Januzaj tryggði Belgum sigurinn með fyrsta landsliðsmarkinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júní 2018 19:45 Januzaj skorar mark sitt í kvöld Vísir/Getty Belgar höfðu betur gegn Englendingum og unnu G riðilinn á HM í Rússlandi í úrslitaleik um fyrsta sæti riðilsins í kvöld. Adnan Januzaj gerði eina mark leiksins. Fyrir leikinn hafði verið nokkuð einkennileg umræða í gangi þar sem stuðningsmenn beggja liða virtust vilja tapa leiknum þar sem þá væri leiðin áfram í mótinu auðveldari. Hvort þjálfarar liðanna hafi verið með hugann við það munum við líklega aldrei vita en þeir gerðu báðir fjöldan allan af breytingum á byrjunarliðum sínum, en bæði lið voru örugg áfram sama hver niðurstaðan yrði. Strax á 9. mínútu leiksins fengu Belgar besta færi fyrri hálfleiksins. Marouane Fellaini skallaði fyrirgjöf Adnan Januzaj fyrir fætur Michy Batshuayi inn á teignum. Batshuayi náði ekki að koma skotinu almennilega fyrir sig og Jordan Pickford virtist hafa komið höndum á boltann. Hann var hins vegar ekki með boltann eins örugglega og á sýndist, Batshuayi náði að pota boltanum í átt að marki en Gary Cahill bjargaði á marklínu. Bæði lið áttu sínar rispur í hálfleiknum en Belgar voru mun hættulegri í sínum aðgerðum og Englendingar áttu ekki skot á markið í fyrri hálfleik. Staðan markalaus í hálfleik. Cahill bjargaði á marklínuvísir/gettySnemma í seinni hálfleik kom fyrsta og eina mark dagsins. Januzaj átti fína rispu inni í vítateig Englendinga og lék á Danny Rose. Kom sér í skotstöðu og þrumaði boltanum með vinstri fæti upp í vinstra hornið. Pickford var hársbreidd frá því að komast í boltann en hann fór í netið, Belgar komnir yfir. Þetta var fyrsta landsliðsmark Januzaj í níu landsleikjum. Besta færi Englendinga kom á 66. mínútu. Marcus Rashford fékk frábæra sendingu frá Jamie Vardy og var kominn einn á auðan sjó fyrir innan vörn Belga. Hann keyrði upp í átt að marki og Englendingar voru svo gott sem farnir að fagna marki en á einhvern ótrúlegan hátt skaut Rashford framhjá. Thibaut Courtois kom fingri í boltann og dæmd var hornspyrna en boltinn hefði líklega verið á leið framhjá hvort sem var, snerting Courtois var það lítil. Það var ekki mikið um frábær færi það sem eftir leið leiks, Belgar gerðu sig líklega undir blálokin en fleiri urðu mörkin ekki. Belgar vinna leikinn og riðilinn og mæta Japan í 16-liða úrslitum, Englendingar lenda í öðru sæti og fá Kólumbíu í næsta leik. HM 2018 í Rússlandi
Belgar höfðu betur gegn Englendingum og unnu G riðilinn á HM í Rússlandi í úrslitaleik um fyrsta sæti riðilsins í kvöld. Adnan Januzaj gerði eina mark leiksins. Fyrir leikinn hafði verið nokkuð einkennileg umræða í gangi þar sem stuðningsmenn beggja liða virtust vilja tapa leiknum þar sem þá væri leiðin áfram í mótinu auðveldari. Hvort þjálfarar liðanna hafi verið með hugann við það munum við líklega aldrei vita en þeir gerðu báðir fjöldan allan af breytingum á byrjunarliðum sínum, en bæði lið voru örugg áfram sama hver niðurstaðan yrði. Strax á 9. mínútu leiksins fengu Belgar besta færi fyrri hálfleiksins. Marouane Fellaini skallaði fyrirgjöf Adnan Januzaj fyrir fætur Michy Batshuayi inn á teignum. Batshuayi náði ekki að koma skotinu almennilega fyrir sig og Jordan Pickford virtist hafa komið höndum á boltann. Hann var hins vegar ekki með boltann eins örugglega og á sýndist, Batshuayi náði að pota boltanum í átt að marki en Gary Cahill bjargaði á marklínu. Bæði lið áttu sínar rispur í hálfleiknum en Belgar voru mun hættulegri í sínum aðgerðum og Englendingar áttu ekki skot á markið í fyrri hálfleik. Staðan markalaus í hálfleik. Cahill bjargaði á marklínuvísir/gettySnemma í seinni hálfleik kom fyrsta og eina mark dagsins. Januzaj átti fína rispu inni í vítateig Englendinga og lék á Danny Rose. Kom sér í skotstöðu og þrumaði boltanum með vinstri fæti upp í vinstra hornið. Pickford var hársbreidd frá því að komast í boltann en hann fór í netið, Belgar komnir yfir. Þetta var fyrsta landsliðsmark Januzaj í níu landsleikjum. Besta færi Englendinga kom á 66. mínútu. Marcus Rashford fékk frábæra sendingu frá Jamie Vardy og var kominn einn á auðan sjó fyrir innan vörn Belga. Hann keyrði upp í átt að marki og Englendingar voru svo gott sem farnir að fagna marki en á einhvern ótrúlegan hátt skaut Rashford framhjá. Thibaut Courtois kom fingri í boltann og dæmd var hornspyrna en boltinn hefði líklega verið á leið framhjá hvort sem var, snerting Courtois var það lítil. Það var ekki mikið um frábær færi það sem eftir leið leiks, Belgar gerðu sig líklega undir blálokin en fleiri urðu mörkin ekki. Belgar vinna leikinn og riðilinn og mæta Japan í 16-liða úrslitum, Englendingar lenda í öðru sæti og fá Kólumbíu í næsta leik.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti