Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2018 12:28 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þingsal fyrr í sumar. Þau eru hvött til þess af þúsundum Íslendinga að fordæma aðgerðir bandarískra yfirvalda á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 4000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Undanfarnar vikur hafa bandarísk yfirvöld aðskilið börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna en bandarísk stjórnvöld telja að fólkið sé að koma ólöglega inn í landið. Þessar aðgerðir Bandaríkjanna gagnvart börnum hafa vakið hörð viðbrögð enda eru börnin sett í varðhald án foreldra sinna. Upptökur þar sem grátandi börn heyrast biðja um mömmu og pabba hafa vakið mikinn óhug en á vef undirskriftalistans segir eftirfarandi: „Varðhald og aðskilnaður barna frá fjölskyldum sínum er mikið áfall sem getur sett börn í mjög viðkvæma stöðu gagnvart misnotkun og ofbeldi og leitt til áfallastreitu sem geti haft áhrif á þroska barna til langframa.“ Þá er búið að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun vegna málsins. Þaðan á að ganga að bandaríska sendiráðinu en nú hafa 1200 manns boðað komu sína á mótmælin. „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar. Við göngum fyrir mannúðlegri og opnari heimi. Þar sem manneskjur eru manneskjur óháð þjóðerni. Við lokum ekki börn í búrum. Gangan er ekki bara mótmæli gegn ómannúðlegri stefnu Bandaríkjanna gagnvart flóttafólki frá suðurameríku. Gangan er meðmæli með mannúðlegri stefnu í bæði Bandaríkjunum og Evrópu. Á Ítalíu hefur björgunarskipum verið bannað að koma til hafnar, á Grikklandi er flóttamannabúðir handan við grindverk. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem við sem land Í Schengen þurfum líka að axla ábyrgð á. En ástæða þess að við göngum núna er framkoma Bandaríkjastjórnar gagnvart börnum og foreldrum. Við göngum fyrir mennskari heim. Heim þar sem skipum er ekki vísað frá landi og þar sem börn eru ekki lokuð í búrum,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Mexíkó Tengdar fréttir Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 4000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Undanfarnar vikur hafa bandarísk yfirvöld aðskilið börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna en bandarísk stjórnvöld telja að fólkið sé að koma ólöglega inn í landið. Þessar aðgerðir Bandaríkjanna gagnvart börnum hafa vakið hörð viðbrögð enda eru börnin sett í varðhald án foreldra sinna. Upptökur þar sem grátandi börn heyrast biðja um mömmu og pabba hafa vakið mikinn óhug en á vef undirskriftalistans segir eftirfarandi: „Varðhald og aðskilnaður barna frá fjölskyldum sínum er mikið áfall sem getur sett börn í mjög viðkvæma stöðu gagnvart misnotkun og ofbeldi og leitt til áfallastreitu sem geti haft áhrif á þroska barna til langframa.“ Þá er búið að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun vegna málsins. Þaðan á að ganga að bandaríska sendiráðinu en nú hafa 1200 manns boðað komu sína á mótmælin. „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar. Við göngum fyrir mannúðlegri og opnari heimi. Þar sem manneskjur eru manneskjur óháð þjóðerni. Við lokum ekki börn í búrum. Gangan er ekki bara mótmæli gegn ómannúðlegri stefnu Bandaríkjanna gagnvart flóttafólki frá suðurameríku. Gangan er meðmæli með mannúðlegri stefnu í bæði Bandaríkjunum og Evrópu. Á Ítalíu hefur björgunarskipum verið bannað að koma til hafnar, á Grikklandi er flóttamannabúðir handan við grindverk. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem við sem land Í Schengen þurfum líka að axla ábyrgð á. En ástæða þess að við göngum núna er framkoma Bandaríkjastjórnar gagnvart börnum og foreldrum. Við göngum fyrir mennskari heim. Heim þar sem skipum er ekki vísað frá landi og þar sem börn eru ekki lokuð í búrum,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Mexíkó Tengdar fréttir Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46
Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51
Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00