Úrúgvæ með fullt hús og hreint mark inn í sextán liða úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2018 16:00 Edinson Cavani fagnar síðasta markinu sem var langþráð enda fyrsta mark hans á HM 2018. Vísir/Getty Úrúgvæ tryggði sér sigur í A-riðli á HM í fótbolta í Rússlandi með 3-0 sigri á heimamönnum í hreinum úrslitaleik um toppsæti riðilsins. Luis Suárez skoraði í öðrum leiknum í röð, nú með skoti beint úr aukaspyrnu snemma leiks. Annað markið var skráð sem sjálfsmark hjá Rússanum Denis Cheryshev og það þriðja skoraði Edinson Cavani á 90. mínútu leiksins. Denis Cheryshev, skoraði þar með í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar, í rétt mark í fyrstu tveimur leikjunum en því miður í rangt mark í leiknum í dag. Úrúgvæmenn eru því með 9 stig af 9 mögulegum og markatöluna 5-0 eftir fyrstu þrjá leiki sína á heimsmeistaramótinu. Í sextán liða úrslitunum mæta þeir síðan liðinu sem endar í öðru sæti í B-riðlinum. Rússar mættu í leikinn með tvo sigra og átta mörk í tveimur leikjum en þetta var ekki þeirra dagur. Úrúgvæmenn komust í 2-0 á fyrstu 23 mínútum leiksins og Rússar misstu síðan mann af velli á 37. mínútu. Igor Smolnikov braut þá klaufalega af sér og fékk sitt annað gula spjald. Leikurinn var svo gott sem er búinn fyrir gestgjafana, tveimur mörkum undir og manni færri í tæpan klukkutíma.#URU wins its first 3 games of a World Cup for the 3rd time (Champion in 1930, 4th place in 1954). Uruguay wins Group A and will play the Group B runner-up (#ESP/#IRN/#POR). #RUS is runner-up and will play the Group B winner. pic.twitter.com/e8cQB6Pqof — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 25, 2018 Rússarnir stóðu sig vel lengstum í seinni hálfleiknum og lögðu aldrei árar í bát. Úrúgvæ nýtti sér hinsvegar þreytu þeirra á lokamínútunum og gátu Úrúgvæmenn þá auðveldlega bætt við nokkrum mörkum. Luis Suárez skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu með skoti úr aukaspyrnu í markmannshornið. Varnarmenn Rússa einbeittu sér svo mikið af því að koma Edinson Cavani út úr veggnum að þeir bjuggu til stórt gat í veggnum sem Suárez nýtti sér vel. Annað markið er skráð sem sjálfsmark á Denis Cheryshev en Diego Laxalt átti þá skot fyrir utan teig sem breytti mikið um stefnu og skrúfaðist inn í hitt hornið. Óheppnin var þarna með Rússunum. Edinson Cavani skoraði síðan langþráð mark á 90. mínútu leiksins. Hann var þá réttur maður í markteignum og fylgdi eftir skalla Diego Godín sem Igor Akinfeev varði vel. Suárez var nálægt frákastinu en Cavani var frekari. HM 2018 í Rússlandi
Úrúgvæ tryggði sér sigur í A-riðli á HM í fótbolta í Rússlandi með 3-0 sigri á heimamönnum í hreinum úrslitaleik um toppsæti riðilsins. Luis Suárez skoraði í öðrum leiknum í röð, nú með skoti beint úr aukaspyrnu snemma leiks. Annað markið var skráð sem sjálfsmark hjá Rússanum Denis Cheryshev og það þriðja skoraði Edinson Cavani á 90. mínútu leiksins. Denis Cheryshev, skoraði þar með í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar, í rétt mark í fyrstu tveimur leikjunum en því miður í rangt mark í leiknum í dag. Úrúgvæmenn eru því með 9 stig af 9 mögulegum og markatöluna 5-0 eftir fyrstu þrjá leiki sína á heimsmeistaramótinu. Í sextán liða úrslitunum mæta þeir síðan liðinu sem endar í öðru sæti í B-riðlinum. Rússar mættu í leikinn með tvo sigra og átta mörk í tveimur leikjum en þetta var ekki þeirra dagur. Úrúgvæmenn komust í 2-0 á fyrstu 23 mínútum leiksins og Rússar misstu síðan mann af velli á 37. mínútu. Igor Smolnikov braut þá klaufalega af sér og fékk sitt annað gula spjald. Leikurinn var svo gott sem er búinn fyrir gestgjafana, tveimur mörkum undir og manni færri í tæpan klukkutíma.#URU wins its first 3 games of a World Cup for the 3rd time (Champion in 1930, 4th place in 1954). Uruguay wins Group A and will play the Group B runner-up (#ESP/#IRN/#POR). #RUS is runner-up and will play the Group B winner. pic.twitter.com/e8cQB6Pqof — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 25, 2018 Rússarnir stóðu sig vel lengstum í seinni hálfleiknum og lögðu aldrei árar í bát. Úrúgvæ nýtti sér hinsvegar þreytu þeirra á lokamínútunum og gátu Úrúgvæmenn þá auðveldlega bætt við nokkrum mörkum. Luis Suárez skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu með skoti úr aukaspyrnu í markmannshornið. Varnarmenn Rússa einbeittu sér svo mikið af því að koma Edinson Cavani út úr veggnum að þeir bjuggu til stórt gat í veggnum sem Suárez nýtti sér vel. Annað markið er skráð sem sjálfsmark á Denis Cheryshev en Diego Laxalt átti þá skot fyrir utan teig sem breytti mikið um stefnu og skrúfaðist inn í hitt hornið. Óheppnin var þarna með Rússunum. Edinson Cavani skoraði síðan langþráð mark á 90. mínútu leiksins. Hann var þá réttur maður í markteignum og fylgdi eftir skalla Diego Godín sem Igor Akinfeev varði vel. Suárez var nálægt frákastinu en Cavani var frekari.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti