ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. júní 2018 07:15 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Anton Brink „Ef Hvalur kemst upp með þetta, að skikka starfsmenn til að sniðganga tiltekið stéttarfélag, þá er um svo gróft brot að ræða að annað eins hefur ekki sést,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþýðusamband Íslands steig í gær fram og fordæmdi það sem sambandið kallar hefndaraðgerðir Hvals hf. gegn Verkalýðsfélagi Akraness. Eins og komið hefur fram tapaði Hvalur nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann. Þar voru honum dæmdar, með dráttarvöxtum, 700 þúsund krónur vegna brota á ráðningarsamningi. Vilhjálmur bendir á að allir samningar starfsmanna Hvals séu nákvæmlega eins og félagið telji því fordæmisgildi dómsins algert og geta numið 300 milljónum króna, þegar tillit er tekið til fjölda starfsmanna og þriggja vertíða. Við upphaf hvalvertíðar á dögunum bárust síðan þau tíðindi að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, krefði starfsmenn sína um að þeir ættu ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness, heldur væru í Stéttarfélagi Vesturlands. ASÍ segir þetta klárt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið sé á um að atvinnurekendum sé óheimilt að hafa áhrif á, meðal annars, félagsaðild starfsmanna sinna. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekenda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur segir að félagið hafi mótmælt framgöngu Hvals harðlega bæði við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur kveðst ekkert hafa heyrt frá þeim. „Það á greinilega að svæfa málið, en fólk verður að átta sig á að þetta snýst ekki aðeins um félagið hér, einhver félagsgjöld eða félagssvæði, heldur allt launafólk. Að atvinnurekandi sé að refsa stéttarfélagi sem uppfyllir lagalega skyldu sína til að sækja réttindi félagsmanna sinna.“ Vilhjálmur bendir einnig á að svo virðist sem Kristján Loftsson sé fljótur að gleyma hvaða félag hafi staðið með honum í baráttunni fyrir því að hefja hvalveiðar á ný árið 2009 þegar til stóð að afturkalla veiðiheimildir. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjaramál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Ef Hvalur kemst upp með þetta, að skikka starfsmenn til að sniðganga tiltekið stéttarfélag, þá er um svo gróft brot að ræða að annað eins hefur ekki sést,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþýðusamband Íslands steig í gær fram og fordæmdi það sem sambandið kallar hefndaraðgerðir Hvals hf. gegn Verkalýðsfélagi Akraness. Eins og komið hefur fram tapaði Hvalur nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann. Þar voru honum dæmdar, með dráttarvöxtum, 700 þúsund krónur vegna brota á ráðningarsamningi. Vilhjálmur bendir á að allir samningar starfsmanna Hvals séu nákvæmlega eins og félagið telji því fordæmisgildi dómsins algert og geta numið 300 milljónum króna, þegar tillit er tekið til fjölda starfsmanna og þriggja vertíða. Við upphaf hvalvertíðar á dögunum bárust síðan þau tíðindi að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, krefði starfsmenn sína um að þeir ættu ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness, heldur væru í Stéttarfélagi Vesturlands. ASÍ segir þetta klárt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið sé á um að atvinnurekendum sé óheimilt að hafa áhrif á, meðal annars, félagsaðild starfsmanna sinna. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekenda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur segir að félagið hafi mótmælt framgöngu Hvals harðlega bæði við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur kveðst ekkert hafa heyrt frá þeim. „Það á greinilega að svæfa málið, en fólk verður að átta sig á að þetta snýst ekki aðeins um félagið hér, einhver félagsgjöld eða félagssvæði, heldur allt launafólk. Að atvinnurekandi sé að refsa stéttarfélagi sem uppfyllir lagalega skyldu sína til að sækja réttindi félagsmanna sinna.“ Vilhjálmur bendir einnig á að svo virðist sem Kristján Loftsson sé fljótur að gleyma hvaða félag hafi staðið með honum í baráttunni fyrir því að hefja hvalveiðar á ný árið 2009 þegar til stóð að afturkalla veiðiheimildir. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjaramál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira