Látinn taka poka sinn rétt fyrir vígsluathöfn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Vigga gamla er óvænt miðpunktur deilna í Mýrdalnum. Mynd/Jón Ólafsson „Við hjónin verðum ekki viðstödd athöfnina að Skeiðflöt, þótt við séum á svæðinu. Það svíður sárt, en nærveru minnar er ekki óskað,“ segir séra Skírnir Garðarsson, sem verið hefur verið starfandi sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag verður nýr legsteinn á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu, afhjúpaður í Skeiðflatarkirkjugarði næsta laugardag. Brottfluttar konur úr héraðinu söfnuðu fyrir steininum á leiðið sem var ómerkt. Vigga gamla lést árið 1957.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.Séra Skírnir, sem er héraðsprestur á Suðurlandi, hefur verið afleysingaprestur í Mýrdal fyrir séra Harald M. Kristjánsson og átti að vera til 1. september. Það verður engu að síður Haraldur sem þjónar sem prestur við athöfnina á Skeiðflöt á laugardaginn. Aðspurður segir séra Skírnir þessa tilhögun vera að sér forspurðum og kveðst hafa gert athugasemd til prófasts. Hann hafi hins vegar fengið þau svör fyrir hádegi í gær að Haraldur hafi ákveðið að hætta í fríinu og að samningur við hann varðandi þjónustu í sumar verði afturkallaður. „Ég hef þjónað kallinu í allan vetur í fjarvistum hans, og ég vissi ekki annað en það væri frágengið að ég þjónaði áfram í sumar, enda hafði Haraldur margítrekað þá afstöðu sína til málsins,“ segir séra Skírnir. Héraðspresturinn tekur fram að hann hafi ekki átt í útistöðum við nokkurn mann eystra og átt farsæl samskipti við Vigdísar-nefndina, sóknarnefndir, séra Harald og annað kirkjufólk á svæðinu. „Ég lagði á mig töluverða vinnu í vetur til að útvega mynd af leiði Viggu heitinnar og ég hef hvatt fólk með ráðum og dáð til að koma legsteini upp á leiði hennar. Nú er ekki óskað eftir nærveru minni,“ segir Skírnir sem kveðst fagna því að Vigga gamla skuli nú loks fá bautastein – þótt málið valdi usla meðal kirkjufólksins. „Vigga var afkomandi eldklerksins, séra Jóns Steingrímssonar. Það var aldrei lognmolla kringum þann ágæta mann,“ segir séra Skírnir. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Við hjónin verðum ekki viðstödd athöfnina að Skeiðflöt, þótt við séum á svæðinu. Það svíður sárt, en nærveru minnar er ekki óskað,“ segir séra Skírnir Garðarsson, sem verið hefur verið starfandi sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag verður nýr legsteinn á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu, afhjúpaður í Skeiðflatarkirkjugarði næsta laugardag. Brottfluttar konur úr héraðinu söfnuðu fyrir steininum á leiðið sem var ómerkt. Vigga gamla lést árið 1957.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.Séra Skírnir, sem er héraðsprestur á Suðurlandi, hefur verið afleysingaprestur í Mýrdal fyrir séra Harald M. Kristjánsson og átti að vera til 1. september. Það verður engu að síður Haraldur sem þjónar sem prestur við athöfnina á Skeiðflöt á laugardaginn. Aðspurður segir séra Skírnir þessa tilhögun vera að sér forspurðum og kveðst hafa gert athugasemd til prófasts. Hann hafi hins vegar fengið þau svör fyrir hádegi í gær að Haraldur hafi ákveðið að hætta í fríinu og að samningur við hann varðandi þjónustu í sumar verði afturkallaður. „Ég hef þjónað kallinu í allan vetur í fjarvistum hans, og ég vissi ekki annað en það væri frágengið að ég þjónaði áfram í sumar, enda hafði Haraldur margítrekað þá afstöðu sína til málsins,“ segir séra Skírnir. Héraðspresturinn tekur fram að hann hafi ekki átt í útistöðum við nokkurn mann eystra og átt farsæl samskipti við Vigdísar-nefndina, sóknarnefndir, séra Harald og annað kirkjufólk á svæðinu. „Ég lagði á mig töluverða vinnu í vetur til að útvega mynd af leiði Viggu heitinnar og ég hef hvatt fólk með ráðum og dáð til að koma legsteini upp á leiði hennar. Nú er ekki óskað eftir nærveru minni,“ segir Skírnir sem kveðst fagna því að Vigga gamla skuli nú loks fá bautastein – þótt málið valdi usla meðal kirkjufólksins. „Vigga var afkomandi eldklerksins, séra Jóns Steingrímssonar. Það var aldrei lognmolla kringum þann ágæta mann,“ segir séra Skírnir.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00
Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00