Fyrirspurn Björns vakti nokkurra athygli þegar hún var lögð fram en í svari forseta segir að engar sjálfstæðar hefðir eða venjur gilda um stjórnsýslu Alþingis, til dæmis um fjármálaumsýslu þingsins, fyrir utan almennar reglur í samskiptum manna. Þær reglur sem lúti að stjórnsýslunni séu bundnar í lögum eða reglum sem forsætisnefnd hefur sett.
Þó bendir Steingrímur á að ýmsar hefðir og óskráðar reglur gildi þó um „fjölmargt annað í starfsemi Alþingis og er vikið að mörgum þeirra í ritinu Háttvirtur þingmaður,“ segir í svari Steingríms.

Líkt og áður segir bendir Steingrímur á að frekari upptalning geti aldrei orðið tæmandi auk það væri afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn á þingskjali.
„Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn. Má sem dæmi taka að á degi Norðurlanda 23. mars sl. var fánum allra Norðurlandaþjóðanna flaggað framan við Alþingishúsið. Ekki er ólíklegt að slíkt verði gert eftirleiðis og þar með skapist venja, hefð, sem verði í heiðri höfð.“