Brasilíumenn sendu Serba heim Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júní 2018 19:45 Paulinho og Neymar fagna marki hins fyrrnefnda Vísir/Getty Brasilía tryggði sér toppsæti E riðils með sigri á Serbíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rússlandi. Mörk frá Paulinho og Thiago Silva tryggðu Brasilíumönnum sigurinn. Serbar þurftu sigur til þess að fara áfram á meðan Brasilíu nægði jafntefli. Leikurinn byrjaði nokkuð fjöruglega og fengu bæði lið sín færi án þess þó að ná skoti á markið en fyrsta skotið kom ekki fyrr en á 25. mínútu þegar Vladimir Stojkovic varði meistaralega frá Neymar sem átti skot af stuttu færi í teignum. Brasilíumenn sóttu í sig veðrið og uppskáru á 36. mínútu þegar Philippe Coutinho átti glæsilega sendingu inn á Paulinho í hlaupinu inn á teiginn. Paulinho lyfti boltanum yfir Stojkovic í markinu og kom Brasilíu í forystu. Serbar náðu ekki að svara fyrir hálfleikinn en þeir komu grimmir til leiks í seinni hálfleik. Aleksandar Mitrovic komst í dauðafæri í þrígang á fimm mínútna kafla eftir um klukkutíma leik en ekki fór boltinn inn. Þvert gegn gangi leiksins þar sem Serbar sóttu og sóttu voru það hins vegar Brasilíumenn sem áttu annað markið og gerðu út um vonir Serba. Neymar átti góða hornspyrnu sem Thiago Silva stangaði í netið. Staðan 2-0 og verkefnið orðið erfitt fyrir Serba. Eftir seinna markið dró aðeins úr krafti Serbanna og Brasilíumennirnir áttu hættulegri færi. Stojkovic kom í veg fyrir að sigur Brasilíu yrði stærri með tveimur frábærum vörslum frá Neymar undir lokin. HM 2018 í Rússlandi
Brasilía tryggði sér toppsæti E riðils með sigri á Serbíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rússlandi. Mörk frá Paulinho og Thiago Silva tryggðu Brasilíumönnum sigurinn. Serbar þurftu sigur til þess að fara áfram á meðan Brasilíu nægði jafntefli. Leikurinn byrjaði nokkuð fjöruglega og fengu bæði lið sín færi án þess þó að ná skoti á markið en fyrsta skotið kom ekki fyrr en á 25. mínútu þegar Vladimir Stojkovic varði meistaralega frá Neymar sem átti skot af stuttu færi í teignum. Brasilíumenn sóttu í sig veðrið og uppskáru á 36. mínútu þegar Philippe Coutinho átti glæsilega sendingu inn á Paulinho í hlaupinu inn á teiginn. Paulinho lyfti boltanum yfir Stojkovic í markinu og kom Brasilíu í forystu. Serbar náðu ekki að svara fyrir hálfleikinn en þeir komu grimmir til leiks í seinni hálfleik. Aleksandar Mitrovic komst í dauðafæri í þrígang á fimm mínútna kafla eftir um klukkutíma leik en ekki fór boltinn inn. Þvert gegn gangi leiksins þar sem Serbar sóttu og sóttu voru það hins vegar Brasilíumenn sem áttu annað markið og gerðu út um vonir Serba. Neymar átti góða hornspyrnu sem Thiago Silva stangaði í netið. Staðan 2-0 og verkefnið orðið erfitt fyrir Serba. Eftir seinna markið dró aðeins úr krafti Serbanna og Brasilíumennirnir áttu hættulegri færi. Stojkovic kom í veg fyrir að sigur Brasilíu yrði stærri með tveimur frábærum vörslum frá Neymar undir lokin.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti