Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júní 2018 08:00 Stelpunum okkar gengur ekkert síður vel en strákunum okkar í fótboltanum. Ísland er í toppsæti síns riðils í undankeppni HM 2019 í fótbolta og spilar úrslitaleikinn um fyrsta sætið í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Þetta má lesa út úr ritgerð sem birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í gær. Þar er kannað hvernig íslenska ríkinu er skylt að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum, á hvaða grundvelli slík skylda er reist og hvort ríkið hafi horft til sjónarmiða um kynjajafnrétti í stefnumótun sinni og fjárveitingum til íþróttamála. „Hér er um ákveðið brautryðjendaverk að ræða þar sem ekkert hefur verið skrifað um skuldbindingar íslenska ríkisins til að tryggja jafnrétti í íþróttum í íslenskri lögfræði hingað til,“ segir í greininni. Þar kemur fram að í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 sé fjallað um jafnrétti kynjanna í íþróttum. „Athygli vekur að markmið framkvæmdaáætlunarinnar eru efnislega sambærileg þeim sem nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna var falið að vinna tillögur að með þingsályktun árið 1996,“ segir í ritgerðinni. Þetta sé líklega einhver vísbending um þann árangur sem hafi náðst.Styðja þarf betur við framkvæmd jafnréttisáætlana, segir í ritgerðinni.VÍSIR/GETTYÍ ritgerðinni eru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum í því skyni að vinna að auknu kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að úthlutanir úr Íþróttasjóði, Afrekssjóði og öðrum sjóðum sem veita fjármunum frá opinberum aðilum til íþróttamála verði kyngreindar og kynjuð sjónarmið lögð til grundvallar við fjárútlát til málaflokksins. Þá segir í ritgerðinni að stefna stjórnvalda í íþróttamálum eins og hún birtist á fjárlögum taki ekki mið af kynjajafnréttissjónarmiðum og er lagt til að sjónarmiðum um kynjaða fjárlagagerð verði beitt í tengslum við vinnslu fjárheimilda til útgjalda í gegnum fjárlög. Einnig er lagt til að íþróttahreyfingin styðji við markvissa framkvæmd jafnréttisáætlana í starfsemi sinni allri. Jafnframt að íslenskir fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, sem taka þátt í erlendu samstarfi og starfi erlendu sérsambandanna, beiti sér fyrir því að auka veg og hlut kvenna og stúlkna innan viðkomandi íþróttagreinar. Þetta taki bæði til reglna og innri starfsemi, en einnig í fjárhagslegu samhengi. Það eru þau María Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðasvið HR, sem skrifuðu greinina Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Þetta má lesa út úr ritgerð sem birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í gær. Þar er kannað hvernig íslenska ríkinu er skylt að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum, á hvaða grundvelli slík skylda er reist og hvort ríkið hafi horft til sjónarmiða um kynjajafnrétti í stefnumótun sinni og fjárveitingum til íþróttamála. „Hér er um ákveðið brautryðjendaverk að ræða þar sem ekkert hefur verið skrifað um skuldbindingar íslenska ríkisins til að tryggja jafnrétti í íþróttum í íslenskri lögfræði hingað til,“ segir í greininni. Þar kemur fram að í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 sé fjallað um jafnrétti kynjanna í íþróttum. „Athygli vekur að markmið framkvæmdaáætlunarinnar eru efnislega sambærileg þeim sem nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna var falið að vinna tillögur að með þingsályktun árið 1996,“ segir í ritgerðinni. Þetta sé líklega einhver vísbending um þann árangur sem hafi náðst.Styðja þarf betur við framkvæmd jafnréttisáætlana, segir í ritgerðinni.VÍSIR/GETTYÍ ritgerðinni eru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum í því skyni að vinna að auknu kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að úthlutanir úr Íþróttasjóði, Afrekssjóði og öðrum sjóðum sem veita fjármunum frá opinberum aðilum til íþróttamála verði kyngreindar og kynjuð sjónarmið lögð til grundvallar við fjárútlát til málaflokksins. Þá segir í ritgerðinni að stefna stjórnvalda í íþróttamálum eins og hún birtist á fjárlögum taki ekki mið af kynjajafnréttissjónarmiðum og er lagt til að sjónarmiðum um kynjaða fjárlagagerð verði beitt í tengslum við vinnslu fjárheimilda til útgjalda í gegnum fjárlög. Einnig er lagt til að íþróttahreyfingin styðji við markvissa framkvæmd jafnréttisáætlana í starfsemi sinni allri. Jafnframt að íslenskir fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, sem taka þátt í erlendu samstarfi og starfi erlendu sérsambandanna, beiti sér fyrir því að auka veg og hlut kvenna og stúlkna innan viðkomandi íþróttagreinar. Þetta taki bæði til reglna og innri starfsemi, en einnig í fjárhagslegu samhengi. Það eru þau María Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðasvið HR, sem skrifuðu greinina
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45