Íslendingur valinn dansari ársins í Danmörku Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. júní 2018 19:15 Jón Axel í verkinu Farlige forbindelser Vísir/Jón Axel Jón Axel Fransson hlaut í gær verðlaun sem dansari ársins í Danmörku. Jón Axel dansar hjá Det Kongelige Teater í Danmörku og hefur gert frá árinu 2010 en hann er útskrifaður frá Konunglega danska ballettskólanum.,,Það er risastór heiður að fá þessi verðlaun," segir Jón spurður út í verðlaunin. Jón segir að hann hafi fljótt heillast af dansinum. ,,Systir mín var að fara í inntökupróf og mamma mín gat ekki skilið mig eftir heima því hún var ein með tvö börn. Svo hún spurði hvort að ég vildi ekki koma með og ég sagði: nei ballett er fyrir stelpur. En hún gat ekki skilið mig eftir og setti mig í inntökupróf í Arsenal og Liverpool fötum. Mér fannst bara svo gaman af þessu og á meðan að systir mín missti áhugann og komst ekki inn, en ég komst inn og hef verið þar síðan," segir Jón Axel.Jón Axel í verkinu Farlige forbindelserVísir/ Jón AxelTileinkaði afa sínum verðlaunin Jón Axel tileinkaði verðlaunin afa sínum sem vildi alltaf dansa. „Afa langaði alltaf til þess að verða atvinnudansari. En pabbi hans sagði honum að það væri ekki hægt að sjá fyrir fjölskyldunni með því. Ég er ánægður að geta lifað þennan draum sem hann hafði og að það sé atvinna núna að geta verið dansari," segir Jón Axel. Spurður út í komandi verkefni segir Jón að þau hafi verið að klára núna tímabil og undirbúningur fyrir það næsta taki við. „Núna vorum við að klára tímabil. Ég er að fara að dansa í sumarballett hérna í Danmörku og svo til Boston og dansa í viku þar og svo er ég kominn í sumarfrí,“ segir Jón Axel.Frændi Jóns Axels tók við verðlaununum fyrir hans hönd en Jón Axel komst ekki vegna þess að hann var að dansa. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jón Axel Fransson hlaut í gær verðlaun sem dansari ársins í Danmörku. Jón Axel dansar hjá Det Kongelige Teater í Danmörku og hefur gert frá árinu 2010 en hann er útskrifaður frá Konunglega danska ballettskólanum.,,Það er risastór heiður að fá þessi verðlaun," segir Jón spurður út í verðlaunin. Jón segir að hann hafi fljótt heillast af dansinum. ,,Systir mín var að fara í inntökupróf og mamma mín gat ekki skilið mig eftir heima því hún var ein með tvö börn. Svo hún spurði hvort að ég vildi ekki koma með og ég sagði: nei ballett er fyrir stelpur. En hún gat ekki skilið mig eftir og setti mig í inntökupróf í Arsenal og Liverpool fötum. Mér fannst bara svo gaman af þessu og á meðan að systir mín missti áhugann og komst ekki inn, en ég komst inn og hef verið þar síðan," segir Jón Axel.Jón Axel í verkinu Farlige forbindelserVísir/ Jón AxelTileinkaði afa sínum verðlaunin Jón Axel tileinkaði verðlaunin afa sínum sem vildi alltaf dansa. „Afa langaði alltaf til þess að verða atvinnudansari. En pabbi hans sagði honum að það væri ekki hægt að sjá fyrir fjölskyldunni með því. Ég er ánægður að geta lifað þennan draum sem hann hafði og að það sé atvinna núna að geta verið dansari," segir Jón Axel. Spurður út í komandi verkefni segir Jón að þau hafi verið að klára núna tímabil og undirbúningur fyrir það næsta taki við. „Núna vorum við að klára tímabil. Ég er að fara að dansa í sumarballett hérna í Danmörku og svo til Boston og dansa í viku þar og svo er ég kominn í sumarfrí,“ segir Jón Axel.Frændi Jóns Axels tók við verðlaununum fyrir hans hönd en Jón Axel komst ekki vegna þess að hann var að dansa.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira