Hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. júní 2018 06:00 Stemmingin í fyrra var nánast óbærilega kósí eins og sjá má hér. Sigurður Guðmundsson Hljómsveitin GÓSS bregður undir sig gönguskónum og stingur stráinu í munninn og ætlar að ferðast um landið annað árið í röð. „Við förum bara nokkuð góðan hring og tökum nokkur gigg. Þetta er endurtekning frá því í fyrra en þá tókum við aðeins færri gigg, líklega um fjórtán. Við verðum á einhverjum sömu stöðum. Við ætlum að keyra hringinn, stilla upp á hverjum stað og halda tónleika. Þetta er bara einfalt,“ segir Sigríður Thorlacius en ásamt henni eru það Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar sem skipa GÓSS. „Það var aðeins styttri atrenna í fyrra – við ákváðum þetta einhvern veginn og keyrðum bara af stað. Við fengum Steinþór Helga til að hjálpa okkur við að hafa samband við staði og búa til lógískan rúnt. Svo vorum við með gott fólk með okkur, fjölskyldur voru að stökkva inn og út og koma með í parta af túrnum. Þetta er svona sumarfrí?… með smá vinnu. Reyndar aðeins meiri vinna en frí en eins ljúfur vinnutími og hægt er að fá og auðvitað geggjað að fara á nýja staði og hitta nýtt fólk. Það er vonandi að veðrið verði gott í þetta sinn en ef ekki þá skiptir það engu máli – ég er á því að það sé hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi, ég er svo gamaldags – ég er bara með strá í munninum og í gönguskóm.“Það virðist vera orðið smá trend hjá tónlistarmönnum að ferðast innanlands og spila á tónleikum á kaffihúsum og matsölustöðum úti á landi – sveitaballið gamla góða virðist vera liðið undir lok og hafa verið andvana í svolítinn tíma. „Gamla góða sveitaballið, það er svolítið dáið – þessi gamli sveitaballarúntur sem hljómsveitir tóku hér einu sinni. Fólk var kannski búið að sjá að ballið væri búið og fann sér annan „platform“ – fólk fór að halda tónleika í staðinn fyrir ball.“ Sigríður samsinnir því að þetta sé auðvitað ekki bara frábær afsökun fyrir þau til að ferðast innanlands heldur líka borgarbúa og landsmenn alla, til að ferðast um landið og elta GÓSS, að minnsta kosti hluta af ferðinni. „Já, endilega, henda tjaldi í bílinn og stígvélunum og svo bara keyra af stað! Það væri auðvitað frábært að fá einhverja með okkur í lestina.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Hljómsveitin GÓSS bregður undir sig gönguskónum og stingur stráinu í munninn og ætlar að ferðast um landið annað árið í röð. „Við förum bara nokkuð góðan hring og tökum nokkur gigg. Þetta er endurtekning frá því í fyrra en þá tókum við aðeins færri gigg, líklega um fjórtán. Við verðum á einhverjum sömu stöðum. Við ætlum að keyra hringinn, stilla upp á hverjum stað og halda tónleika. Þetta er bara einfalt,“ segir Sigríður Thorlacius en ásamt henni eru það Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar sem skipa GÓSS. „Það var aðeins styttri atrenna í fyrra – við ákváðum þetta einhvern veginn og keyrðum bara af stað. Við fengum Steinþór Helga til að hjálpa okkur við að hafa samband við staði og búa til lógískan rúnt. Svo vorum við með gott fólk með okkur, fjölskyldur voru að stökkva inn og út og koma með í parta af túrnum. Þetta er svona sumarfrí?… með smá vinnu. Reyndar aðeins meiri vinna en frí en eins ljúfur vinnutími og hægt er að fá og auðvitað geggjað að fara á nýja staði og hitta nýtt fólk. Það er vonandi að veðrið verði gott í þetta sinn en ef ekki þá skiptir það engu máli – ég er á því að það sé hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi, ég er svo gamaldags – ég er bara með strá í munninum og í gönguskóm.“Það virðist vera orðið smá trend hjá tónlistarmönnum að ferðast innanlands og spila á tónleikum á kaffihúsum og matsölustöðum úti á landi – sveitaballið gamla góða virðist vera liðið undir lok og hafa verið andvana í svolítinn tíma. „Gamla góða sveitaballið, það er svolítið dáið – þessi gamli sveitaballarúntur sem hljómsveitir tóku hér einu sinni. Fólk var kannski búið að sjá að ballið væri búið og fann sér annan „platform“ – fólk fór að halda tónleika í staðinn fyrir ball.“ Sigríður samsinnir því að þetta sé auðvitað ekki bara frábær afsökun fyrir þau til að ferðast innanlands heldur líka borgarbúa og landsmenn alla, til að ferðast um landið og elta GÓSS, að minnsta kosti hluta af ferðinni. „Já, endilega, henda tjaldi í bílinn og stígvélunum og svo bara keyra af stað! Það væri auðvitað frábært að fá einhverja með okkur í lestina.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira