Flautumark og Egyptar á leið heim með ekkert stig Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2018 16:00 Mo Salah gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Vísir/Getty Egyptar enda A-riðil á HM í Rússlandi með ekkert stig eftir að liðið tapaði 2-1 gegn Sádi Arabíu á flautumarki í leik liðanna í Volgograd í dag. Bæði lið voru fyrir leikinn dottin úr keppni. Því skipti leikurinn í raun engu máli þar sem liðin voru bæði á leið heim eftir leikinn. Annað liðið gæti endað með núll stig. Það var Mohamed Salah, markavélin, sem kom Egyptum yfir á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Abdalla El Said. Abdalla fékk boltann eftir skelfilega sendingu frá miðjumanni Sádana. Stuttu síðar leit allt út fyrir að staðan yrði 2-0. Mo Salah slapp einn í gegn og vippaði boltanum yfir markvörð Sádana, eins og hann hefur gert svo oft fyrir Liverpool í vetur, en boltinn framhjá markinu. Fjórum mínútum fyrir leikslok fengu Sádarnir tækifæri til að jafna metin er þeir fengu víti. Fahad Al-Muwallad fór á punktinn en hinn 45 ára gamli Essam El Hadary, markvörður Egypta, varði. Um leið varð hann elsti markvörðurinn til þess að verja víti á HM en hann varð einnig elsti leikmaðurinn til að spila á HM er hann byrjaði leikinn fyrir Egypta í dag.Elsti markvörðurinn til að verja víti á HM er þessi hér.vísir/gettyFjörin í fyrri hálfleiknum var ekki lokið. Þeir fengu annað víti, í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir VAR-athugun. Þá steig á punktinn Salman Al-Faraj og honum brást ekki bogalistinn. Jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilega knattspyrnu. Það sást greinilega að bæði lið voru úr keppni fyrir leikinn og áhugaleysið virtist algjört. Sigurmarkið kom þó í uppbótartímanum er Sádarnir tryggðu sér sigurinn með marki Salem Al-Dawsari með síðustu spyrnu leiksins. Það var ekki einu sinni tími til þess að taka miðju. Sádi-Arabía endar því með þrjú stig í riðlinum en Egyptar ekkert. Mikil vonbrigði fyrir þá. Úrúgvæ endaði á toppnum með níu stig en Rússland sex í öðru sætinu. HM 2018 í Rússlandi
Egyptar enda A-riðil á HM í Rússlandi með ekkert stig eftir að liðið tapaði 2-1 gegn Sádi Arabíu á flautumarki í leik liðanna í Volgograd í dag. Bæði lið voru fyrir leikinn dottin úr keppni. Því skipti leikurinn í raun engu máli þar sem liðin voru bæði á leið heim eftir leikinn. Annað liðið gæti endað með núll stig. Það var Mohamed Salah, markavélin, sem kom Egyptum yfir á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Abdalla El Said. Abdalla fékk boltann eftir skelfilega sendingu frá miðjumanni Sádana. Stuttu síðar leit allt út fyrir að staðan yrði 2-0. Mo Salah slapp einn í gegn og vippaði boltanum yfir markvörð Sádana, eins og hann hefur gert svo oft fyrir Liverpool í vetur, en boltinn framhjá markinu. Fjórum mínútum fyrir leikslok fengu Sádarnir tækifæri til að jafna metin er þeir fengu víti. Fahad Al-Muwallad fór á punktinn en hinn 45 ára gamli Essam El Hadary, markvörður Egypta, varði. Um leið varð hann elsti markvörðurinn til þess að verja víti á HM en hann varð einnig elsti leikmaðurinn til að spila á HM er hann byrjaði leikinn fyrir Egypta í dag.Elsti markvörðurinn til að verja víti á HM er þessi hér.vísir/gettyFjörin í fyrri hálfleiknum var ekki lokið. Þeir fengu annað víti, í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir VAR-athugun. Þá steig á punktinn Salman Al-Faraj og honum brást ekki bogalistinn. Jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilega knattspyrnu. Það sást greinilega að bæði lið voru úr keppni fyrir leikinn og áhugaleysið virtist algjört. Sigurmarkið kom þó í uppbótartímanum er Sádarnir tryggðu sér sigurinn með marki Salem Al-Dawsari með síðustu spyrnu leiksins. Það var ekki einu sinni tími til þess að taka miðju. Sádi-Arabía endar því með þrjú stig í riðlinum en Egyptar ekkert. Mikil vonbrigði fyrir þá. Úrúgvæ endaði á toppnum með níu stig en Rússland sex í öðru sætinu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti