Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júní 2018 20:00 Aspas skoraði með glæsilegum töktum og tryggði Spánverjum stig Vísir/Getty Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. Marokkó skoraði fyrsta mark leiksins óvænt á 14. mínútu eftir að Spánverjar höfðu verið allt í öllu. Khalid Boutaib nýtti sér hrikalegt samskiptaleysi Sergio Ramos og Andres Iniesta í vörninni, stal af þeim boltanum og brunaði upp völlinn og skoraði framhjá David de Gea í markinu. Forystan entist þó ekki lengi og jafnaði Isco metin aðeins fimm mínútum seinna. Eftir glæsilegt samspil hans, Diego Costa og Iniesta þrumaði Isco boltanum í þaknetið af stuttu færi. Stuttu seinna varði David de Gea sitt fyrsta skot á þessu heimsmeistaramóti eftir 205 mínútur af spilatíma. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.De Gea kom engum vörnum við í fyrsta marki Marokkóvísir/gettySeinni hálfleikurinn var nokkuð daufur þar til á 81. mínútu þegar Youssef En-Nesyri stökk hæst allra í teignum eftir hornspyrnu og stangaði boltann í netið og kom Marokkó óvænt yfir. Allt leit út fyrir óvæntan marokkóskan sigur, sem þó hefði ekki slegið Spán úr leik eins og staðan var í hinum leik riðilsins, þar til varamaðurinn Iago Aspas kom boltanum í netið fyrir Spánverja. Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu á Aspas en það var mjög tæpur dómur sem myndbandsdómararnir ákváðu að fara yfir. Eftir þó nokkuð langan tíma var ákveðið að dæma mark og Spánverjar tóku stig úr leiknum. Þar sem leikur Portúgal og Íran endaði með jafntefli breytist staðan í riðlinum ekki og Spánverjar vinna riðilinn og mæta því Rússum í 16-liða úrslitum. HM 2018 í Rússlandi
Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. Marokkó skoraði fyrsta mark leiksins óvænt á 14. mínútu eftir að Spánverjar höfðu verið allt í öllu. Khalid Boutaib nýtti sér hrikalegt samskiptaleysi Sergio Ramos og Andres Iniesta í vörninni, stal af þeim boltanum og brunaði upp völlinn og skoraði framhjá David de Gea í markinu. Forystan entist þó ekki lengi og jafnaði Isco metin aðeins fimm mínútum seinna. Eftir glæsilegt samspil hans, Diego Costa og Iniesta þrumaði Isco boltanum í þaknetið af stuttu færi. Stuttu seinna varði David de Gea sitt fyrsta skot á þessu heimsmeistaramóti eftir 205 mínútur af spilatíma. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.De Gea kom engum vörnum við í fyrsta marki Marokkóvísir/gettySeinni hálfleikurinn var nokkuð daufur þar til á 81. mínútu þegar Youssef En-Nesyri stökk hæst allra í teignum eftir hornspyrnu og stangaði boltann í netið og kom Marokkó óvænt yfir. Allt leit út fyrir óvæntan marokkóskan sigur, sem þó hefði ekki slegið Spán úr leik eins og staðan var í hinum leik riðilsins, þar til varamaðurinn Iago Aspas kom boltanum í netið fyrir Spánverja. Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu á Aspas en það var mjög tæpur dómur sem myndbandsdómararnir ákváðu að fara yfir. Eftir þó nokkuð langan tíma var ákveðið að dæma mark og Spánverjar tóku stig úr leiknum. Þar sem leikur Portúgal og Íran endaði með jafntefli breytist staðan í riðlinum ekki og Spánverjar vinna riðilinn og mæta því Rússum í 16-liða úrslitum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti