Trump hraunar yfir Fallon og félaga: „Er þetta fólk fyndið?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2018 11:35 Grínistarnir þrír munu eflaust svara forsetanum fullum hálsi. Vísir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét spjallþáttastjórnendurna Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert heyra það í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Háðfuglarnir þrír hafa á undanförnum árum gert mikið grín að forsetanum. Trump var staddur í Suður-Karolínu til stuðnings ríkisstjóra ríkisins og samflokksmanni hans, Henry McMaster og lét ummæli sín um þremenninganna falla í langri ræðu þar sem hann fór um víðan völl. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Fallon sem stýrir The Tonight Show á NBC sjónvarpstöðinni. Hafa þeir tveir eldað saman grátt silfur á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga og virðast samskiptin þar hafa verið Trump hugleikin ef marka má ræðuna. „Jimmy Fallon baðst afsökunar á því að hafa gert mig „mannlegan“, aumingja maðurinn vegna þess að núna mun hann glata okkur öllum,“ sagði Trump við töluverð fagnaðarlæti áhorfenda. „Hann er alveg fínn náungi en hann er týndur, hann er týnd sál.“ Þá sagði Trump að þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel væri hæfileikalaus með öllu og að hann myndi aldrei fara aftur í heimsókn í þátt Kimmel. „Maðurinn er hræðilegur,“ sagði Trump. Minntist hann einnig á Stephen Colbert sem stýrir þætti á CBS sjónvarpstöðinni. Minntist hann þó ekki á nafn hans heldur kallaði hann einungis „náungann á CBS.“ Líkt og með Kimmel hélt Trump því fram að Colbert væri hæfileikalaus auk þess sem hann bætti því að Colbert væri „skítseyði“. „Í alvöru talað, er þetta fólk fyndið?“ spurði Trump áhorfendur sem kölluðu „Nei!“ til baka. „Ég get hlegið að sjálfum mér og í sannleika sagt, ef ég gæti það ekki væri ég í vondum málum. En það er enginn hæfileiki, þetta er ekki hæfileikaríkt fólk.“Ummæli Trump um grínistana þrjá má sjá hér að neðan þegar um einn klukkutími og 22 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét spjallþáttastjórnendurna Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert heyra það í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Háðfuglarnir þrír hafa á undanförnum árum gert mikið grín að forsetanum. Trump var staddur í Suður-Karolínu til stuðnings ríkisstjóra ríkisins og samflokksmanni hans, Henry McMaster og lét ummæli sín um þremenninganna falla í langri ræðu þar sem hann fór um víðan völl. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Fallon sem stýrir The Tonight Show á NBC sjónvarpstöðinni. Hafa þeir tveir eldað saman grátt silfur á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga og virðast samskiptin þar hafa verið Trump hugleikin ef marka má ræðuna. „Jimmy Fallon baðst afsökunar á því að hafa gert mig „mannlegan“, aumingja maðurinn vegna þess að núna mun hann glata okkur öllum,“ sagði Trump við töluverð fagnaðarlæti áhorfenda. „Hann er alveg fínn náungi en hann er týndur, hann er týnd sál.“ Þá sagði Trump að þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel væri hæfileikalaus með öllu og að hann myndi aldrei fara aftur í heimsókn í þátt Kimmel. „Maðurinn er hræðilegur,“ sagði Trump. Minntist hann einnig á Stephen Colbert sem stýrir þætti á CBS sjónvarpstöðinni. Minntist hann þó ekki á nafn hans heldur kallaði hann einungis „náungann á CBS.“ Líkt og með Kimmel hélt Trump því fram að Colbert væri hæfileikalaus auk þess sem hann bætti því að Colbert væri „skítseyði“. „Í alvöru talað, er þetta fólk fyndið?“ spurði Trump áhorfendur sem kölluðu „Nei!“ til baka. „Ég get hlegið að sjálfum mér og í sannleika sagt, ef ég gæti það ekki væri ég í vondum málum. En það er enginn hæfileiki, þetta er ekki hæfileikaríkt fólk.“Ummæli Trump um grínistana þrjá má sjá hér að neðan þegar um einn klukkutími og 22 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira