Kvarta undan herferð Félags garðyrkjumanna Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2018 06:00 Skjáskot úr umtalaðri auglýsingu Félags garðyrkjumanna. Innfluttu grænmeti var ekki gert hátt undir höfði. auglýsing félags garðyrkjumanna Innnes hefur sent inn kvörtun til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Félags garðyrkjumanna þar sem borið er saman innflutt grænmeti og innlent. Telur Innnes auglýsingarnar brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Félag garðyrkjumanna hóf auglýsingaherferð sína um svipað leyti og landsmenn sátu límdir við sjónvarpstækin uppteknir af því að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Auglýsingarnar vöktu nokkra athygli þar sem kona sést ganga í kjörbúð og taka upp innflutta agúrku. Þegar konan bar agúrkuna að eyra sínu mátti heyra sturtað niður úr klósetti. Síðar bar konan íslenska agúrku að eyra sér og heyrði þá í íslenskri náttúru. Við þetta er Innnes ekki sátt. „Þarna er verið að bera saman innflutt og innlent grænmeti og ýjað að því að allt innflutt grænmeti sé ræktað með óheilnæmu vatni og á versta veg en mikil gæði séu á bak við það innlenda,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. „Þegar samanburðarauglýsingar eru annars vegar verða menn að hafa rökstuðning fyrir samanburðinum. Í þessu dæmi er ekki hægt að benda á neitt.“ Innnes kaupir mikið af grænmeti frá Félagi garðyrkjumanna en flytur einnig inn grænmeti og ávexti. „Við kaupum innlenda framleiðslu af því að við vitum að hún er góð. Einnig flytjum við inn mikið magn frá framleiðendum sem við skoðum og tökum út gæðin hjá,“ segir Magnús Óli.Hvað með Ara Eldjárn? Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjumanna, segir það hafa komið sér og félaginu á óvart að kvörtun hafi borist. „Við lögðum upp með nokkra lykilþætti sem er aðgengi að hreinu vatni, nálægð við markaðinn og kolefnisfótspor matvælanna sem og vinnuréttarsjónarmið. Hér eru greidd rétt laun fyrir vinnuna,“ segir Gunnlaugur. „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og húmor í þessu. En samkvæmt þessu hafa ekki allir húmor fyrir þessu. Erum við komin á þann stað að ekkert megi segja? Við erum ekki að skaða neinn heldur aðeins vekja umræðu um mikilvæga þætti.“ Gunnlaugur bætir við að húmor sé nú ekki refsiverður. „Ef við megum ekki hafa húmor á þá að henda Mið-Íslandi og Ara Eldjárn í fangelsi?“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Innnes hefur sent inn kvörtun til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Félags garðyrkjumanna þar sem borið er saman innflutt grænmeti og innlent. Telur Innnes auglýsingarnar brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Félag garðyrkjumanna hóf auglýsingaherferð sína um svipað leyti og landsmenn sátu límdir við sjónvarpstækin uppteknir af því að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Auglýsingarnar vöktu nokkra athygli þar sem kona sést ganga í kjörbúð og taka upp innflutta agúrku. Þegar konan bar agúrkuna að eyra sínu mátti heyra sturtað niður úr klósetti. Síðar bar konan íslenska agúrku að eyra sér og heyrði þá í íslenskri náttúru. Við þetta er Innnes ekki sátt. „Þarna er verið að bera saman innflutt og innlent grænmeti og ýjað að því að allt innflutt grænmeti sé ræktað með óheilnæmu vatni og á versta veg en mikil gæði séu á bak við það innlenda,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. „Þegar samanburðarauglýsingar eru annars vegar verða menn að hafa rökstuðning fyrir samanburðinum. Í þessu dæmi er ekki hægt að benda á neitt.“ Innnes kaupir mikið af grænmeti frá Félagi garðyrkjumanna en flytur einnig inn grænmeti og ávexti. „Við kaupum innlenda framleiðslu af því að við vitum að hún er góð. Einnig flytjum við inn mikið magn frá framleiðendum sem við skoðum og tökum út gæðin hjá,“ segir Magnús Óli.Hvað með Ara Eldjárn? Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjumanna, segir það hafa komið sér og félaginu á óvart að kvörtun hafi borist. „Við lögðum upp með nokkra lykilþætti sem er aðgengi að hreinu vatni, nálægð við markaðinn og kolefnisfótspor matvælanna sem og vinnuréttarsjónarmið. Hér eru greidd rétt laun fyrir vinnuna,“ segir Gunnlaugur. „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og húmor í þessu. En samkvæmt þessu hafa ekki allir húmor fyrir þessu. Erum við komin á þann stað að ekkert megi segja? Við erum ekki að skaða neinn heldur aðeins vekja umræðu um mikilvæga þætti.“ Gunnlaugur bætir við að húmor sé nú ekki refsiverður. „Ef við megum ekki hafa húmor á þá að henda Mið-Íslandi og Ara Eldjárn í fangelsi?“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira