Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Sóknarnefndarformaðurinn útvegaði mannskap til að koma legsteini Viggu gömlu fyrir í Skeiðaflatarkirkjugarði. Þar bíður steininn þess að verða afhjúpaður. Eva Dögg Þorsteinsdóttir „Ég er óskaplega ánægð,“ segir listakonan Jóna Sigríður Jónsdóttir sem farið hefur fremst í flokki við að koma legsteini á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu. Steinninn er nú tilbúinn. Fréttablaðið sagði frá framtaki Jónu Sigríðar og vinkvenna hennar í byrjun nóvember í fyrra og rakti lífshlaup Viggu gömlu sem ólst upp við einelti og jafnvel ofbeldi á heimili sínu í Mýrdal og lagðist tíu ára gömul í flakk. Vigga hvílir í ómerktri gröf í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdalshreppi. Úr því vildi Jóna Sigríður bæta og nú hefur það tekist. „Steinninn kemur mjög vel út og fellur vel inn í allt. Þetta er allt mjög lágstemmt,“ segir hún.Þegar Fréttablaðið sagði frá málinu í fyrrahaust gáfu að minnsta kosti þrjár steinsmiðjur sig fram og sögðust vilja gefa stein á leiðið. Fyrir valinu varð gabbrósteinn frá Hornafirði sem S. Helgason lagði til.Vigdís Ingvadóttir.Fjölmargir aðrir vildu leggja hönd á plóginn til að heiðra minningu flökkukonunnar sem átti erfiða ævi. Hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Þegar þetta kom í Fréttablaðinu þá stoppaði ekki síminn og það streymdu peningar inn á reikninginn. Það var hægt að gera þetta veglegt og svolítið í anda Viggu. Ég fékk glerlistakonuna Sigrúnu Einarsdóttur, sem á fyrirtækið Gler í Bergvík, til að gera fyrir mig gler til að setja í steininn,“ segir Jóna Sigríður. Um sé að ræða fjögur glerlistaverk sem séu greypt inn í steinninn. „Ég fékk strax þessa hugmynd að setja gler í steininn vegna þess að Vigga skreytti sig með alls konar glingri og var mjög litaglöð. Þetta eru tölur – hún skreytti sig með tölum sem urðu á vegi hennar,“ útskýrir Jóna Sigríður. Vígsluathöfnin fer fram klukkan 14.00 næsta laugardag, eða á sama tíma og Ísland leikur við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Jóna Sigríður segir að sér hafi verið bent á að þetta kunni að draga úr aðsókn. „En það þurfti að smella svo mörgum þáttum saman að við bara gátum ekki breytt þessu – því miður,“ útskýrir Jóna Sigríður. „Sóknarnefndin verður þarna örugglega og vonandi fólk úr sveitinni – og allir sem studdu málið og styrktu okkur; Mýrdælingar og Eyfellingar og brottflutt fólk sem hafði samband við mig og gaf í söfnunina. Ég veit að þetta er ekki alveg nógu góður dagur en vona innlega að það geti komið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Ég er óskaplega ánægð,“ segir listakonan Jóna Sigríður Jónsdóttir sem farið hefur fremst í flokki við að koma legsteini á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu. Steinninn er nú tilbúinn. Fréttablaðið sagði frá framtaki Jónu Sigríðar og vinkvenna hennar í byrjun nóvember í fyrra og rakti lífshlaup Viggu gömlu sem ólst upp við einelti og jafnvel ofbeldi á heimili sínu í Mýrdal og lagðist tíu ára gömul í flakk. Vigga hvílir í ómerktri gröf í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdalshreppi. Úr því vildi Jóna Sigríður bæta og nú hefur það tekist. „Steinninn kemur mjög vel út og fellur vel inn í allt. Þetta er allt mjög lágstemmt,“ segir hún.Þegar Fréttablaðið sagði frá málinu í fyrrahaust gáfu að minnsta kosti þrjár steinsmiðjur sig fram og sögðust vilja gefa stein á leiðið. Fyrir valinu varð gabbrósteinn frá Hornafirði sem S. Helgason lagði til.Vigdís Ingvadóttir.Fjölmargir aðrir vildu leggja hönd á plóginn til að heiðra minningu flökkukonunnar sem átti erfiða ævi. Hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Þegar þetta kom í Fréttablaðinu þá stoppaði ekki síminn og það streymdu peningar inn á reikninginn. Það var hægt að gera þetta veglegt og svolítið í anda Viggu. Ég fékk glerlistakonuna Sigrúnu Einarsdóttur, sem á fyrirtækið Gler í Bergvík, til að gera fyrir mig gler til að setja í steininn,“ segir Jóna Sigríður. Um sé að ræða fjögur glerlistaverk sem séu greypt inn í steinninn. „Ég fékk strax þessa hugmynd að setja gler í steininn vegna þess að Vigga skreytti sig með alls konar glingri og var mjög litaglöð. Þetta eru tölur – hún skreytti sig með tölum sem urðu á vegi hennar,“ útskýrir Jóna Sigríður. Vígsluathöfnin fer fram klukkan 14.00 næsta laugardag, eða á sama tíma og Ísland leikur við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Jóna Sigríður segir að sér hafi verið bent á að þetta kunni að draga úr aðsókn. „En það þurfti að smella svo mörgum þáttum saman að við bara gátum ekki breytt þessu – því miður,“ útskýrir Jóna Sigríður. „Sóknarnefndin verður þarna örugglega og vonandi fólk úr sveitinni – og allir sem studdu málið og styrktu okkur; Mýrdælingar og Eyfellingar og brottflutt fólk sem hafði samband við mig og gaf í söfnunina. Ég veit að þetta er ekki alveg nógu góður dagur en vona innlega að það geti komið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00