160 milljörðum króna varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júní 2018 19:51 Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára. Fréttablaðið/Ernir Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð, verði innheimta veggjalda tekin upp. Þetta kom fram á Samgönguþingi fyrr í dag. Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára og voru helstu áskoranir, fjármögnun og framkvæmdir til umræðu á Samgönguþingi sem haldið var í dag, en það er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi áætlunnar. Umferð á vegum landsins hefur aukist 47 prósent frá árinu 2010 og hvað mest á síðustu tveimur árum. Samgönguráðherra sagði brýnt sé að ráðast í aukið viðhald og frekari uppbyggingu vegakerfisins eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára. Fjórum milljörðum var bætt við núgildandi áætlun þessa árs og markmiðið er að verja 16,5 milljarði aukalega í viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum. Í heildina er á ætlað að 160 milljörðum verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum.Gjaldtökuleið skoðuð „Ég held að við getum gert ýmislegt með þetta aukna fé á þessum árum en ég var jafnframt í ræðu minni hér í dag að segja að við værum að setja á laggirnar hóp til að skoða fjármögnun, gjaldtökuleið sem kæmi þá til viðbótar þessum 160 milljörðum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Það mundi þýða að á næstu fimm til sjö árum yrði hægt að framkvæma fyrir 300 til 350 milljarða króna. „Þá myndum við ná svolítið í skottið á okkur og vinna upp þann halla sem orðinn er á framkvæmdum og viðhaldi í vegakerfinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti gjaldtaka yrði framkvæmd en nefnd innan ráðuneytisins hefur það til skoðunar hvernig gjaldtöku yrði háttað á einstaka mannvirkjum og vegum.Verkefnum forgangsraðað Hávær umræða og krafa hefur verið um að ljúka þurfi strax tvöföldun Reykjanesbrautar og hefja þurfi tvöföldun vegarins um Kjalarnes eftir alvarleg slys sem þar hafa orðið frá því um áramótin. Þá er einnig brýn nauðsyn að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss svo dæmi séu nefnd. Engin áætlun var lögð fram um þessi verkefni í dag. „Það er verið að leggja, bæta slitlag á öllum þessum þremur leiðum og það voru framkvæmdir fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni og á Vesturlandsvegi til að bæta umferðaröryggi, hringtorg og fleira. Þannig að það er eitthvað sem við munum sjá í ár og síðan samgönguáætlun, sem kemur fram í haust, mun svo taka á því hvernig við ætlum að forgangsraáð þessum mikilægu verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð, verði innheimta veggjalda tekin upp. Þetta kom fram á Samgönguþingi fyrr í dag. Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára og voru helstu áskoranir, fjármögnun og framkvæmdir til umræðu á Samgönguþingi sem haldið var í dag, en það er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi áætlunnar. Umferð á vegum landsins hefur aukist 47 prósent frá árinu 2010 og hvað mest á síðustu tveimur árum. Samgönguráðherra sagði brýnt sé að ráðast í aukið viðhald og frekari uppbyggingu vegakerfisins eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára. Fjórum milljörðum var bætt við núgildandi áætlun þessa árs og markmiðið er að verja 16,5 milljarði aukalega í viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum. Í heildina er á ætlað að 160 milljörðum verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum.Gjaldtökuleið skoðuð „Ég held að við getum gert ýmislegt með þetta aukna fé á þessum árum en ég var jafnframt í ræðu minni hér í dag að segja að við værum að setja á laggirnar hóp til að skoða fjármögnun, gjaldtökuleið sem kæmi þá til viðbótar þessum 160 milljörðum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Það mundi þýða að á næstu fimm til sjö árum yrði hægt að framkvæma fyrir 300 til 350 milljarða króna. „Þá myndum við ná svolítið í skottið á okkur og vinna upp þann halla sem orðinn er á framkvæmdum og viðhaldi í vegakerfinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti gjaldtaka yrði framkvæmd en nefnd innan ráðuneytisins hefur það til skoðunar hvernig gjaldtöku yrði háttað á einstaka mannvirkjum og vegum.Verkefnum forgangsraðað Hávær umræða og krafa hefur verið um að ljúka þurfi strax tvöföldun Reykjanesbrautar og hefja þurfi tvöföldun vegarins um Kjalarnes eftir alvarleg slys sem þar hafa orðið frá því um áramótin. Þá er einnig brýn nauðsyn að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss svo dæmi séu nefnd. Engin áætlun var lögð fram um þessi verkefni í dag. „Það er verið að leggja, bæta slitlag á öllum þessum þremur leiðum og það voru framkvæmdir fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni og á Vesturlandsvegi til að bæta umferðaröryggi, hringtorg og fleira. Þannig að það er eitthvað sem við munum sjá í ár og síðan samgönguáætlun, sem kemur fram í haust, mun svo taka á því hvernig við ætlum að forgangsraáð þessum mikilægu verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15