Tónlistarfjölskylda safnar fyrir Jemen Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2018 06:00 Elín, Sigríður og Elísabet Eyþórsdætur í Sísí Ey og bróðir þeirra, Eyþór, úr Geisha Cartel spila á tónleikunum. T ónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Húrra í kvöld til styrktar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Á tónleikunum koma fram Sísí Ey, Cell7 og hljómsveitin Geisha Cartel auk þess sem plötusnúðurinn knái DJ Kocoon verður á spilurunum. „Þetta var hugmynd sem kviknaði, þetta er svo skemmtileg blanda af tónlist og okkur fannst sniðugt að fá alla saman og vera með eitt almennilegt partí á Húrra. Svo hugsar maður í kjölfarið hvað maður hefur það gott á Íslandi miðað við hvað er í gangi í heiminum og þannig kom sú hugmynd að styrkja eitthvert gott málefni. Þá lá beint við að það væru börnin í Jemen,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir úr Sísí Ey, en það er auðvitað mikil fjölskylduhljómsveit, skipuð systrunum Elísabetu, Elínu og Siggu, auk pródúsentsins Friðfinns Sigurðssonar. Það sem færri kannski vita er að í hljómsveitinni Geisha Cartel er bróðir þeirra, Eyþór Ingi Eyþórsson – og að þeir Jón Múli og Kristján Steinn Kristjánsson úr Geisha Cartel eru svo frændur þeirra systkina.Sjá einnig: Forsaga hörmunganna í Jemen, fyrri og seinni hluti. „Við Ragna, Cell 7, erum að fara að gefa út lag saman og höfum því verið að vinna svolítið saman. Við töluðum um það að það gæti verið skemmtilegt að vera með tónleika þar sem bæði böndin eru. Við verðum þarna öll systkinin – bróðir okkar systranna er í Geisha Cartel og frændur okkar eru líka í Geisha, þannig að við tengjumst öll einhvern veginn, þetta er smá ættarmót. Núna verða samt foreldrarnir bara í salnum en ekki upp á sviði.“ Foreldrarnir eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Þarna verður því heil tónlistarstórfjölskylda.Nánast hvert barn í Jemen þarf aðstoð Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen hófst í vor og gengur undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Í Jemen ríkir gífurleg neyð og hefur landinu verið lýst sem einu af því versta í heiminum fyrir barn að búa í. Nánast hvert einasta barn í Jemen þarfnast neyðaraðstoðar. Ástandið er þannig að milljónir barna svelta, hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og deyja úr sjúkdómum á borð við kóleru og niðurgangspestir. Leikar hefjast klukkan níu á Húrra og rennur allur aðgangseyrir til söfnunarinnar en einnig er hægt að leggja henni lið með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 (1.900 krónur). Einnig er hægt að fara inn á vefsíðu UNICEF og styrkja söfnunina þar Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
T ónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Húrra í kvöld til styrktar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Á tónleikunum koma fram Sísí Ey, Cell7 og hljómsveitin Geisha Cartel auk þess sem plötusnúðurinn knái DJ Kocoon verður á spilurunum. „Þetta var hugmynd sem kviknaði, þetta er svo skemmtileg blanda af tónlist og okkur fannst sniðugt að fá alla saman og vera með eitt almennilegt partí á Húrra. Svo hugsar maður í kjölfarið hvað maður hefur það gott á Íslandi miðað við hvað er í gangi í heiminum og þannig kom sú hugmynd að styrkja eitthvert gott málefni. Þá lá beint við að það væru börnin í Jemen,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir úr Sísí Ey, en það er auðvitað mikil fjölskylduhljómsveit, skipuð systrunum Elísabetu, Elínu og Siggu, auk pródúsentsins Friðfinns Sigurðssonar. Það sem færri kannski vita er að í hljómsveitinni Geisha Cartel er bróðir þeirra, Eyþór Ingi Eyþórsson – og að þeir Jón Múli og Kristján Steinn Kristjánsson úr Geisha Cartel eru svo frændur þeirra systkina.Sjá einnig: Forsaga hörmunganna í Jemen, fyrri og seinni hluti. „Við Ragna, Cell 7, erum að fara að gefa út lag saman og höfum því verið að vinna svolítið saman. Við töluðum um það að það gæti verið skemmtilegt að vera með tónleika þar sem bæði böndin eru. Við verðum þarna öll systkinin – bróðir okkar systranna er í Geisha Cartel og frændur okkar eru líka í Geisha, þannig að við tengjumst öll einhvern veginn, þetta er smá ættarmót. Núna verða samt foreldrarnir bara í salnum en ekki upp á sviði.“ Foreldrarnir eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Þarna verður því heil tónlistarstórfjölskylda.Nánast hvert barn í Jemen þarf aðstoð Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen hófst í vor og gengur undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Í Jemen ríkir gífurleg neyð og hefur landinu verið lýst sem einu af því versta í heiminum fyrir barn að búa í. Nánast hvert einasta barn í Jemen þarfnast neyðaraðstoðar. Ástandið er þannig að milljónir barna svelta, hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og deyja úr sjúkdómum á borð við kóleru og niðurgangspestir. Leikar hefjast klukkan níu á Húrra og rennur allur aðgangseyrir til söfnunarinnar en einnig er hægt að leggja henni lið með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 (1.900 krónur). Einnig er hægt að fara inn á vefsíðu UNICEF og styrkja söfnunina þar
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30