Látinn taka poka sinn rétt fyrir vígsluathöfn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Vigga gamla er óvænt miðpunktur deilna í Mýrdalnum. Mynd/Jón Ólafsson „Við hjónin verðum ekki viðstödd athöfnina að Skeiðflöt, þótt við séum á svæðinu. Það svíður sárt, en nærveru minnar er ekki óskað,“ segir séra Skírnir Garðarsson, sem verið hefur verið starfandi sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag verður nýr legsteinn á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu, afhjúpaður í Skeiðflatarkirkjugarði næsta laugardag. Brottfluttar konur úr héraðinu söfnuðu fyrir steininum á leiðið sem var ómerkt. Vigga gamla lést árið 1957.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.Séra Skírnir, sem er héraðsprestur á Suðurlandi, hefur verið afleysingaprestur í Mýrdal fyrir séra Harald M. Kristjánsson og átti að vera til 1. september. Það verður engu að síður Haraldur sem þjónar sem prestur við athöfnina á Skeiðflöt á laugardaginn. Aðspurður segir séra Skírnir þessa tilhögun vera að sér forspurðum og kveðst hafa gert athugasemd til prófasts. Hann hafi hins vegar fengið þau svör fyrir hádegi í gær að Haraldur hafi ákveðið að hætta í fríinu og að samningur við hann varðandi þjónustu í sumar verði afturkallaður. „Ég hef þjónað kallinu í allan vetur í fjarvistum hans, og ég vissi ekki annað en það væri frágengið að ég þjónaði áfram í sumar, enda hafði Haraldur margítrekað þá afstöðu sína til málsins,“ segir séra Skírnir. Héraðspresturinn tekur fram að hann hafi ekki átt í útistöðum við nokkurn mann eystra og átt farsæl samskipti við Vigdísar-nefndina, sóknarnefndir, séra Harald og annað kirkjufólk á svæðinu. „Ég lagði á mig töluverða vinnu í vetur til að útvega mynd af leiði Viggu heitinnar og ég hef hvatt fólk með ráðum og dáð til að koma legsteini upp á leiði hennar. Nú er ekki óskað eftir nærveru minni,“ segir Skírnir sem kveðst fagna því að Vigga gamla skuli nú loks fá bautastein – þótt málið valdi usla meðal kirkjufólksins. „Vigga var afkomandi eldklerksins, séra Jóns Steingrímssonar. Það var aldrei lognmolla kringum þann ágæta mann,“ segir séra Skírnir. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Sjá meira
„Við hjónin verðum ekki viðstödd athöfnina að Skeiðflöt, þótt við séum á svæðinu. Það svíður sárt, en nærveru minnar er ekki óskað,“ segir séra Skírnir Garðarsson, sem verið hefur verið starfandi sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag verður nýr legsteinn á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu, afhjúpaður í Skeiðflatarkirkjugarði næsta laugardag. Brottfluttar konur úr héraðinu söfnuðu fyrir steininum á leiðið sem var ómerkt. Vigga gamla lést árið 1957.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.Séra Skírnir, sem er héraðsprestur á Suðurlandi, hefur verið afleysingaprestur í Mýrdal fyrir séra Harald M. Kristjánsson og átti að vera til 1. september. Það verður engu að síður Haraldur sem þjónar sem prestur við athöfnina á Skeiðflöt á laugardaginn. Aðspurður segir séra Skírnir þessa tilhögun vera að sér forspurðum og kveðst hafa gert athugasemd til prófasts. Hann hafi hins vegar fengið þau svör fyrir hádegi í gær að Haraldur hafi ákveðið að hætta í fríinu og að samningur við hann varðandi þjónustu í sumar verði afturkallaður. „Ég hef þjónað kallinu í allan vetur í fjarvistum hans, og ég vissi ekki annað en það væri frágengið að ég þjónaði áfram í sumar, enda hafði Haraldur margítrekað þá afstöðu sína til málsins,“ segir séra Skírnir. Héraðspresturinn tekur fram að hann hafi ekki átt í útistöðum við nokkurn mann eystra og átt farsæl samskipti við Vigdísar-nefndina, sóknarnefndir, séra Harald og annað kirkjufólk á svæðinu. „Ég lagði á mig töluverða vinnu í vetur til að útvega mynd af leiði Viggu heitinnar og ég hef hvatt fólk með ráðum og dáð til að koma legsteini upp á leiði hennar. Nú er ekki óskað eftir nærveru minni,“ segir Skírnir sem kveðst fagna því að Vigga gamla skuli nú loks fá bautastein – þótt málið valdi usla meðal kirkjufólksins. „Vigga var afkomandi eldklerksins, séra Jóns Steingrímssonar. Það var aldrei lognmolla kringum þann ágæta mann,“ segir séra Skírnir.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Sjá meira
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00
Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00