Að vera kóngur í einn dag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2018 10:00 Hreimur kveðst vera með minnstu aldurskomplexa í heimi. Fréttablaðið/Ernir Þjóðin þekkir hann sem Hreim í Landi og sonum, og þó minna heyrist frá honum en fyrir nokkrum árum þá kveðst hann hafa nóg fyrir stafni. „Ég er mikið bókaður í prívatpartí og spila og syng fyrir fyrirtæki úti um allt. Ég hef líka verið með pub-quiz sem ég bjó til fyrir fyrirtæki og hópa og er gamaldags spurningakeppni. Hef verið með allt frá tíu manna hóp upp í fjögur hundruð í slíkum keppnum.“ Þetta er samt aukavinnan hans Hreims. Hann vinnur líka í fyrirtækinu Hr. Jón sem flytur inn hár- og skeggvörur, Warta rafhlöður, Russell Hobbs heimilistæki og George Foreman heilsugrill. „Það er dagvinnan mín,“ segir hann og kveðst eiga fyrirtækið með Jóni Guðmundssyni, bassaleikara úr hljómsveitunum Landi og sonum og Made in sveitin. „Saman myndum við Hr. Jón,“ bætir hann við til útskýringar. Stóra spurningin er: Ætlar hann að halda upp á afmælisdaginn? „Upphaflega ætluðu Land og synir að efna til tónleika í dag en hljómborðsleikarinn, Njáll Þórðarson, féll frá fyrir viku, eftir erfið veikindi, svo að af þeim verður ekki. Við syrgjum hann en verðum að halda áfram lífinu. Ég var með veislu í gærkveldi (föstudag) fyrir fjölskyldu og vini en afmælið er á morgun, sunnudag, og ég ætla að vera kóngur í einn dag. Byrja á að sofa pínu út, fá mér svo eitthvað gott að borða, fara kannski í smá hlaup, einhverja sjö, átta kílómetra, og taka síðan á móti gestum og gangandi, alveg slakur og að sjálfsögðu í faðmi fjölskyldunnar þar sem mér líður best.“ Konan Hreims er Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir snyrtifræðingur. „Við Þorbjörg erum búin að vera gift í ellefu ár í dag, þægilegt fyrir mig að muna brúðkaupsafmælið, það er degi fyrir afmælið mitt,“ segir hann glaðlega. „Við eigum þrjú börn, eina stelpu sem er að fermast á næsta ári og er brjáluð út í pabba sinn fyrir að vera ekki búinn að bóka sal fyrir veisluna. (Ég geri stundum grín að því að ég eigi ekki eiginkonu og dóttur, heldur tvær eiginkonur sem eru harðar í horn að taka!) Svo eru tveir strákar, sá eldri er fæddur 2008 og hinn verður fjögurra ára í haust. Það er líf og fjör í kringum mig og ég nýt hvers dags. Er með minnstu aldurskomplexa í heimi og reyni ekki að fresta neinu. Ef mér dettur eitthvað skemmtilegt í hug þá geri ég það. Er afskaplega hvatvís en á góða að sem stoppa mig ef ég er á leið í einhverja vitleysu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Sjá meira
Þjóðin þekkir hann sem Hreim í Landi og sonum, og þó minna heyrist frá honum en fyrir nokkrum árum þá kveðst hann hafa nóg fyrir stafni. „Ég er mikið bókaður í prívatpartí og spila og syng fyrir fyrirtæki úti um allt. Ég hef líka verið með pub-quiz sem ég bjó til fyrir fyrirtæki og hópa og er gamaldags spurningakeppni. Hef verið með allt frá tíu manna hóp upp í fjögur hundruð í slíkum keppnum.“ Þetta er samt aukavinnan hans Hreims. Hann vinnur líka í fyrirtækinu Hr. Jón sem flytur inn hár- og skeggvörur, Warta rafhlöður, Russell Hobbs heimilistæki og George Foreman heilsugrill. „Það er dagvinnan mín,“ segir hann og kveðst eiga fyrirtækið með Jóni Guðmundssyni, bassaleikara úr hljómsveitunum Landi og sonum og Made in sveitin. „Saman myndum við Hr. Jón,“ bætir hann við til útskýringar. Stóra spurningin er: Ætlar hann að halda upp á afmælisdaginn? „Upphaflega ætluðu Land og synir að efna til tónleika í dag en hljómborðsleikarinn, Njáll Þórðarson, féll frá fyrir viku, eftir erfið veikindi, svo að af þeim verður ekki. Við syrgjum hann en verðum að halda áfram lífinu. Ég var með veislu í gærkveldi (föstudag) fyrir fjölskyldu og vini en afmælið er á morgun, sunnudag, og ég ætla að vera kóngur í einn dag. Byrja á að sofa pínu út, fá mér svo eitthvað gott að borða, fara kannski í smá hlaup, einhverja sjö, átta kílómetra, og taka síðan á móti gestum og gangandi, alveg slakur og að sjálfsögðu í faðmi fjölskyldunnar þar sem mér líður best.“ Konan Hreims er Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir snyrtifræðingur. „Við Þorbjörg erum búin að vera gift í ellefu ár í dag, þægilegt fyrir mig að muna brúðkaupsafmælið, það er degi fyrir afmælið mitt,“ segir hann glaðlega. „Við eigum þrjú börn, eina stelpu sem er að fermast á næsta ári og er brjáluð út í pabba sinn fyrir að vera ekki búinn að bóka sal fyrir veisluna. (Ég geri stundum grín að því að ég eigi ekki eiginkonu og dóttur, heldur tvær eiginkonur sem eru harðar í horn að taka!) Svo eru tveir strákar, sá eldri er fæddur 2008 og hinn verður fjögurra ára í haust. Það er líf og fjör í kringum mig og ég nýt hvers dags. Er með minnstu aldurskomplexa í heimi og reyni ekki að fresta neinu. Ef mér dettur eitthvað skemmtilegt í hug þá geri ég það. Er afskaplega hvatvís en á góða að sem stoppa mig ef ég er á leið í einhverja vitleysu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Sjá meira