Myndbandsdómarar í stóru hlutverki í jafntefli sem sendi Íran heim Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júní 2018 20:15 Quaresma skoraði glæsilegt mark Vísir/Getty Portúgal leikur til 16-liða úrslita á HM í Rússlandi eftir jafntefli við Íran í lokaleik riðilsins þar sem myndbandsdómarar voru mjög áberandi. Portúgal var mun sterkara liðið í upphafi en náði þó ekki að skapa sér mikið af almennilegum færum og Íranir áttu sín tækifæri. Það var svo Ricardo Quaresma sem kom Portúgal yfir á loka mínútum fyrri hálfleiks með glæsilegu marki. Hann fékk boltann fyrir utan teiginn og skaut utanfótar með hægri fæti glæsilegu skoti sem var óverjandi fyrir Alireza Beiranvand í markinu. Beiranvand átti þó eftir að fá tækifæri til þess að sanna sig. Strax í upphafi seinni hálfleiks fékk Cristiano Ronaldo dæmda vítaspyrnu. Hann var tekinn niður alveg við mörk vítateigsins og ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á það. Eftir stutta stund ákvað hann þó að ráðfæra sig við myndbandstæknina og ákvað að dæma vítaspyrnu.Beiranvand ver vítið frá Ronaldovísir/gettyRonaldo fór sjálfur á punktinn en Beiranvand varði glæsilega, spyrnan frá Ronaldo fín en hörkuvarsla frá íranska markverðinum. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem leikmaður Portúgal misnotaði víti í lokakeppni HM. Þá var þetta jafnframt nítjánda vítaspyrnan sem dæmd var á mótinu sem er met í sögu HM. Undir lok hálfleiksins var Ronaldo aftur viðriðinn atvik sem var skoðað með myndbandstækninni. Hann braut á Pouraliganji og fór í andlitið á honum. Dómarinn vildi skoða hvort ætti að gefa rautt spjald fyrir brotið en ákvað að lyfta gula spjaldinu. Í uppbótartíma fór dómarinn í þriðja skipti í myndbandstæknina. Hann ákvað að dæma vítaspyrnu á Cedric fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs. Karim Ansarifard fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Íran. Mehdi Taremi hefði getað tryggt Íran sæti í 16-liða úrslitunum og skilið Portúgal eftir með sárt ennið hefði hann hitt á rammann í dauðafæri sem hann fékk stuttu seinna en skot hans fór í hliðarnetið. Jafntefli niðurstaðan og Portúgal mætir Úrúgvæ í 16-liða úrslitum. HM 2018 í Rússlandi
Portúgal leikur til 16-liða úrslita á HM í Rússlandi eftir jafntefli við Íran í lokaleik riðilsins þar sem myndbandsdómarar voru mjög áberandi. Portúgal var mun sterkara liðið í upphafi en náði þó ekki að skapa sér mikið af almennilegum færum og Íranir áttu sín tækifæri. Það var svo Ricardo Quaresma sem kom Portúgal yfir á loka mínútum fyrri hálfleiks með glæsilegu marki. Hann fékk boltann fyrir utan teiginn og skaut utanfótar með hægri fæti glæsilegu skoti sem var óverjandi fyrir Alireza Beiranvand í markinu. Beiranvand átti þó eftir að fá tækifæri til þess að sanna sig. Strax í upphafi seinni hálfleiks fékk Cristiano Ronaldo dæmda vítaspyrnu. Hann var tekinn niður alveg við mörk vítateigsins og ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á það. Eftir stutta stund ákvað hann þó að ráðfæra sig við myndbandstæknina og ákvað að dæma vítaspyrnu.Beiranvand ver vítið frá Ronaldovísir/gettyRonaldo fór sjálfur á punktinn en Beiranvand varði glæsilega, spyrnan frá Ronaldo fín en hörkuvarsla frá íranska markverðinum. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem leikmaður Portúgal misnotaði víti í lokakeppni HM. Þá var þetta jafnframt nítjánda vítaspyrnan sem dæmd var á mótinu sem er met í sögu HM. Undir lok hálfleiksins var Ronaldo aftur viðriðinn atvik sem var skoðað með myndbandstækninni. Hann braut á Pouraliganji og fór í andlitið á honum. Dómarinn vildi skoða hvort ætti að gefa rautt spjald fyrir brotið en ákvað að lyfta gula spjaldinu. Í uppbótartíma fór dómarinn í þriðja skipti í myndbandstæknina. Hann ákvað að dæma vítaspyrnu á Cedric fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs. Karim Ansarifard fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Íran. Mehdi Taremi hefði getað tryggt Íran sæti í 16-liða úrslitunum og skilið Portúgal eftir með sárt ennið hefði hann hitt á rammann í dauðafæri sem hann fékk stuttu seinna en skot hans fór í hliðarnetið. Jafntefli niðurstaðan og Portúgal mætir Úrúgvæ í 16-liða úrslitum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti