Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2018 19:17 Heppni er að enginn hafi verið á veiðum þegar skriða féll úr fagraskógarfjalli í Hlíðardal, en skriðan féll yfir veiðisvæði. Skriðan lagðist þvert yfir Hítará og stíflaði ána. Björgunarsveitin var á svæðinu ásamt þyrlu landhelgisgæslunnar og lögreglu sem lokaði fyrir umferð þar sem hætta var á flóði. Stórt lón myndaðist hjá skriðunni en eftir því sem það fór hækkandi fann áin sér nýjan farveg og rann meðfram skriðunni í ánna Tálma. Þá segir veðurfræðingur að skriðan sé afleiðing mikils rigningarsumars, en um 200 millimetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal frá maímánuði. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár segir heppni að ekki hafi verið fólk að veiðum, en um góðan veiðistað sé að ræða sem varð undir skriðunni.„Það eru veiðistaðir á þeim stað sem skriðan réð yfir, góðir veiðistaðir. Þetta er gjörbreytt landslag og er Hítará þornuð upp á 8-10 kílómetra kafla. Það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast en ljóst er að ákveðnir veiðistaðir eru úr leik,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður veiðifélags Hítarár.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonSigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hrunið hafa byrjað fyrr en sérfræðingar héldu í gær. „Svo virðist hrunið hafi byrjað fyrr en menn héldu, samkvæmt refaskyttu sem hafði samband við okkur, en hún varð vitni af skriðu fyrr um nóttina. Skriðan hefur þá fyrst runnið á föstudagskvöldinu upp úr miðnætti en ekki undir morgun laugardags eins og sérfræðingar héldu,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir. Að sögn Sigþrúðar eru veðurskilyrði slæm í Hítardal, í ljósi þess fer öll vinna sérfræðinga hægt af stað. Vegna stöðugra rigningar sé von á áframhaldandi hrynu.Skriðan rann yfir farveg Hítarár sem stíflaðist.Jón G. Guðbrandsson Skriðufall í Hítardal Veður Stangveiði Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Sjá meira
Heppni er að enginn hafi verið á veiðum þegar skriða féll úr fagraskógarfjalli í Hlíðardal, en skriðan féll yfir veiðisvæði. Skriðan lagðist þvert yfir Hítará og stíflaði ána. Björgunarsveitin var á svæðinu ásamt þyrlu landhelgisgæslunnar og lögreglu sem lokaði fyrir umferð þar sem hætta var á flóði. Stórt lón myndaðist hjá skriðunni en eftir því sem það fór hækkandi fann áin sér nýjan farveg og rann meðfram skriðunni í ánna Tálma. Þá segir veðurfræðingur að skriðan sé afleiðing mikils rigningarsumars, en um 200 millimetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal frá maímánuði. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár segir heppni að ekki hafi verið fólk að veiðum, en um góðan veiðistað sé að ræða sem varð undir skriðunni.„Það eru veiðistaðir á þeim stað sem skriðan réð yfir, góðir veiðistaðir. Þetta er gjörbreytt landslag og er Hítará þornuð upp á 8-10 kílómetra kafla. Það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast en ljóst er að ákveðnir veiðistaðir eru úr leik,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður veiðifélags Hítarár.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonSigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hrunið hafa byrjað fyrr en sérfræðingar héldu í gær. „Svo virðist hrunið hafi byrjað fyrr en menn héldu, samkvæmt refaskyttu sem hafði samband við okkur, en hún varð vitni af skriðu fyrr um nóttina. Skriðan hefur þá fyrst runnið á föstudagskvöldinu upp úr miðnætti en ekki undir morgun laugardags eins og sérfræðingar héldu,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir. Að sögn Sigþrúðar eru veðurskilyrði slæm í Hítardal, í ljósi þess fer öll vinna sérfræðinga hægt af stað. Vegna stöðugra rigningar sé von á áframhaldandi hrynu.Skriðan rann yfir farveg Hítarár sem stíflaðist.Jón G. Guðbrandsson
Skriðufall í Hítardal Veður Stangveiði Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45