Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júní 2018 08:00 Stelpunum okkar gengur ekkert síður vel en strákunum okkar í fótboltanum. Ísland er í toppsæti síns riðils í undankeppni HM 2019 í fótbolta og spilar úrslitaleikinn um fyrsta sætið í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Þetta má lesa út úr ritgerð sem birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í gær. Þar er kannað hvernig íslenska ríkinu er skylt að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum, á hvaða grundvelli slík skylda er reist og hvort ríkið hafi horft til sjónarmiða um kynjajafnrétti í stefnumótun sinni og fjárveitingum til íþróttamála. „Hér er um ákveðið brautryðjendaverk að ræða þar sem ekkert hefur verið skrifað um skuldbindingar íslenska ríkisins til að tryggja jafnrétti í íþróttum í íslenskri lögfræði hingað til,“ segir í greininni. Þar kemur fram að í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 sé fjallað um jafnrétti kynjanna í íþróttum. „Athygli vekur að markmið framkvæmdaáætlunarinnar eru efnislega sambærileg þeim sem nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna var falið að vinna tillögur að með þingsályktun árið 1996,“ segir í ritgerðinni. Þetta sé líklega einhver vísbending um þann árangur sem hafi náðst.Styðja þarf betur við framkvæmd jafnréttisáætlana, segir í ritgerðinni.VÍSIR/GETTYÍ ritgerðinni eru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum í því skyni að vinna að auknu kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að úthlutanir úr Íþróttasjóði, Afrekssjóði og öðrum sjóðum sem veita fjármunum frá opinberum aðilum til íþróttamála verði kyngreindar og kynjuð sjónarmið lögð til grundvallar við fjárútlát til málaflokksins. Þá segir í ritgerðinni að stefna stjórnvalda í íþróttamálum eins og hún birtist á fjárlögum taki ekki mið af kynjajafnréttissjónarmiðum og er lagt til að sjónarmiðum um kynjaða fjárlagagerð verði beitt í tengslum við vinnslu fjárheimilda til útgjalda í gegnum fjárlög. Einnig er lagt til að íþróttahreyfingin styðji við markvissa framkvæmd jafnréttisáætlana í starfsemi sinni allri. Jafnframt að íslenskir fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, sem taka þátt í erlendu samstarfi og starfi erlendu sérsambandanna, beiti sér fyrir því að auka veg og hlut kvenna og stúlkna innan viðkomandi íþróttagreinar. Þetta taki bæði til reglna og innri starfsemi, en einnig í fjárhagslegu samhengi. Það eru þau María Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðasvið HR, sem skrifuðu greinina Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
Vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Þetta má lesa út úr ritgerð sem birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í gær. Þar er kannað hvernig íslenska ríkinu er skylt að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum, á hvaða grundvelli slík skylda er reist og hvort ríkið hafi horft til sjónarmiða um kynjajafnrétti í stefnumótun sinni og fjárveitingum til íþróttamála. „Hér er um ákveðið brautryðjendaverk að ræða þar sem ekkert hefur verið skrifað um skuldbindingar íslenska ríkisins til að tryggja jafnrétti í íþróttum í íslenskri lögfræði hingað til,“ segir í greininni. Þar kemur fram að í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 sé fjallað um jafnrétti kynjanna í íþróttum. „Athygli vekur að markmið framkvæmdaáætlunarinnar eru efnislega sambærileg þeim sem nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna var falið að vinna tillögur að með þingsályktun árið 1996,“ segir í ritgerðinni. Þetta sé líklega einhver vísbending um þann árangur sem hafi náðst.Styðja þarf betur við framkvæmd jafnréttisáætlana, segir í ritgerðinni.VÍSIR/GETTYÍ ritgerðinni eru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum í því skyni að vinna að auknu kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að úthlutanir úr Íþróttasjóði, Afrekssjóði og öðrum sjóðum sem veita fjármunum frá opinberum aðilum til íþróttamála verði kyngreindar og kynjuð sjónarmið lögð til grundvallar við fjárútlát til málaflokksins. Þá segir í ritgerðinni að stefna stjórnvalda í íþróttamálum eins og hún birtist á fjárlögum taki ekki mið af kynjajafnréttissjónarmiðum og er lagt til að sjónarmiðum um kynjaða fjárlagagerð verði beitt í tengslum við vinnslu fjárheimilda til útgjalda í gegnum fjárlög. Einnig er lagt til að íþróttahreyfingin styðji við markvissa framkvæmd jafnréttisáætlana í starfsemi sinni allri. Jafnframt að íslenskir fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, sem taka þátt í erlendu samstarfi og starfi erlendu sérsambandanna, beiti sér fyrir því að auka veg og hlut kvenna og stúlkna innan viðkomandi íþróttagreinar. Þetta taki bæði til reglna og innri starfsemi, en einnig í fjárhagslegu samhengi. Það eru þau María Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðasvið HR, sem skrifuðu greinina
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45