Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2018 14:14 Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum í gær. vísir/elín margrét Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. Aðgerðirnar munu felast í yfirvinnubanni á Landspítalanum og öðrum stofnunum þar sem ljósmæður sinna yfirvinnu. Katrín segir að undirbúningur aðgerðanna taki um tvær vikur. Því má búast við því að verkfallsaðgerðir hefjist skömmu eftir næstu mánaðamót en þann 1. júlí taka gildi uppsagnir 19 ljósmæðra á Landspítalanum. Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hjá ríkissáttasemjara sem hófst klukkan 11 í morgun lauk án niðurstöðu um klukkan 13. Katrín segir að fundurinn hafi verið meiri stöðufundur heldur en eiginlegur samningafundur. Fundurinn var sá fyrsti á milli deiluaðila eftir að ljósmæður felldu kjarasamning sem skrifað var undir í maí. Stefnt er að næsta fundi á fimmtudaginn í næstu viku. „Þetta lítur mjög illa út og þetta er mjög alvarleg staða. Við í kjaranefnd Ljósmæðrafélagsins göngum að samningaborðinu með það að vilja vinna í lausnum, funda hratt og vel og að það sér reynt að komast samningsfleti sem fyrst. Við höfum lagt fram okkar kröfur, það hefur ekki staðið á því, en nú bíðum við efir umboði og vilja frá umboðsmönnum ríkisstjórnarinnar að mæta okkur og klára þetta,“ segir Katrín. Ljósmæðrafélagið hefur umboð frá félagsmönnum til að boða til verkfalls á heilsugæslum. Katrín segist ekki vita hvort komi til þess eða hvort það verði yfir höfuð núna en byrjað verði á því að boða til yfirvinnubanns.En ætlið þið að fara í þetta núna eða bíða og sjá hvað kemur út úr samningafundinum næsta fimmtudag? „Við erum bara að undirbúa þetta en það tekur um hálfan mánuð að undirbúa svona verkfallsaðgerð.“ Kjaramál Tengdar fréttir Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Sýna ljósmæðrum stuðning á kvenréttindadaginn Hópur fólks mætir til stuðningsfundar í Mæðragarðinum síðdegis. 19. júní 2018 12:30 Óttast áhrif kjaradeilunnar á geðheilsu verðandi foreldra og barna þeirra Óvissan sem uppi er vegna kjaradeilu ljósmæðra getur haft áhrif á verðandi foreldra og börn þeirra til framtíðar að sögn geðlæknis. Fjárfesting í þjónustu við sængurkonur og nýbura geti sparað ríkinu mikla fjármuni til lengri tíma litið. 18. júní 2018 20:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. Aðgerðirnar munu felast í yfirvinnubanni á Landspítalanum og öðrum stofnunum þar sem ljósmæður sinna yfirvinnu. Katrín segir að undirbúningur aðgerðanna taki um tvær vikur. Því má búast við því að verkfallsaðgerðir hefjist skömmu eftir næstu mánaðamót en þann 1. júlí taka gildi uppsagnir 19 ljósmæðra á Landspítalanum. Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hjá ríkissáttasemjara sem hófst klukkan 11 í morgun lauk án niðurstöðu um klukkan 13. Katrín segir að fundurinn hafi verið meiri stöðufundur heldur en eiginlegur samningafundur. Fundurinn var sá fyrsti á milli deiluaðila eftir að ljósmæður felldu kjarasamning sem skrifað var undir í maí. Stefnt er að næsta fundi á fimmtudaginn í næstu viku. „Þetta lítur mjög illa út og þetta er mjög alvarleg staða. Við í kjaranefnd Ljósmæðrafélagsins göngum að samningaborðinu með það að vilja vinna í lausnum, funda hratt og vel og að það sér reynt að komast samningsfleti sem fyrst. Við höfum lagt fram okkar kröfur, það hefur ekki staðið á því, en nú bíðum við efir umboði og vilja frá umboðsmönnum ríkisstjórnarinnar að mæta okkur og klára þetta,“ segir Katrín. Ljósmæðrafélagið hefur umboð frá félagsmönnum til að boða til verkfalls á heilsugæslum. Katrín segist ekki vita hvort komi til þess eða hvort það verði yfir höfuð núna en byrjað verði á því að boða til yfirvinnubanns.En ætlið þið að fara í þetta núna eða bíða og sjá hvað kemur út úr samningafundinum næsta fimmtudag? „Við erum bara að undirbúa þetta en það tekur um hálfan mánuð að undirbúa svona verkfallsaðgerð.“
Kjaramál Tengdar fréttir Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Sýna ljósmæðrum stuðning á kvenréttindadaginn Hópur fólks mætir til stuðningsfundar í Mæðragarðinum síðdegis. 19. júní 2018 12:30 Óttast áhrif kjaradeilunnar á geðheilsu verðandi foreldra og barna þeirra Óvissan sem uppi er vegna kjaradeilu ljósmæðra getur haft áhrif á verðandi foreldra og börn þeirra til framtíðar að sögn geðlæknis. Fjárfesting í þjónustu við sængurkonur og nýbura geti sparað ríkinu mikla fjármuni til lengri tíma litið. 18. júní 2018 20:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira
Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15
Sýna ljósmæðrum stuðning á kvenréttindadaginn Hópur fólks mætir til stuðningsfundar í Mæðragarðinum síðdegis. 19. júní 2018 12:30
Óttast áhrif kjaradeilunnar á geðheilsu verðandi foreldra og barna þeirra Óvissan sem uppi er vegna kjaradeilu ljósmæðra getur haft áhrif á verðandi foreldra og börn þeirra til framtíðar að sögn geðlæknis. Fjárfesting í þjónustu við sængurkonur og nýbura geti sparað ríkinu mikla fjármuni til lengri tíma litið. 18. júní 2018 20:30