Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 14. júní 2018 08:00 Inga Bjarnason hefur verið með stærstu sýningarnar í Iðnó í 20 ár. Fréttablaðið/Þórsteinn Inga Bjarnason leikstjóri hefur áhyggjur af ástandinu í Iðnó og hefur ákveðið að færa sig yfir í Tjarnarbíó. „Þetta er sorglegra en tárum taki,“ segir Inga en Iðnó hefur verið lokað frá því í byrjun júní. Iðnó var synjað um rekstrarleyfi í lok maí, vegna neikvæðra umsagna frá borginni og tengdist það meðal annars því að staðurinn uppfyllti ekki ákveðin öryggisskilyrði. Slökkviliðið og byggingarfulltrúi gerðu síðan úttekt í síðustu viku og voru niðurstöður aftur neikvæðar. Inga hefur flutt sínar stærstu sýningar í Iðnó í yfir 20 ár, stórar klassískar sýningar ásamt því að hafa stofnað barnaleikhús sem hefur átt heimili í Iðnó í fleiri ár. „Mér var sagt að þetta yrði rekið með sama móti og áður, þegar Margrét Rósa Einarsdóttir sá um rekstur. Ég lét á það reyna og var með sýningu um jólin. Eftir þá reynslu sá ég mig knúna til að færa mig yfir í Tjarnarbíó,“ segir Inga.Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Margrét Rósa Einarsdóttir rak Iðnó í um 16 ár þar til nýir rekstraraðilar gerðu samning við Reykjavíkurborg á síðasta ári. „Mér leist ekki á hvernig vinnubrögðum var háttað þarna. Húsið er illa hirt og það er búið að nýta búningsherbergin, sem hafa verið þarna í yfir 100 ár, í geymslur.“„Ég get ekki séð að það sé nein hugsun þarna í þágu menningar. Þetta virkar eins og félagsheimili fyrir ferðamenn. Þetta er ekki sama húsið.“ Hún setur spurningarmerki við það hvers vegna hafi verið ákveðið að umturna starfi sem stóð í blóma. Þórunn Guðmundsdóttir tekur í sama streng og segir það afar leiðinlegt að Iðnó hafi þurft að skella í lás. „Þessir menn sem reka Iðnó eru nú afskaplega indælir og þægilegir í alla staði en það virðist vera lítil þekking til staðar á því hvernig leikhúsi er háttað. Það er varla hægt að setja neitt þarna upp lengur og búningsherbergin eru nýtt í annað,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir tónlistarkona en hún hefur meðal annars sett upp óperur í Iðnó. „Mér finnst það sorglegt að þetta fallega leikhús borgarinnar sé notað í eitthvað annað. Það hafa verið gerðar afskaplega miklar breytingar á starfseminni. Áherslan er greinilega lögð á annað en leikhús.“Unnið að umbótum René Boonekamp, rekstraraðili Iðnó, segir að nú sé unnið að umbótum til þess að uppfylla öryggisskilyrði fyrir rekstrarleyfi. „Við höfum næstum því góðar fréttir. Við erum að laga ákveðna hluti svo að við getum fengið nýtt rekstrarleyfi,“ segir Boonekamp og er bjartsýnn. Aðspurður hvort Iðnó verði opnað í sumar svarar hann því játandi en veit þó ekki nákvæmlega hvenær það verður. „Fallegur staður eins og þessi á ekki að vera lokaður. Við vonumst eftir því að geta opnað sem fyrst.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Inga Bjarnason leikstjóri hefur áhyggjur af ástandinu í Iðnó og hefur ákveðið að færa sig yfir í Tjarnarbíó. „Þetta er sorglegra en tárum taki,“ segir Inga en Iðnó hefur verið lokað frá því í byrjun júní. Iðnó var synjað um rekstrarleyfi í lok maí, vegna neikvæðra umsagna frá borginni og tengdist það meðal annars því að staðurinn uppfyllti ekki ákveðin öryggisskilyrði. Slökkviliðið og byggingarfulltrúi gerðu síðan úttekt í síðustu viku og voru niðurstöður aftur neikvæðar. Inga hefur flutt sínar stærstu sýningar í Iðnó í yfir 20 ár, stórar klassískar sýningar ásamt því að hafa stofnað barnaleikhús sem hefur átt heimili í Iðnó í fleiri ár. „Mér var sagt að þetta yrði rekið með sama móti og áður, þegar Margrét Rósa Einarsdóttir sá um rekstur. Ég lét á það reyna og var með sýningu um jólin. Eftir þá reynslu sá ég mig knúna til að færa mig yfir í Tjarnarbíó,“ segir Inga.Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Margrét Rósa Einarsdóttir rak Iðnó í um 16 ár þar til nýir rekstraraðilar gerðu samning við Reykjavíkurborg á síðasta ári. „Mér leist ekki á hvernig vinnubrögðum var háttað þarna. Húsið er illa hirt og það er búið að nýta búningsherbergin, sem hafa verið þarna í yfir 100 ár, í geymslur.“„Ég get ekki séð að það sé nein hugsun þarna í þágu menningar. Þetta virkar eins og félagsheimili fyrir ferðamenn. Þetta er ekki sama húsið.“ Hún setur spurningarmerki við það hvers vegna hafi verið ákveðið að umturna starfi sem stóð í blóma. Þórunn Guðmundsdóttir tekur í sama streng og segir það afar leiðinlegt að Iðnó hafi þurft að skella í lás. „Þessir menn sem reka Iðnó eru nú afskaplega indælir og þægilegir í alla staði en það virðist vera lítil þekking til staðar á því hvernig leikhúsi er háttað. Það er varla hægt að setja neitt þarna upp lengur og búningsherbergin eru nýtt í annað,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir tónlistarkona en hún hefur meðal annars sett upp óperur í Iðnó. „Mér finnst það sorglegt að þetta fallega leikhús borgarinnar sé notað í eitthvað annað. Það hafa verið gerðar afskaplega miklar breytingar á starfseminni. Áherslan er greinilega lögð á annað en leikhús.“Unnið að umbótum René Boonekamp, rekstraraðili Iðnó, segir að nú sé unnið að umbótum til þess að uppfylla öryggisskilyrði fyrir rekstrarleyfi. „Við höfum næstum því góðar fréttir. Við erum að laga ákveðna hluti svo að við getum fengið nýtt rekstrarleyfi,“ segir Boonekamp og er bjartsýnn. Aðspurður hvort Iðnó verði opnað í sumar svarar hann því játandi en veit þó ekki nákvæmlega hvenær það verður. „Fallegur staður eins og þessi á ekki að vera lokaður. Við vonumst eftir því að geta opnað sem fyrst.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00