Ólafur skapar listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll NBA-meistaranna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 14:00 Golden State Warriors er á mikilli siglingu. Vísir/Getty Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa „einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. Framkvæmdir hófust árið 2016 og standa vonir til þess að heimavöllurinn, sem nefnist Chase Arena, verði tekinn í notkun á næsta ári. Framkvæmdirnar eru umfangsmiklar og er verðmiðinn á þeim um einn milljarður dollara, um 100 milljarðar króna.Ólafur ElíassonFréttablaðið/Andri MarinóStaðarblaðið San Francisco Chronicle greinir frá því að sem hluti af samningum liðsins við borgaryfirvöld vegna framkvæmdanna þurfi eitt prósent af framkvæmdarkostnaði að renna til þess að koma upp listaverkum í almenningsrými í tengslum við byggingu hins nýja heimavallar. Sem hluti af því hafa forsvarsmenn félagsins nú staðfest að Ólafur Elíasson hafi verið fenginn til þess að hanna listaverk sem eigi að vera „einkennandi“ fyrir svæðið. Í tilkynningu frá NBA-liðinu er haft eftir Rick Welts, forseta liðsins, að liðið sé hæstánægt með það að hafa fengið Ólaf til verksins auk þess sem að kallað verði eftir tillögum og hugmyndum frá listamönnum í borginni sjálfri. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur mikið til og þar segir að NBA-liðið ætli sér að eyða milljónum dollara til þess að gera svæðið fyrir utan heimavöllinn sem hið glæsilegasta og að litið sé til Ólafs til þess að búa til, líkt og áður sagði, einkennandi listaverk. Tengdar fréttir Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa „einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. Framkvæmdir hófust árið 2016 og standa vonir til þess að heimavöllurinn, sem nefnist Chase Arena, verði tekinn í notkun á næsta ári. Framkvæmdirnar eru umfangsmiklar og er verðmiðinn á þeim um einn milljarður dollara, um 100 milljarðar króna.Ólafur ElíassonFréttablaðið/Andri MarinóStaðarblaðið San Francisco Chronicle greinir frá því að sem hluti af samningum liðsins við borgaryfirvöld vegna framkvæmdanna þurfi eitt prósent af framkvæmdarkostnaði að renna til þess að koma upp listaverkum í almenningsrými í tengslum við byggingu hins nýja heimavallar. Sem hluti af því hafa forsvarsmenn félagsins nú staðfest að Ólafur Elíasson hafi verið fenginn til þess að hanna listaverk sem eigi að vera „einkennandi“ fyrir svæðið. Í tilkynningu frá NBA-liðinu er haft eftir Rick Welts, forseta liðsins, að liðið sé hæstánægt með það að hafa fengið Ólaf til verksins auk þess sem að kallað verði eftir tillögum og hugmyndum frá listamönnum í borginni sjálfri. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur mikið til og þar segir að NBA-liðið ætli sér að eyða milljónum dollara til þess að gera svæðið fyrir utan heimavöllinn sem hið glæsilegasta og að litið sé til Ólafs til þess að búa til, líkt og áður sagði, einkennandi listaverk.
Tengdar fréttir Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41