Fínn árangur hjá Valdísi Þóru í Taílandi Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 10:00 Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á Evrópumótaröðinni í golfi. LET/Tristan Jones Golf Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni var í eldlínunni á Ladies European Thailand Championship mótinu um helgina. Mótið sem fram fór í borginni Pattaya í Taílandi var liður í Evrópumótaröð kvenna. Valdís Þóra byrjaði mótið ágætlega, en hún lék fyrstu tvo hringina báða á 71 höggi sem er einu höggi undir pari vallarins. Bakslag kom í frammistöðu Valdísar Þóru á þriðja hringnum sem hún lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins. Hún náði sér aftur á móti aftur á strik og gott betur á fjórða og síðasta hringnum. Hún lék lokahringinn á 70 höggum sem er tveimur höggum undir pari vallarins og skilaði sú spilamennska henni í 19. sæti mótsins. Þetta var áttunda mót hennar á mótaröðinni á yfirstandandi keppnistímabili, en hún er í 17. sæti á stigalista mótaraðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar. Afar heitt var og rakt á mótsstaðnum í Taílandi um helgina, en Valdís Þóra setti færslu á Twitter-síðu sína á föstudagskvöldið þar sem hún sagðist hafa drukkið 4,5 lítra af vatni á meðan hún lék hringinn þann daginn. Valdís Þóra bætti við að hún hefði ekki þurft að létta af sér á hringnum, svitinn hefði séð um að losa líkamann við vökvann. Áhugakylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili náði svo sínum besta árangri er hún endaði í 19.-26. sæti á Lavaux Ladies mótinu sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá lék hringina þrjá á mótinu á samtals tveimur höggum yfir pari vallarins. Golf Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Golf Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni var í eldlínunni á Ladies European Thailand Championship mótinu um helgina. Mótið sem fram fór í borginni Pattaya í Taílandi var liður í Evrópumótaröð kvenna. Valdís Þóra byrjaði mótið ágætlega, en hún lék fyrstu tvo hringina báða á 71 höggi sem er einu höggi undir pari vallarins. Bakslag kom í frammistöðu Valdísar Þóru á þriðja hringnum sem hún lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins. Hún náði sér aftur á móti aftur á strik og gott betur á fjórða og síðasta hringnum. Hún lék lokahringinn á 70 höggum sem er tveimur höggum undir pari vallarins og skilaði sú spilamennska henni í 19. sæti mótsins. Þetta var áttunda mót hennar á mótaröðinni á yfirstandandi keppnistímabili, en hún er í 17. sæti á stigalista mótaraðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar. Afar heitt var og rakt á mótsstaðnum í Taílandi um helgina, en Valdís Þóra setti færslu á Twitter-síðu sína á föstudagskvöldið þar sem hún sagðist hafa drukkið 4,5 lítra af vatni á meðan hún lék hringinn þann daginn. Valdís Þóra bætti við að hún hefði ekki þurft að létta af sér á hringnum, svitinn hefði séð um að losa líkamann við vökvann. Áhugakylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili náði svo sínum besta árangri er hún endaði í 19.-26. sæti á Lavaux Ladies mótinu sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá lék hringina þrjá á mótinu á samtals tveimur höggum yfir pari vallarins.
Golf Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira