu sína örugglega.„Dag eftir dag og nótt eftir nótt hafa ökumenn sýnt okkur þvílíka óvirðingu.“ „Margir hverjir hafa ekið hratt og ógætilega. Sem betur fer hafa allir sloppið heilir frá þessu en við höfum verið skíthræddir um líf okkar,“ segir Pétur Ármann Hjaltason, öryggisstjóri hjá Hlaðbæ Colas. Sem dæmi um alvarleg atvik sem hafa orðið á síðustu vikum nefnir Pétur meðal annars þegar starfsmenn fyrirtækisins voru við störf við Mosfellsbæ. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Við upphaf framkvæmdasvæðisins var ljósakerra sem beindi ökumönnum á þá akrein sem ekki var verið að vinna við. Þar fann ökumaður ekki leið fram hjá kerrunni og endaði á að aka á hana. Í sömu viku valt bifreið inn á athafnasvæði og þá mátti litlu muna að flutningabíll æki á starfsmenn við vinnu á Reykjanesbraut. „Það minnti okkur óþægilega mikið á atvik sem varð fyrir tveimur árum þegar starfsmaður okkar varð fyrir spegli langferðabíls sem ók fram hjá,“ segir Pétur. Að hans sögn er það samdóma álit vegavinnufólks að atvinnubílstjórar aki ógætilegast fram hjá framkvæmdasvæðum. „Við erum boðnir og búnir til að vinna þessi verk en við ætlum ekki að fórna lífi og limum. Ef það næst ekki að fólk hagi sér þá er okkur sá kostur nauðugur að loka götum meðan unnið er með tilheyrandi töfum og truflunum á umferð,“ segir Pétur. Nafni hans G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, tekur í sama streng. Um viðvarandi vandamál sé að ræða en þó beri meira á því nú sökum fjölgunar framkvæmda og aukinnar umferðar. „Erlendis hefur sú leið einnig verið farin að hækka sektir fyrir brot sem verða á vinnusvæðum eða að taka upp ljósastýringu. Besta leiðin fyrir alla er hins vegar ef vegfarendur virða hraðatakmarkanir við vinnusvæði,“ segir Pétur.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44