Ásgeir Trausti fer hringinn og kynnir nýja plötu Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. júní 2018 06:00 Ásgeir verður í kósí kassagítarfílíng á landsbyggðinni í lok júlí. Vísir/Sigtryggur „Við ætlum að fara hringinn í kringum landið. Þetta byrjar 17. júlí. Við stoppum á fjórtán stöðum á sextán dögum. Þetta verður mjög lágstemmt. Hugmyndin er sú að fara þarna með tvo kassagítara – þetta verðum við Júlíus, gítarleikari og bakraddasöngvari, en við höfum oft tekið þessa uppstillingu áður og erum því nokkuð vanir. En við höfum aldrei gert eiginlegan túr úr því, þannig að þetta er fyrsta skiptið sem við gerum það,“ segir Ásgeir Trausti en hann ætlar að ferðast innanlands í sumar og syngja fyrir landsbyggðina. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum vikum – mig langaði í raun bara að prófa þetta, Þetta „format“ af túrum – þetta er svolítið öðruvísi þarna úti þegar við förum með allt bandið. Þá er þetta meira svona „show“ og við spilum á stærri stöðum. Mig langaði til að taka minni staði og vera nær fólkinu. Plús það að við erum að gera nýja plötu á íslensku sem kemur sennilega út mjög snemma á næsta ári. Við erum búnir að vera að vinna í henni alveg frá ársbyrjun í rauninni og erum komnir svolítið á leið með hana – ég held að sumarið farið svolítið í að vinna að henni. Við ætlum þá líka að nýta þessa ferð í að kynna þau lög svona sem fyrsta „build up“ að þessari plötu.“ Ásgeir gaf síðast út plötu, Afterglow, árið 2017 og þá á ensku en síðustu tvær plötur hafa verið á þeirri annars ágætu tungu. Þetta gerir þá fyrstu plötu Ásgeirs síðan 2012 sem er á íslensku en það var auðvitað klassíkin Dýrð í dauðaþögn sem vann svo eftirminnilega hjörtu landsmanna.Verður þessi nýja plata á lágstemmdu nótunum í takt við þema túrsins? „Hugmyndin að þessari plötu byrjaði þannig að hún átti að vera lágstemmd og kassagítar-byggð, en ég held að hún verði svolítið í bland. Eftir að við fórum að vinna að henni áttaði ég mig á því að það gerði lögunum bara gott að stækka þau aðeins, en þau verða svona frekar í lágstemmdari kantinum.“ Ásgeir er búinn að vera að túra heiminn nánast stanslaust síðustu árin og búinn að stíga á svið í hverju skúmaskoti í öllum heimsálfum, þannig að það liggur við að spyrja hvort þetta sé svona smá léttir, hvort hann búist við að þetta ferðalag verði í rólegri kantinum. „Ég hugsa það, það verður samt að koma í ljós. Þetta verður samt alveg svolítill túr – þetta eru alveg fjórtán gigg á sextán dögum – það er næstum gigg á dag. Þannig að þetta verður ekkert svo ósvipað, þannig lagað. En eins og ég segi, þetta verður lágstemmdara og þægilegra að því leytinu. Auðvitað minni ferðalög. Ætli þetta verði ekki minna vesen yfirhöfuð.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39 Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
„Við ætlum að fara hringinn í kringum landið. Þetta byrjar 17. júlí. Við stoppum á fjórtán stöðum á sextán dögum. Þetta verður mjög lágstemmt. Hugmyndin er sú að fara þarna með tvo kassagítara – þetta verðum við Júlíus, gítarleikari og bakraddasöngvari, en við höfum oft tekið þessa uppstillingu áður og erum því nokkuð vanir. En við höfum aldrei gert eiginlegan túr úr því, þannig að þetta er fyrsta skiptið sem við gerum það,“ segir Ásgeir Trausti en hann ætlar að ferðast innanlands í sumar og syngja fyrir landsbyggðina. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum vikum – mig langaði í raun bara að prófa þetta, Þetta „format“ af túrum – þetta er svolítið öðruvísi þarna úti þegar við förum með allt bandið. Þá er þetta meira svona „show“ og við spilum á stærri stöðum. Mig langaði til að taka minni staði og vera nær fólkinu. Plús það að við erum að gera nýja plötu á íslensku sem kemur sennilega út mjög snemma á næsta ári. Við erum búnir að vera að vinna í henni alveg frá ársbyrjun í rauninni og erum komnir svolítið á leið með hana – ég held að sumarið farið svolítið í að vinna að henni. Við ætlum þá líka að nýta þessa ferð í að kynna þau lög svona sem fyrsta „build up“ að þessari plötu.“ Ásgeir gaf síðast út plötu, Afterglow, árið 2017 og þá á ensku en síðustu tvær plötur hafa verið á þeirri annars ágætu tungu. Þetta gerir þá fyrstu plötu Ásgeirs síðan 2012 sem er á íslensku en það var auðvitað klassíkin Dýrð í dauðaþögn sem vann svo eftirminnilega hjörtu landsmanna.Verður þessi nýja plata á lágstemmdu nótunum í takt við þema túrsins? „Hugmyndin að þessari plötu byrjaði þannig að hún átti að vera lágstemmd og kassagítar-byggð, en ég held að hún verði svolítið í bland. Eftir að við fórum að vinna að henni áttaði ég mig á því að það gerði lögunum bara gott að stækka þau aðeins, en þau verða svona frekar í lágstemmdari kantinum.“ Ásgeir er búinn að vera að túra heiminn nánast stanslaust síðustu árin og búinn að stíga á svið í hverju skúmaskoti í öllum heimsálfum, þannig að það liggur við að spyrja hvort þetta sé svona smá léttir, hvort hann búist við að þetta ferðalag verði í rólegri kantinum. „Ég hugsa það, það verður samt að koma í ljós. Þetta verður samt alveg svolítill túr – þetta eru alveg fjórtán gigg á sextán dögum – það er næstum gigg á dag. Þannig að þetta verður ekkert svo ósvipað, þannig lagað. En eins og ég segi, þetta verður lágstemmdara og þægilegra að því leytinu. Auðvitað minni ferðalög. Ætli þetta verði ekki minna vesen yfirhöfuð.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39 Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39
Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15