Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2018 19:27 Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti á miðstjórnarfundi í dag að hann bjóði sig ekki fram til endurkjörs í embætti forseta Alþýðusambandsins á þingi þess í október en hann hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. Gylfi hefur verið forseti Alþýðusambandsins frá hrunárinu 2008 eða í tíu ár. hann viðurkennir að persónuleg gagnrýni á hann hafi bitið á hann. Gylfi segir að tíminn frá hruni hafi um margt verið strembinn fyrir verkalýshreyfinguna. „Við erum núna á toppi kaupmáttarþróunar og höfum að mörgu leyti náð miklum árangri á undanförnum árum. En það er engin launung á því að það hafa verið miklar deilur í hreyfingunni. Deilur um aðferðafræði en einhvern veginn hefur þetta æxslast þannig að það gengur illa að taka málefnalega umræðu því mín persóna virðist þvælast mikið fyrir í þessu,” segir Gylfi. Nú sé hægt að endurnýja forystuna án þess að það sé gert sem mótframboð gegn honum. „Þess vegna var það mín niðurstaða til að freista þess að umræðan geti verið málefnaleg; þá vil ég frekar stíga til hliðar,” segir Gylfi. Formaður VR hefur um árabil farið fremstur í flokki í gagnrýni sinni á forseta Alþýðusambandsins en hann hefur í tvígang látið í minni pokann fyrir Gylfa í kjöri til forseta ASÍ. Þá hefur nýkjörinn formaður Eflingar gagnrýnt Gylfa ásamt formönnum Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík, þótt Gylfi hafi einnig notið mikils stuðnings innan hreyfingarinnar. „En auðvitað bítur þetta. Það er engin launung á því og ég vil ekki standa í deilum við félaga mína.”Gengur þú sáttur eða sár frá borði eftir tíu ár á forsetastóli? „Ég er bæði mjög þakklátur og auðmjúkur yfir því að hafa fengið að sinna þessu verkefni. Ég fer frá þessu mjög sáttur. Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegt. Ég hef unnið mikið með stórum hópi fólks sem leggur allt sitt í að heija þessa baráttur,” segir Gylfi. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun Gylfa ekki koma á óvart en það sé eftirsjá af honum. „Já Gylfi hefur verið farsæll í starfi. Hann hefur verið umdeildur og ekki verið allra þannig að það hefur heyrst mikið,” segir Björn. Það hafi mikið verið einblínt á Gylfa en ASÍ sé sterk hreyfing þar sem mikill fjöldi fólks komi að og honum finnst gagnrýnina hafa beinst of mikið að Gylfa. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags á Austfjörðum, hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér í forsetaembættið í haust. „Það eru bara þannig tímar í Alþýðusambandinu að við verðum að reyna að sætta sjónarmið. Ég held að ég geti lagt mitt fram um það. Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar. En það þarf að sætta sjónarmið. Hreyfingin þarf að standa saman í komandi átökum,” segir Sverrir. Kjaramál Tengdar fréttir Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti á miðstjórnarfundi í dag að hann bjóði sig ekki fram til endurkjörs í embætti forseta Alþýðusambandsins á þingi þess í október en hann hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. Gylfi hefur verið forseti Alþýðusambandsins frá hrunárinu 2008 eða í tíu ár. hann viðurkennir að persónuleg gagnrýni á hann hafi bitið á hann. Gylfi segir að tíminn frá hruni hafi um margt verið strembinn fyrir verkalýshreyfinguna. „Við erum núna á toppi kaupmáttarþróunar og höfum að mörgu leyti náð miklum árangri á undanförnum árum. En það er engin launung á því að það hafa verið miklar deilur í hreyfingunni. Deilur um aðferðafræði en einhvern veginn hefur þetta æxslast þannig að það gengur illa að taka málefnalega umræðu því mín persóna virðist þvælast mikið fyrir í þessu,” segir Gylfi. Nú sé hægt að endurnýja forystuna án þess að það sé gert sem mótframboð gegn honum. „Þess vegna var það mín niðurstaða til að freista þess að umræðan geti verið málefnaleg; þá vil ég frekar stíga til hliðar,” segir Gylfi. Formaður VR hefur um árabil farið fremstur í flokki í gagnrýni sinni á forseta Alþýðusambandsins en hann hefur í tvígang látið í minni pokann fyrir Gylfa í kjöri til forseta ASÍ. Þá hefur nýkjörinn formaður Eflingar gagnrýnt Gylfa ásamt formönnum Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík, þótt Gylfi hafi einnig notið mikils stuðnings innan hreyfingarinnar. „En auðvitað bítur þetta. Það er engin launung á því og ég vil ekki standa í deilum við félaga mína.”Gengur þú sáttur eða sár frá borði eftir tíu ár á forsetastóli? „Ég er bæði mjög þakklátur og auðmjúkur yfir því að hafa fengið að sinna þessu verkefni. Ég fer frá þessu mjög sáttur. Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegt. Ég hef unnið mikið með stórum hópi fólks sem leggur allt sitt í að heija þessa baráttur,” segir Gylfi. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun Gylfa ekki koma á óvart en það sé eftirsjá af honum. „Já Gylfi hefur verið farsæll í starfi. Hann hefur verið umdeildur og ekki verið allra þannig að það hefur heyrst mikið,” segir Björn. Það hafi mikið verið einblínt á Gylfa en ASÍ sé sterk hreyfing þar sem mikill fjöldi fólks komi að og honum finnst gagnrýnina hafa beinst of mikið að Gylfa. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags á Austfjörðum, hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér í forsetaembættið í haust. „Það eru bara þannig tímar í Alþýðusambandinu að við verðum að reyna að sætta sjónarmið. Ég held að ég geti lagt mitt fram um það. Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar. En það þarf að sætta sjónarmið. Hreyfingin þarf að standa saman í komandi átökum,” segir Sverrir.
Kjaramál Tengdar fréttir Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03