Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. Gylfi segir að harðnandi deilur innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu sem að miklu leyti hafi beinst gegn hans persónu hafi tekið á. „Það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna.“ Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar eru meðal þeirra sem eldað hafa grátt silfur við Gylfa að undanförnu. VR, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn lýstu yfir vantrausti á Gylfi nýverið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lögðu á fundinum í gær fram bréf þar sem þau tilkynntu að þau myndu sem áheyrnarfulltrúar sniðganga fundi miðstjórnar ASÍ fram á haust.Sjá einnig: Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Ástæðan var meðal annars sú að ljóst væri orðið að ekki yrði tekið tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og af orðræðunni innan miðstjórnarinnar að dæma væri ljóst að farið yrði að einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðafræði sem Gylfi hefði boðað. Gylfi hefur verið forseti ASÍ í tíu ár, en var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn í fjórgang eftir það. Meðal þeirra sem deilt hafa hart á Gylfa undanfarin misseri er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég tel þetta vera mjög skynsamlega ákvörðun hjá forseta ASÍ og gefa nýrri forystu tækifæri til þess að leiða komandi baráttu,“ segir Vilhjálmur aðspurður um viðbrögð við tilkynningu Gylfa. „Nú er næsta verk hjá okkur sem erum með meirihluta innan ASÍ að finna einhvern kraftmikinn einstakling til að taka við þessu viðamikla embætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. Gylfi segir að harðnandi deilur innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu sem að miklu leyti hafi beinst gegn hans persónu hafi tekið á. „Það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna.“ Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar eru meðal þeirra sem eldað hafa grátt silfur við Gylfa að undanförnu. VR, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn lýstu yfir vantrausti á Gylfi nýverið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lögðu á fundinum í gær fram bréf þar sem þau tilkynntu að þau myndu sem áheyrnarfulltrúar sniðganga fundi miðstjórnar ASÍ fram á haust.Sjá einnig: Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Ástæðan var meðal annars sú að ljóst væri orðið að ekki yrði tekið tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og af orðræðunni innan miðstjórnarinnar að dæma væri ljóst að farið yrði að einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðafræði sem Gylfi hefði boðað. Gylfi hefur verið forseti ASÍ í tíu ár, en var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn í fjórgang eftir það. Meðal þeirra sem deilt hafa hart á Gylfa undanfarin misseri er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég tel þetta vera mjög skynsamlega ákvörðun hjá forseta ASÍ og gefa nýrri forystu tækifæri til þess að leiða komandi baráttu,“ segir Vilhjálmur aðspurður um viðbrögð við tilkynningu Gylfa. „Nú er næsta verk hjá okkur sem erum með meirihluta innan ASÍ að finna einhvern kraftmikinn einstakling til að taka við þessu viðamikla embætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27