Veljum listamennina vel Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2018 07:00 Hlíf Sigurjónsdóttir stendur fyrir tónleikahaldinu í Listasafni Sigurjóns, ásamt manni sínum Geirfinni Jónssyni og móður sinni Birgittu Spur. Fréttablaðið/Valli Við höldum úti þessari tónleikaröð af hugsjón og gefum okkur ekki. Þeir eru almennt vel sóttir og það er réttlæting okkar fyrir að vera til. Við veljum listamennina vel,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari um hina rótgrónu Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem verða á Laugarnestanga á þriðjudögum næstu vikur, þrítugasta sumarið í röð. Að venju hefjast þeir klukkan 20.30 og standa í um klukkustund. Þar verður því hægt að upplifa sumarkvöld við sæinn með ljúfri tónlist innan um heimsklassa höggmyndalist – umvafin sögu staðarins, allt frá landnámi til nútíma. Gítarhljómur verður nokkuð áberandi í tónleikaröðinni þetta árið. Reynir Hauksson gítarleikari og tónskáld ríður á vaðið næsta þriðjudag, 3. júlí, með seiðandi tónlist frá Andalúsíu, eftir spönsk tónskáld og sjálfan sig. Fleiri gítaristar koma við sögu síðar, meðal annars félagarnir í Guitar Iclancio sem fagna 20 ára starfsafmæli með tónleikum 24. júlí. Inn á milli eru svo þrennir sönglagatónleikar og forvitnileg dagskrá fyrir flautu og píanó. Tónlistin hefur ætíð skipað sinn sess í menningarstarfi Sigurjónssafns. Heimili hjónanna Birgittu og Sigurjóns ómaði af tónlist, öll fjögur börn þeirra lærðu á hljóðfæri og þrjú þeirra lögðu tónlist fyrir sig. Ein þeirra er Hlíf sem ætlar að koma fram með danska verðlaunagítarleikaranum Søren Bødker Madsen á lokatónleikunum 14. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleika og þar gefst tónleikagestum kostur á að hitta flytjendur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Við höldum úti þessari tónleikaröð af hugsjón og gefum okkur ekki. Þeir eru almennt vel sóttir og það er réttlæting okkar fyrir að vera til. Við veljum listamennina vel,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari um hina rótgrónu Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem verða á Laugarnestanga á þriðjudögum næstu vikur, þrítugasta sumarið í röð. Að venju hefjast þeir klukkan 20.30 og standa í um klukkustund. Þar verður því hægt að upplifa sumarkvöld við sæinn með ljúfri tónlist innan um heimsklassa höggmyndalist – umvafin sögu staðarins, allt frá landnámi til nútíma. Gítarhljómur verður nokkuð áberandi í tónleikaröðinni þetta árið. Reynir Hauksson gítarleikari og tónskáld ríður á vaðið næsta þriðjudag, 3. júlí, með seiðandi tónlist frá Andalúsíu, eftir spönsk tónskáld og sjálfan sig. Fleiri gítaristar koma við sögu síðar, meðal annars félagarnir í Guitar Iclancio sem fagna 20 ára starfsafmæli með tónleikum 24. júlí. Inn á milli eru svo þrennir sönglagatónleikar og forvitnileg dagskrá fyrir flautu og píanó. Tónlistin hefur ætíð skipað sinn sess í menningarstarfi Sigurjónssafns. Heimili hjónanna Birgittu og Sigurjóns ómaði af tónlist, öll fjögur börn þeirra lærðu á hljóðfæri og þrjú þeirra lögðu tónlist fyrir sig. Ein þeirra er Hlíf sem ætlar að koma fram með danska verðlaunagítarleikaranum Søren Bødker Madsen á lokatónleikunum 14. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleika og þar gefst tónleikagestum kostur á að hitta flytjendur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira