Núna eða aldrei Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2018 08:45 Læknahjónin Kristmundur og Jurate Ásmundsson eru dyggir stuðningsmenn íslenska fótboltalandsliðsins og ætla að fylgja liðinu vítt og breitt eftir í Rússlandi og skoða land og þjóð á milli leikja. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Læknahjónin Kristmundur og Jurate Ásmundsson bókuðu 33 hótel í Rússlandi kvöldið sem ljóst varð að Íslendingar færu á HM. Í för með þeim er einlæg trú á landsliðið. Kvöldið sem Íslendingar tryggðu sig á HM, eftir sigur gegn Kósovó, stóð ég upp úr sófanum og sagði við frúna: „Það er nú eða aldrei,“ enda var búið að vera lengi í bígerð hjá okkur hjónum að fara til Rússlands,“ segir Kristmundur Ásmundsson, öldrunarlæknir á Landakotsspítala. Þetta sama kvöld hófst Kristmundur þegar handa við undirbúning ferðalagsins á HM. Dæmið leit svona út: Ellefu mögulegir leikstaðir og þrír leikir á hverjum stað; samtals 33 mögulegir HM-leikir. „Til að fá sem best kjör pantaði ég strax flugmiða og 33 hótel í gegnum booking.com, og þegar dregið var í riðla 1. desember afpantaði ég það sem ég þurfti ekki lengur með og keypti miða í fyrstu umferð,“ útskýrir Kristmundur sem pantaði fimm miða á mann og á einnig miða í sextán og átta liða úrslit, ef til þess kemur fyrir Ísland. „Fari Ísland alla leið verður vissulega svekkjandi að vera ekki með en ég ákvað að kaupa ekki fleiri miða þar sem ég þarf að mæta í vinnu eftir sumarfríið. Ég á svo ekki von á því að það verði erfitt að selja þessa miða ef með þarf, og vafalaust margir sem vilja komast á þessa leiki, sama hvaða lönd keppa, en við vonumst auðvitað til að Ísland verði eitt af þeim.“Bæði elska og hata Rússa Eiginkona Kristmundar, Jurate Ásmundsson, læknir og sérfræðingur í meinafræði og frumumeinafræðum á Landspítala, er potturinn og pannan í Rússlandsferð þeirra hjóna. „Jurate er fædd í Litháen en alin upp í gömlu Sovétríkjunum, talar reiprennandi rússnesku og þekkir rússneska hugsunarháttinn. Litháar elska bæði og hata Rússana, því þeir muna vel eftir kúguninni en elska kúltúrinn. Jurate verður minn leiðsögumaður í þessari ferð og við hlökkum mikið til að skoða þetta stóra land og lenda í þessu gjörólíka umhverfi. Þar býr stolt þjóð með mikla sögu og menningu, dásamlega tónlist og einkar ljúffengan. Það segir sitt um trú mína á landsliðinu að ég keypti alla þessa miða og er búinn að fá leyfi á spítalanum,“ segir Kristmundur. Þau hjón verða á ferðalagi um Rússland í þrjár til fjórar vikur, allt eftir gengi landsliðsins á HM. „En þótt fótboltaleikirnir séu hápunktar ferðarinnar er svo óskaplega margt og merkilegt að skoða í Rússlandi. Ég hlakka ósegjanlega til að sjá Vetrarhöllina í St. Pétursborg, rússneska náttúru, fólkið og Kreml, og Jurate er ákveðin í að sjá lík Leníns í grafhýsi hans á Rauða torginu í Moskvu,“ segir Kristmundur en þau hjón verða í Nischni Nowgorod á meðan þau bíða eftir leiknum á móti Nígeríu í Volgograd og fara þaðan til Rostov. Lék fótbolta með Breiðabliki Kristmundur og Jurate flugu utan 9. júní með fyrsta beina flugi Siberian Airlines frá Keflavík til Moskvu. Í ferðinni munu þau leggja 5.000 kílómetra að baki og fljúga á milli staða. „Það verður ævintýri að fara á fyrsta leik Íslands í Moskvu og svo sérlega áhugavert að horfa á leikinn á móti Nígeríumönnum því þeir spila svo ólíkan fótbolta. Ég segi eins og landsliðsmennirnir, að maður er orðinn svolítið þreyttur á að spila á móti Króatíu, en það gæti orðið æsispennandi leikur sem ræður úrslitum um hvernig allt fer,“ segir Kristmundur fullur áhuga og haldinn íþróttabakteríu frá unglingsárunum en hann lék knattspyrnu til tvítugs og handbolta til þrítugs. „Áhugi á landsliðinu dvínar aldrei en mér er orðið nokk sama hvað er að gerast í enska boltanum. Ég hélt með Leeds United á árum áður en þeir geta bara ekkert í boltanum svo ég nenni ekki að fylgjast með þeim lengur,“ segir Kristmundur sem spilaði fótbolta með Breiðabliki og handbolta með KR og Gróttu. „Breiðablik hélt mér í liðum sínum upp í tvítugt en það reyndi aldrei almennilega á hæfileika mína þar sem ég var alltaf rifinn úr boltanum í miðjum klíðum og sendur í sveit á sumrin. Síðar tók handboltinn yfir og ég var nógu góður til að spila nokkur ár með meistaraflokki Gróttu í fyrstu deild.“ Geðshræring í stúkunni Eftirlætisleikmaður Kristmundar nú um stundir er Gylfi Sigurðsson. „Gylfi stendur svolítið upp úr en reyndar eru þeir hver öðrum skemmtilegri, strákarnir í landsliðinu, og nú er komið í liðið fullt af ungum piltum sem er forvitnilegt að fylgjast með. Mér finnst líka mjög gaman að fylgjast með fyrirliðanum Aroni Einari, sem er gríðarlegur karakter, og hvernig hann stýrir sínum mönnum,“ segir Kristmundur fullur tilhlökkunar til að setjast í rússneskar stúkur með áhangendum íslenska landsliðsins. „Rétt eins og aðrir get ég vissulega komist í uppnám og það fer örugglega geðshræring um mann yfir að vera staddur mitt í þessu öllu saman. Það verður ógleymanleg upplifun að taka þátt í víkingaklappinu og kyrja „Áfram Ísland!“ í kraftmiklum kór. Ég er líka búinn að kaupa miða í íslensku eftirpartíin í Volgograd og Rostov en ég sleppi partíinu í Moskvu því þar ætla ég að hitta vin minn og gera eitthvað með honum eftir leik.“ Í farteskinu hjá Kristmundi og Jurate er von og trú á íslenska landsliðinu. „Það segir sitt um trú mína á íslenska landsliðinu að ég keypti alla þessa miða og er búinn að fá leyfi ef til kemur á spítalanum. Það er heldur engin ástæða til annars en að trúa og vona það besta. Ef íslenska landsliðið nær sama takti og það gerði í Frakklandi, og hefur sýnt í leikjum riðlakeppninnar, mun því ganga allt að óskum. Menn geta auðvitað verið óheppnir og fengið á sig slysamörk en að því slepptu mun þeim ganga vel,“ segir Kristmundur sem heldur með Svíum ef Íslendingar detta út. „Eftir að hafa búið og starfað sem læknir um árabil í Svíþjóð mun ég vitaskuld halda með Svíum, og ef Svíarnir detta út verður varaliðið að sjálfsögðu Danir. Í dag er þó aðeins eitt sem kemst að og það er: Áfram Ísland!“ segir Kristmundur kátur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira
Læknahjónin Kristmundur og Jurate Ásmundsson bókuðu 33 hótel í Rússlandi kvöldið sem ljóst varð að Íslendingar færu á HM. Í för með þeim er einlæg trú á landsliðið. Kvöldið sem Íslendingar tryggðu sig á HM, eftir sigur gegn Kósovó, stóð ég upp úr sófanum og sagði við frúna: „Það er nú eða aldrei,“ enda var búið að vera lengi í bígerð hjá okkur hjónum að fara til Rússlands,“ segir Kristmundur Ásmundsson, öldrunarlæknir á Landakotsspítala. Þetta sama kvöld hófst Kristmundur þegar handa við undirbúning ferðalagsins á HM. Dæmið leit svona út: Ellefu mögulegir leikstaðir og þrír leikir á hverjum stað; samtals 33 mögulegir HM-leikir. „Til að fá sem best kjör pantaði ég strax flugmiða og 33 hótel í gegnum booking.com, og þegar dregið var í riðla 1. desember afpantaði ég það sem ég þurfti ekki lengur með og keypti miða í fyrstu umferð,“ útskýrir Kristmundur sem pantaði fimm miða á mann og á einnig miða í sextán og átta liða úrslit, ef til þess kemur fyrir Ísland. „Fari Ísland alla leið verður vissulega svekkjandi að vera ekki með en ég ákvað að kaupa ekki fleiri miða þar sem ég þarf að mæta í vinnu eftir sumarfríið. Ég á svo ekki von á því að það verði erfitt að selja þessa miða ef með þarf, og vafalaust margir sem vilja komast á þessa leiki, sama hvaða lönd keppa, en við vonumst auðvitað til að Ísland verði eitt af þeim.“Bæði elska og hata Rússa Eiginkona Kristmundar, Jurate Ásmundsson, læknir og sérfræðingur í meinafræði og frumumeinafræðum á Landspítala, er potturinn og pannan í Rússlandsferð þeirra hjóna. „Jurate er fædd í Litháen en alin upp í gömlu Sovétríkjunum, talar reiprennandi rússnesku og þekkir rússneska hugsunarháttinn. Litháar elska bæði og hata Rússana, því þeir muna vel eftir kúguninni en elska kúltúrinn. Jurate verður minn leiðsögumaður í þessari ferð og við hlökkum mikið til að skoða þetta stóra land og lenda í þessu gjörólíka umhverfi. Þar býr stolt þjóð með mikla sögu og menningu, dásamlega tónlist og einkar ljúffengan. Það segir sitt um trú mína á landsliðinu að ég keypti alla þessa miða og er búinn að fá leyfi á spítalanum,“ segir Kristmundur. Þau hjón verða á ferðalagi um Rússland í þrjár til fjórar vikur, allt eftir gengi landsliðsins á HM. „En þótt fótboltaleikirnir séu hápunktar ferðarinnar er svo óskaplega margt og merkilegt að skoða í Rússlandi. Ég hlakka ósegjanlega til að sjá Vetrarhöllina í St. Pétursborg, rússneska náttúru, fólkið og Kreml, og Jurate er ákveðin í að sjá lík Leníns í grafhýsi hans á Rauða torginu í Moskvu,“ segir Kristmundur en þau hjón verða í Nischni Nowgorod á meðan þau bíða eftir leiknum á móti Nígeríu í Volgograd og fara þaðan til Rostov. Lék fótbolta með Breiðabliki Kristmundur og Jurate flugu utan 9. júní með fyrsta beina flugi Siberian Airlines frá Keflavík til Moskvu. Í ferðinni munu þau leggja 5.000 kílómetra að baki og fljúga á milli staða. „Það verður ævintýri að fara á fyrsta leik Íslands í Moskvu og svo sérlega áhugavert að horfa á leikinn á móti Nígeríumönnum því þeir spila svo ólíkan fótbolta. Ég segi eins og landsliðsmennirnir, að maður er orðinn svolítið þreyttur á að spila á móti Króatíu, en það gæti orðið æsispennandi leikur sem ræður úrslitum um hvernig allt fer,“ segir Kristmundur fullur áhuga og haldinn íþróttabakteríu frá unglingsárunum en hann lék knattspyrnu til tvítugs og handbolta til þrítugs. „Áhugi á landsliðinu dvínar aldrei en mér er orðið nokk sama hvað er að gerast í enska boltanum. Ég hélt með Leeds United á árum áður en þeir geta bara ekkert í boltanum svo ég nenni ekki að fylgjast með þeim lengur,“ segir Kristmundur sem spilaði fótbolta með Breiðabliki og handbolta með KR og Gróttu. „Breiðablik hélt mér í liðum sínum upp í tvítugt en það reyndi aldrei almennilega á hæfileika mína þar sem ég var alltaf rifinn úr boltanum í miðjum klíðum og sendur í sveit á sumrin. Síðar tók handboltinn yfir og ég var nógu góður til að spila nokkur ár með meistaraflokki Gróttu í fyrstu deild.“ Geðshræring í stúkunni Eftirlætisleikmaður Kristmundar nú um stundir er Gylfi Sigurðsson. „Gylfi stendur svolítið upp úr en reyndar eru þeir hver öðrum skemmtilegri, strákarnir í landsliðinu, og nú er komið í liðið fullt af ungum piltum sem er forvitnilegt að fylgjast með. Mér finnst líka mjög gaman að fylgjast með fyrirliðanum Aroni Einari, sem er gríðarlegur karakter, og hvernig hann stýrir sínum mönnum,“ segir Kristmundur fullur tilhlökkunar til að setjast í rússneskar stúkur með áhangendum íslenska landsliðsins. „Rétt eins og aðrir get ég vissulega komist í uppnám og það fer örugglega geðshræring um mann yfir að vera staddur mitt í þessu öllu saman. Það verður ógleymanleg upplifun að taka þátt í víkingaklappinu og kyrja „Áfram Ísland!“ í kraftmiklum kór. Ég er líka búinn að kaupa miða í íslensku eftirpartíin í Volgograd og Rostov en ég sleppi partíinu í Moskvu því þar ætla ég að hitta vin minn og gera eitthvað með honum eftir leik.“ Í farteskinu hjá Kristmundi og Jurate er von og trú á íslenska landsliðinu. „Það segir sitt um trú mína á íslenska landsliðinu að ég keypti alla þessa miða og er búinn að fá leyfi ef til kemur á spítalanum. Það er heldur engin ástæða til annars en að trúa og vona það besta. Ef íslenska landsliðið nær sama takti og það gerði í Frakklandi, og hefur sýnt í leikjum riðlakeppninnar, mun því ganga allt að óskum. Menn geta auðvitað verið óheppnir og fengið á sig slysamörk en að því slepptu mun þeim ganga vel,“ segir Kristmundur sem heldur með Svíum ef Íslendingar detta út. „Eftir að hafa búið og starfað sem læknir um árabil í Svíþjóð mun ég vitaskuld halda með Svíum, og ef Svíarnir detta út verður varaliðið að sjálfsögðu Danir. Í dag er þó aðeins eitt sem kemst að og það er: Áfram Ísland!“ segir Kristmundur kátur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira