Látinn taka poka sinn rétt fyrir vígsluathöfn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Vigga gamla er óvænt miðpunktur deilna í Mýrdalnum. Mynd/Jón Ólafsson „Við hjónin verðum ekki viðstödd athöfnina að Skeiðflöt, þótt við séum á svæðinu. Það svíður sárt, en nærveru minnar er ekki óskað,“ segir séra Skírnir Garðarsson, sem verið hefur verið starfandi sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag verður nýr legsteinn á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu, afhjúpaður í Skeiðflatarkirkjugarði næsta laugardag. Brottfluttar konur úr héraðinu söfnuðu fyrir steininum á leiðið sem var ómerkt. Vigga gamla lést árið 1957.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.Séra Skírnir, sem er héraðsprestur á Suðurlandi, hefur verið afleysingaprestur í Mýrdal fyrir séra Harald M. Kristjánsson og átti að vera til 1. september. Það verður engu að síður Haraldur sem þjónar sem prestur við athöfnina á Skeiðflöt á laugardaginn. Aðspurður segir séra Skírnir þessa tilhögun vera að sér forspurðum og kveðst hafa gert athugasemd til prófasts. Hann hafi hins vegar fengið þau svör fyrir hádegi í gær að Haraldur hafi ákveðið að hætta í fríinu og að samningur við hann varðandi þjónustu í sumar verði afturkallaður. „Ég hef þjónað kallinu í allan vetur í fjarvistum hans, og ég vissi ekki annað en það væri frágengið að ég þjónaði áfram í sumar, enda hafði Haraldur margítrekað þá afstöðu sína til málsins,“ segir séra Skírnir. Héraðspresturinn tekur fram að hann hafi ekki átt í útistöðum við nokkurn mann eystra og átt farsæl samskipti við Vigdísar-nefndina, sóknarnefndir, séra Harald og annað kirkjufólk á svæðinu. „Ég lagði á mig töluverða vinnu í vetur til að útvega mynd af leiði Viggu heitinnar og ég hef hvatt fólk með ráðum og dáð til að koma legsteini upp á leiði hennar. Nú er ekki óskað eftir nærveru minni,“ segir Skírnir sem kveðst fagna því að Vigga gamla skuli nú loks fá bautastein – þótt málið valdi usla meðal kirkjufólksins. „Vigga var afkomandi eldklerksins, séra Jóns Steingrímssonar. Það var aldrei lognmolla kringum þann ágæta mann,“ segir séra Skírnir. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Við hjónin verðum ekki viðstödd athöfnina að Skeiðflöt, þótt við séum á svæðinu. Það svíður sárt, en nærveru minnar er ekki óskað,“ segir séra Skírnir Garðarsson, sem verið hefur verið starfandi sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag verður nýr legsteinn á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu, afhjúpaður í Skeiðflatarkirkjugarði næsta laugardag. Brottfluttar konur úr héraðinu söfnuðu fyrir steininum á leiðið sem var ómerkt. Vigga gamla lést árið 1957.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.Séra Skírnir, sem er héraðsprestur á Suðurlandi, hefur verið afleysingaprestur í Mýrdal fyrir séra Harald M. Kristjánsson og átti að vera til 1. september. Það verður engu að síður Haraldur sem þjónar sem prestur við athöfnina á Skeiðflöt á laugardaginn. Aðspurður segir séra Skírnir þessa tilhögun vera að sér forspurðum og kveðst hafa gert athugasemd til prófasts. Hann hafi hins vegar fengið þau svör fyrir hádegi í gær að Haraldur hafi ákveðið að hætta í fríinu og að samningur við hann varðandi þjónustu í sumar verði afturkallaður. „Ég hef þjónað kallinu í allan vetur í fjarvistum hans, og ég vissi ekki annað en það væri frágengið að ég þjónaði áfram í sumar, enda hafði Haraldur margítrekað þá afstöðu sína til málsins,“ segir séra Skírnir. Héraðspresturinn tekur fram að hann hafi ekki átt í útistöðum við nokkurn mann eystra og átt farsæl samskipti við Vigdísar-nefndina, sóknarnefndir, séra Harald og annað kirkjufólk á svæðinu. „Ég lagði á mig töluverða vinnu í vetur til að útvega mynd af leiði Viggu heitinnar og ég hef hvatt fólk með ráðum og dáð til að koma legsteini upp á leiði hennar. Nú er ekki óskað eftir nærveru minni,“ segir Skírnir sem kveðst fagna því að Vigga gamla skuli nú loks fá bautastein – þótt málið valdi usla meðal kirkjufólksins. „Vigga var afkomandi eldklerksins, séra Jóns Steingrímssonar. Það var aldrei lognmolla kringum þann ágæta mann,“ segir séra Skírnir.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00
Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00