Stór öxl féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum snemma í morgun og stíflaði Hítardalsá. Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem er að minnsta kosti nokkur hundruð metra löng.
Sjá einnig: Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“
Slysavarnarfélagið Landsbjörg er með menn á svæðinu og eru að skipuleggja lokanir í kringum svæðið í samvinnu við lögreglu.
Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að það sé ekki alveg komið á hreint hverju verði lokað, þeir séu enn að reyna að ná yfirsýn yfir svæðið og meta áhættuna.
„Það er ekki vitað um neinn sem er í hættu, það er ekki verið að leita að neinum, það er bara verið að vega og meta, ástandið er enn ótryggt.“ segir Davíð.
Ótryggt ástand undir Fagraskógarfjalli

Tengdar fréttir

Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“
Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna.

Almannavarnir meta ástandið í Hítardal
Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall.